Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 12
 18. október 2010 MÁNUDAGUR Meðgöngujóga Meðgöngujóga námskeið að hefjast hjá Jóga stúdíó. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00-21:00. Hefst mánudaginn 18. október. Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:30 – 19:30 í fjórar vikur í senn. Þátttekendur geta mætt í alla opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið fá þátttakendur eina fría viku auk 15% afslátt af kortum. Upplýsingar og skráning í síma 695-8464 Drífa og 772-1025 Ágústa. Eða á jogastudio.is 1. mánuður 10.000 kr 2. mánuðir 18.000 kr 3. mánuðir 22.000 kr Skráning hafin á jogastudio.is eða í síma 772-1025 Ágústa og 695-8464 Drífa jogastudio@hotmail.com Nàttúruleg vellíðan ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU NÝSKÖPUN „Fyrirtæki standa almennt ekki frammi fyrir vanda- málum á borð við fjárþurrð eða sjóðstreymi heldur skorti á hug- myndum. Þar sem hugmyndir kvikna ekki, þar er vandamál,“ segir Haraldur U. Diego, einn aðstandenda fundar um mikilvægi sköpunargleði á vinnustöðum sem haldinn var síðastliðinn föstudag. Húsfyllir var á fundinum. Haraldur segir starfsfólk fyrir- tækja almennt með ríka sköpunar- þörf. Fyrirtækin sem fólkið vinni hjá verði að gera sér grein fyrir því og virkja hana. „Íslendingar gera það almennt ekki,“ segir Har- aldur, sem telur almennt skorta þor til að sleppa sköpunargleðinni lausri. „Það þorir enginn að stíga út fyrir ramm- ann sem við erum í, sér- staklega núna þegar fyrirtæki eru að segja upp starfsfólki. Enginn þorir að vera skap- andi og mæta í bleikum sokk- um í vinnuna og búa til andrúmsloft frjálsleika og hugmyndaauðgi,“ segir hann og leggur áherslu á að þótt hugmynd- ir séu sumar hverjar ömurleg- ar verði að viðra þær. „Þær vaxa kannski við það. Þannig verða hlut- irnir til. Sama hver hugmyndin er, hún styrkist alltaf við viðbrögð og gagnrýni.“ - jab HARALDUR DIEGO Virkja verður hugmyndaauðgi starfsfólks fyrirtækja: Það vill enginn í bleiku sokkana SÖFNUN Kiwanisklúbburinn Elliði safnaði 6,5 milljónum króna af sölu söngbóka. Ágóðinn rennur óskipt- ur til Barna- og unglingageðdeild- ar Landspítalans (BUGL). Meðal þeirra verkefna sem urðu til út frá söfnuninni er þjálfunarherberg- ið Birtan, sem var formlega tekið í notkun í gær. Herbergið verður notað hjá BUGL til skynörvunar og eru þar ýmis tæki til þess. Einnig voru gefnar út tvær bækur fyrir fjármagnið sem safn- aðist ásamt uppsetningu á vegg- skreytingum á BUGL með þrautum og leikjum. - sv Kiwanisklúbburinn Elliði safnaði 6,5 milljónum: Ágóði fer til BUGL SKYNÖRVUNARHERBERGIÐ Nýja her- bergið sem útbúið var fyrir söfnunarfé frá Kiwanisklúbbnum Elliða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PÁFAGARÐUR, AP Benedikt páfi XVI. tilkynnti á sunnudag að áströlsk nunna yrði tekin í dýrlingatölu, fyrst Ástrala. Mary MacKillop, dóttir fátækra innflytjenda frá Skotlandi, fædd- ist í Ástralíu árið 1842 og ólst upp í mikilli fátækt. Hún flutti ung að árum til þorpsins Penola við suður- strönd Ástralíu þar sem hún kenndi frumbyggjum lestur. MacKillop stofnaði fyrstu nunnuregluna í Ástralíu, og hafði hún það markmið að þjóna fátækum og veikum. Árið 1871 var MacKill- op vísað úr kaþólsku kirkjunni eftir að hún kom upp um prest sem hafði misnotað sóknarbörn kynferðis- lega. MacKillop var þó aftur tekin inn í kirkjuna stuttu síðar. Fjölmargir Ástralar voru við- staddir athöfnina í gær og sungu og fögnuðu eftir að páfinn hafði lesið upp tilkynningu sína. - sm Fátæk nunna var tekin í dýrlingatölu í gær: Ástralar hafa eignast sinn fyrsta dýrling ÁSTRALAR EIGNAST DÝRLING Nunnan Mary MacKillop var tekin í dýrlingatölu í gær, fyrst Ástrala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.