Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 6
6 18. október 2010 MÁNUDAGUR Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Kitlar bragðlaukana STJÓRNSÝSLA Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur sótt um embætti ráðuneytis- stjóra bæði í væntanlegu vel- ferðarráðuneyti, sem og í vænt- anlegu innan- ríkisráðuneyti. Alls sóttu 89 um starfið í velferðarráðu- neytinu, þar af á sjöunda tug starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Húsavíkur til að vekja athygli á fyrirhuguðum niðurskurði. Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri sótti einnig um. Þrettán sóttu um stöðuna í inn- anríkisráðuneytinu, þeirra á meðal ráðuneytisstjórar ráðuneytanna tveggja sem til stendur að sameina um áramót. - sh 102 umsóknir um tvö störf: Ragna vill í tvö ráðuneyti RAGNA ÁRNADÓTTIR Ragnheiður Davíðs- dóttir Sveinbjörn Fjölnir Pétursson Inga Jóna Þórisdóttir Þórunn Ólafsdóttir Sólveig Dagmar Þórisdóttir Stefán Gíslason Íris Erlingsdóttir Anna Elísabet Ólafs- dóttir Ásta Leonhards Ólafur Reynir Guð- mundsson Einar Guðmundsson Sigríður Dögg Auð- unsdóttir Þorvaldur Hjaltason Framboð til stjórnlagaþings NEYTENDUR Gætt hefur skorts á algengum lyfjum í apótekum víða, hvort heldur er á höfuðborg- arsvæðinu eða á landsbyggðinni. Þetta á jafnt við um lyf sem seld eru í lausasölu og lyfseðilsskyld lyf. Á biðlistum hjá dreifingarfyrir- tækjunum Distica og Parlogis eru nú samtals 127 lyf. Á meðal þeirra eru algeng verkjalyf á borð við Íbúprófen Portpharma og Voltar- en. Flest lyfjanna eru væntanleg síðar á árinu. Parkódín Forte, sem hefur ekki verið til í tíu daga, er væntanlegt í febrúar. Lyfjafræðingar sem Frétta- blaðið hefur rætt við segja skort- inn óheppilegan þótt vandamál hafi ekki komið upp. Ávísað hafi verið á sambærileg lyf, svo sem Panódíl þegar Paratabs vantaði fyrir nokkru. Tryggingastofnun hefur tekið þátt í tímabundnum aukakostnaði af þessum sökum. Fríður Skeggjadóttir, lyfja- fræðingur hjá Lyfjum og heilsu á Akureyri, segir alltaf eitthvað um að algeng lyf vanti. Fyrir því geti verið margar ástæður; hráefnis- skortur hjá framleiðanda, vanda- mál tengd merkingum og annað í þeim dúr. „Yfirleitt er hægt að fá lyfið í öðrum styrkleika, annað lyfjaform þess eða samheitalyf,“ segir hún. - jab Lyfjaskorts gætir annað slagið í apótekum. Ekki vandamál segja lyfjafræðingar: Parkódín Forte til á næsta ári VERKJATÖFLUR Þótt einstaka sinnum hafi vantað algeng lyf í apótek hafa önnur verið nýtt í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Fulltrúi í slitastjórn Glitn- is segir meintar hótanir formanns- ins, Steinunnar Guðbjartsdóttur, í garð starfsmanns Íslandsbanka, sem sagt er frá í kvörtun sem send hefur verið Héraðsdómi Reykjavík- ur, vera slitnar úr samhengi. Þær gefi ekki tilefni til afsagnar slita- stjórnarinnar. Lögmaður Bjarna Jóhannesson- ar, fyrrverandi viðskiptastjóra Glitnis og núverandi starfsmanns Íslandsbanka, sendi á miðviku- daginn síðasta formlega kvört- un til Héraðs- dóms Reykja- víkur, þar sem hann fullyrðir að Steinunn hafi hótað Bjarna í yfirheyrslu hjá slitastjórninni. Lögmaður Bjarna segir hann hafa mætt áður í hljóðritaða yfirheyrslu sem hafi að mestu gengið út á að lítillækka hann og gera hann totryggileg- an. Sú síðari, nú í júlí, hafi hins vegar verið kynnt sem óformleg og hafi því ekki verið hljóðrituð. Þar hafi verið ýjað að því að hann hefði eitthvað að fela og það gæti haft afleiðingar fyrir hann að vera ekki samvinnuþýður. Enn væri hægt að bæta fólki inn í stefnur slitastjórnarinnar. Bjarni sleit að lokum fundinum vegna þessa og hefur nú farið fram á að slitastjórninni verði skipt út. Hann vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Bjarni kemur við sögu í stefnu slitastjórnarinnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Har- aldssyni, Lárusi Welding og þrem- ur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum-máli. Hann var einn viðtakenda tölvu- skeytis frá Jóni Ásgeiri þar sem Jón Ásgeir virðist, sem stjórnar- formaður, reyna að hafa áhrif á lánveitingar bankans og segir að verði honum ekki hlýtt sé kannski réttast að hann verði starfandi stjórnarformaður. Ekki náðist í Steinunni Guð- bjartsdóttur í gær. Hinn fulltrú- inn í slitastjórninni, Páll Eiríksson, segist ekki hafa séð kvörtunina og geti því lítið tjáð sig um efni henn- ar. Honum finnist þó mjög vafa- samt að vitna til orða sem féllu á fundunum án þess að samhengis- ins sé gætt. „Menn púsla því saman sem þeim hentar,“ segir hann. Hann segir að ef óskað verði eftir því muni slitastjórnin mæta í héraðsdóm og útskýra sína hlið málsins. „Það er ekkert að fela í því,“ segir Páll, sem telur ekki til- efni fyrir hann og Steinunni til að segja sig úr slitastjórninni. Lárus Welding gerði fyrr á árinu athugasemdir við starfshætti slitastjórnarinnar við skýrslutök- ur. Spurður hvort fleiri kvartanir hafi borist segir Páll að þessi sé sú eina. „En menn hafa svo sem ekki allir borið sig allt of vel þegar þeir eru spurðir út í ákveðin atriði sem snerta rekstur bankans fyrir hrun,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Segir meintar hótanir slitnar úr samhengi Fyrrverandi yfirmaður í Glitni segir sér hafa verið hótað í yfirheyrslum hjá slitastjórn bankans. Hann vill að stjórnin víki. „Menn púsla því saman sem þeim hentar,“ segir fulltrúi í slitastjórninni sem telur ekki tilefni til afsagnar. YFIRHEYRSLUHERBERGIÐ Bjarni fullyrðir að Steinunn og fulltrúi rannsóknarfyrir- tækisins Kroll hafi saumað allt of harkalega að sér í óformlegri yfirheyrslu í þessu herbergi. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA PÁLL EIRÍKSSON DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið dæmdir í tuttugu mánaða fang- elsi hvor, fyrir kannabisræktun í útihúsi í Þykkvabæ. Þriðji maður- inn var sýknaður. Mennirnir voru með 493 plönt- ur í ræktun. Þá voru tekin tæp þrjú kíló af kannabislaufum og nær ellefu grömm af hassi. Dómurinn hafnaði kröfu um upptöku tæpra 12 milljóna króna og rúmlega 7 þúsund evra sem fundust í bankahólfi annars mannanna og taldar voru fíkni- efnahagnaður. - jss Upptöku fjármuna hafnað: Fengu 20 mán- aða refsidóm Sóttir þú einhverja tónleika á Airwaves í ár? Já 3% Nei 97% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þekkir þú einhvern sem er í framboði til stjórnlagaþings? Segðu skoðun þína á visir.is. BERLÍN, AP Þau ummæli Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að tilraunir til að skapa fjölmenning- arsamfélag innan landsins hafi mis- tekist hrapallega hafa orðið kveikj- an að miklum umræðum um stefnu Þjóðverja í innflytjendamálum. Merkel lét ummælin falla á fundi sínum með ungum meðlim- um kristilegra demókrata á laugardag. Með þeim var kansl- arinn að bregð- ast við þeim yfirlýsingum margra þýskra stjórnmálamanna að herða beri lög og reglur um inn- flytjendur. Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að um þrjátíu prósent- um Þjóðverja þykir innflytjendur í landinu of margir. Merkel sagði að innflytjendur væru velkomnir í Þýskalandi, en þeir þyrftu þó að læra tungumálið og aðlagast þýskum siðum og venj- um. „Fjölmenningarlega nálgunin, að segja að við lifum öll í sátt og samlyndi hlið við hlið, hefur mis- tekist algjörlega,“ sagði Merkel. Ummælum Merkel var tekið fagnandi af íhaldssömustu meðlim- um kristilega demókrataflokksins. Margir, og þá sér í lagi íbúar heims- borgarinnar Berlín, sögðu í gær að Merkel væri ekki í tengslum við daglegt líf Þjóðverja. Innflytjendamál komust enn á ný í hámæli í vikunni þegar baul- að var á þýska knattspyrnu- manninn Mesut Özil, sem er af tyrkneskum ættum, í landsleik milli Þýskalands og Tyrklands á Ólympíuleikvagninum í Berl- ín. Voru það stuðningsmenn Tyrkja sem bauluðu, en þeir voru fleiri en stuðningsmenn Þýskalands á áhorf- endapöllunum. - kg Kanslari Þýskalands segir tilraunir til fjölmenningarsamfélags hafa mistekist: Ummæli Merkel vekja deilur MESUT ÖZIL ANGELA MERKEL Kanslari Þýskalands áréttar að innflytjendur séu velkomnir til landsins. Þeir þurfi bara að aðlagast siðum þess og venjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.