Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 8
8 18. október 2010 MÁNUDAGUR ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan –einfalt og ódýrt TILBOÐ MÁNAÐARINS 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM NICOTINELL 204 STK PÖKKUM VERÐ FRÁ 3.941 KR. (2MG FRUIT) TILBOÐ GILDIR ÚT OKTÓBER Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is Au glý sin ga sím i Jan ´06 Júl ´08 Sep ´10 * * Bráðabirgðatölur Heimild: Hagstofa Íslands 25 20 15 20 5 0 -5 -10 -15 -20 -25 m ill ja rð ar k ró na Vöruskiptajöfnuður frá 1. janúar 2006 EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfnuður hefur verið jákvæður um 86,7 milljarða króna fyrstu níu mán- uði ársins. Fluttar hafa verið inn vörur fyrir ríflega 327 milljarða króna en vörur fyrir tæplega 414 milljarða hafa verið fluttar úr landi. Þetta er alger viðsnúningur frá því sem var fyrir hrun. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2007 var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um 76,9 milljarða króna. Viðsnún- ingurinn nemur tæplega 164 millj- örðum króna, um átján milljörðum að meðaltali í hverjum mánuði. - bj Vöruskiptajöfnuður jákvæður um tæplega 87 milljarða króna það sem af er ári: Alger viðsnúningur eftir hrun PARÍS, AP Enn var þeim áformum ríkisstjórnar Nikolas Sarkozy, for- seta Frakklands, að hækka eftir- launaaldur úr sextíu árum í 62 ár mótmælt í gær þegar hundruð þús- unda streymdu út á götur í helstu borgum landsins. Einnig var mót- mælt á laugardag og stendur til að halda mótmælum áfram á morgun, sem þá verða sjöttu stóru mótmæl- in á innan við mánuði í landinu. Víðtæk verkföll stéttarfélaga hafa valdið því að margir ökumenn hafa átt í erfiðleikum með að nálg- ast bensín á ökutæki sín. Christ- ine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, gerði lítið úr ástand- inu í gær en viðurkenndi þó að um 230 af 13.000 bensínstöðvum landsins væru eldsneytislausar. Óttast var að víðtæk verkföll kynnu að hafa áhrif á flugumferð í Frakklandi í gær, en mótmælend- ur lokuðu eldneytisleiðum til helstu flugvalla landsins á laugardag. Dominique Bussereau, samgöngu- ráðherra Frakklands, hélt því þó fram í gær að nægt eldsneyti væri til staðar fyrir flugvélar á Charles de Gaulle-flugvellinum. Áður höfðu starfsmenn þurft að bregða á það ráð að skipa nokkrum flugvélum að lenda ekki á flugvellinum nema um borð í þeim væri nægt eldsneyti til að komast heim á nýjan leik. Kosið verður um þau áform að hækka eftirlaunaaldurinn í land- inu á miðvikudag. Stjórnvöld segja nauðsynlegt að hækka eftirlauna- aldurinn vegna mikils halla á eftir- launasjóðum landsins. Búist er við að franskir vörubílstjórar láti til sín taka í mótmælunum fyrr en síðar. Samgönguráðherrann Bussereau sagðist í gær hafa litlar áhyggjur af þeirri þróun mála. „Við óttumst ekki vörubílstjórana,“ sagði Bussereau. kjartan@frettabladid.is BIÐRÖÐ Á BENSÍNSTÖÐ Verkföll og lokanir við olíuhreinsistöðvar og dreifingarmið- stöðvar eru hluti af viðamiklum mótmælum gegn áætlunum franskra stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur í 62 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Frakkar bensínlausir í verkfallsaðgerðum Hundruð þúsunda mótmæltu áformum um hækkun eftirlaunaaldurs í helstu borgum Frakklands í gær. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á morgun, en kosið verður um málið á miðvikudag. Yfirvöld gera lítið úr eldsneytisskorti. SAMGÖNGUR Öryggisdagar, átak sem Strætó bs. og VÍS standa fyrir næstu sex vikur, miða að því að fækka slysum í umferðinni og auka öryggi vegfarenda. Átakið er liður í forvarnaverkefni sem Strætó bs. og VÍS hafa unnið saman að frá ársbyrjun 2008. Átakið felst meðal annars í því að jákvæðum skilaboðum verður komið fyrir á strætisvögnum til að hvetja ökumenn og aðra til að huga að akstri sínum og hegðun í umferð- inni. Að auki munu strætisvagnabíl- stjórar leggja sérstaka áherslu á að vera til fyrirmyndar og sýna gott fordæmi. Til stendur að fylgjast sérstaklega með umferðaróhöpp- um Strætó á tímabilinu með það að markmiði að fækka óhöppum, auk þess sem regluleg umfjöllun verður um átakið og árangurinn í umferð- inni á vefsíðunni Strætó.is. Þá er almenningur hvattur til að taka þátt með því að senda skilaboð og ábendingar til Strætó. - kg Sex vikna átak miðar að því að fækka slysum og auka öryggi vegfarenda: Öryggisdagar hjá Strætó bs. Í UMFERÐINNI Fylgjast á sérstaklega með umferðaróhöppum Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 Hvar er hálfáttræður maður fastur í starfi húsvarðar? 2 Hvað eru lengstu gögn heims, undir Gotthard-Massif í Ölpun- um, löng? 3 Hvað lagði mannréttindaráð Reykjavíkur til fyrir helgi? SVÖR: PAKISTAN Pakistanskur maður að nafni Azhar Haidri ætlar að kvænast tvemur konum á innan við sólarhring. Hann gat ekki ákveðið hvort hann ætti að heiðra fjölskyldu sína og kvænast kon- unni sem hann hefur verið trú- lofaður frá barnsaldri eða hvort hann ætti að leyfa hjartanu að ráða og kvænast ástinni sinni. Haidri ákvað því að besta lausnin væri að kvænast báðum konunum. Fjölkvæni er leyfilegt í Pakist- an en verður að gerast með leyfi fyrstu eiginkonunnar. - sm Kvænist tveimur konum: Gat ekki valið á milli kvenna 1. Á Eiðum. 2. Fimmtíu og sjö kílómetrar. 3. Að trúboð í skólum yrði bannað. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.