Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 48
 18. október 2010 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is FÉLAGASKIPTAGLUGGINN opnaði fyrir knattspyrnumenn hér á landi um helgina og má því eiga von á fjölmörgum félagaskiptum á næstu dögum og vikum. Ein helsta slúðursagan sem hefur gengið um yfirvofandi félagaskipti er að markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson (á mynd) sé á leið úr Fram í KR. NÝTT! MARGFALDUR ÁVINNINGUR ÞEGAR ÞÚ SPILAR GOLF HÉR HEIMA OG ERLENDIS Korthafar Premium Icelandair American Express greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers. SLÁÐU HOLU Í HÖGGI! Þú getur sótt um Premium Icelandair American Express á icelandairgolfers.is Iceland Express-deild karla Njarðvík - Snæfell 89-87 (54-40) Stig Njarðvíkur: Antonio Houston 20, Friðrik Stefánsson 17, Rúnar Ingi Erlingsson 17, Guð- mundur Jónsson 14, Páll Kristinsson 8, Kristján Rúnar Sigurðsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Egill Jónasson 2, Lárus Jónsson 2. Stig Snæfells: Sean Burton 23, Ryan Amaroso 23, Jón Ólafur Jónsson 13, Lauris Mizis 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Emil Þór Jóhannsson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Atli Rafn Hreinsson 2. Tindastóll - Grindavík 55-76 (23-34) Stig Tindastóls: Josh Rivers 15, Dragoljub Kitanovic 14, Dimitar Petrushev 12, Helgi Rafn Viggósson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Einar Bjarni Einarsson 2, Pálmi Geir Jónsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 17, Andre Smith 15, Ólafur Ólafsson 12, Ómar Örn Sævars- son 12, Ryan Pettinella 9, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Þorleifur Ólafsson 2. KR - Haukar 93-83 (41-36) Stig KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15, Brynjar Þór Björnsson 13, Fannar Ólafsson 11, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5. Stig Hauka: Semaj Inge 28, Gerald Robinson 23, Sævar Ingi Haraldsson 12, Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1. Iceland Express-d. kvenna Keflavík - Snæfell 118-62 (62-30) Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsd. 35, Jacquline Adamshick 28, Birna Valgarðsd. 19, Bryndís Guð- mundsd. 10, Aníta Viðarsd. 10, Árný Gestsd. 4, Hrund Jóhannsd. 3, Sigrún Albertsd. 3, Eva Guð- mundsd. 2, Lovísa Falsd. 2, Ingibjörg Jakobsd. 2. Stig Snæfells: Hildur Kjartansd. 12, Inga Mucini- ece 12, Björg Einarsd. 9, Berglind Gunnarsd. 6, Ellen Högnad. 5, Sade Logan 4, Sara Magnúsd. 4, Rósa Indriðad. 3, Hrafnhildur Sævarsd. 2. Hamar - Haukar 89-58 (53-22) Stig Hamars: Jaleesa Butler 24, Kristrún Sigurjónsdóttir 22, Slavica Dimovska 18, Fanney Lind Guðmundsdóttir 10, Jenný Harðardóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 3. Stig Hauka: Íris Sverrisdóttir 22, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, María Lind Sigurðardóttir 6, Helga Jónasdóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3, Gunnhildur Gunn- arsdóttir 2, Telma Björk Fjalarsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 1, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 1. Grindavík - KR 49-68 (22-37) N1-deild kvenna Fram - Stjarnan 32-31 Grótta - Haukar 23-28 ÍR - ÍBV 20-25 FH - Fylkir 18-28 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI „Við töluðum aðeins saman eftir tapið í Hveragerði og ákváðum að byrja tímabilið upp á nýtt. Við vorum kannski ekki sannfærandi í þessum leik en það var jákvæðara og bjartara yfir okkur. Það var gott að komast á sigurbraut á ný,“ sagði Pavel Erm- olinskij, leikmaður KR, eftir sigur liðsins á nýliðum Hauka í DHL- Höllinni í gærkvöldi, 93-83. Tveir aðrir leikir fóru fram í gær en Grindavík lagði Tindastól á Sauðárkróki og Njarðvíking- ar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslands- og bikarmeist- urum Snæfells á heima- velli, 89-87. Haukar voru taplaus- ir fyrir viðureign- ina en KR hafði tapað fyrir Hamri í Hvera- gerði í annarri umferð og mætti því ákveðið til leiks. Heimamenn leiddu eftir fyrsta leik- hluta 23-16 og héldu þá margir að sigurinn yrði auðveldur fyrir Vest- urbæjarliðið. Haukar bitu frá sér í öðrum leikhluta og hleyptu spennu í leikinn. Stað- an í hálfleik var 41-36 fyrir KR. Leikmenn Hauka héldu áfram að leika vel í þriðja leikhluta og náðu forystunni um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á að halda forystunni þar til fyrr- um leikmaður KR, Semaj Inge, átti síðasta orðið í þriðja leikhluta og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann, 63-64. Í síðasta leikhlutanum dróst í sundur með liðunum og var frammistaðan fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerði útslagið fyrir heimamenn. KR-ingar settu niður sex þriggja stiga körfur í röð sem kom þeim átta stigum yfir í leiknum. Ólafur Már Ægisson átti góða innkomu af bekknum og kveikti í skyttum KR-liðsins. Loka- tölur leiksins urðu 93-83 og var það Pavel sem var atkvæðamestur í liði KR, skoraði 20 stig, tók 18 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hjá Hauk- um var Semaj Inge atkvæðamestur með 28 stig og átta fráköst. Skref í rétta átt „Við erum komnir niður á jörðina og hættir að haga okkur eins og kóngar. Þetta er skref í rétta átt og við sýndum styrk okkar fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Við erum með marga mjög góða skotmenn og þegar við erum að setja skot- in niður þá eru fá lið sem eiga roð í okkur. Við sýnd- um meiri einbeitingu og vorum auðmjúkir, ég held að það lýsi best þeirri hugarfarsbreytingu hjá liðinu,“ sagði Pavel sem hefur leikið vel með KR í upphafi leiktíðar. „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðunum liggur í þessum kafla þegar KR setti hrein- lega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma til baka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. „Okkur er spáð falli en við erum staðráðn- ir í að sanna að við eigum heima í þessari deild. Það er okkar fyrsta markmið að halda okkur uppi og svo sjáum við til hvað gerist.“ Óþarfa spenna í lokin Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var vitanlega hæst- ánægður með leik sinna manna í gær. „Þetta varð fyrst spennandi leikur eftir að við hleyptum þeim inn í hann undir lokin. Við vorum komnir með ágæt tök á leiknum en það hófst sem betur fer,“ sagði Sigurður við Fréttablaðið. Hann segir að sigurinn hafi ef til vill komið einhverjum á óvart. „Snæfellingar hafa spilað vel og ég held að fleiri hafi reiknað með sigri þeirra í kvöld. Við vorum hins vegar ekki á því og sýndum það í kvöld. Það var mjög góð bar- átta í liðinu og þó svo að við hefð- um getað gert margt betur lögðu menn sig fram og það skiptir miklu máli.“ Friðrik Stefánsson átti mjög góðan leik í gær en hann var með 17 stig og 9 fráköst. „Friðrik tók sér gott frí í sumar og mætti ferskur til leiks þegar tímabilið hófst. Hann var mjög góður í kvöld og þetta er það sem má búast við af honum í vetur,“ segir Sigurður sem reikn- ar með spennandi tímabili. „Þetta verður þéttur pakki við toppinn og Njarðvík verður eitt þeirra liða sem berjast þar.“ - jjk, esá Skotsýning hjá KR gegn nýliðunum KR er aftur komið á beinu brautina í Iceland Express-deild karla en liðið lagði nýliða Hauka á heimavelli í gær. Njarðvíkingar sýndu styrk sinn með því að leggja Íslands- og bikarmeistara Snæfells í Ljónagryfjunni. NÝTTI SKOTIN SÍN Finnur Atli Magnússon átti góðan leik með KR í gær og var næst- stigahæstur með 22 stig. Hér reynir Örn Sigurðarson að verjast honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við erum komnir niður á jörðina og hættir að haga okk- ur eins og kóngar. PAVEL ERMOLINSKIJ LEIKMAÐUR KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.