Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 54
30 18. október 2010 MÁNUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN „America’s Next Top Model er án efa besti þáttur í heimi og ég hef hreina unun af því að fylgjast með viðskiptaviti þáttastjórnandans, Tyru Banks. Hún fléttar nefnilega stöðugar auglýsingar inn í þættina, þó að maður horfi á Netinu.“ Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona „Ég er í rauninni að fylgja ákveðinni hefð sem hefur skapast í kringum mín skrif en þegar ég vann hinar tvær bækurnar mínar dvaldi ég á tímabili á heilsuhælinu í Hvera- gerði,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir, kynn- ingarfulltrúi og rithöfundur, en hún er þessa dagana í eins konar fríi og vinnuferð í Hveragerði. Tobba, eins og hún er kölluð, ætlar að dveljast á heilsuhælinu í viku en á milli þess að liggja í gufu og fara í nudd leggur hún drög að sinni þriðju bók, Makalaus 2. „Ég vil byrja strax að skrifa því persónurn- ar í bókinni eru ferskar í hausnum á mér núna. Ég er nýbúin að fara yfir handritið að sjónvarpsþáttunum og var því farið að klæja í puttana að demba mér í næstu bók,“ segir Tobba og bætir því við að bókin muni líklega gerast að hluta til í Hveragerði, jafnvel á heilsuhælinu. „Ég var að fá fregn- ir af því að heilsuhælið væri uppspretta margra ástarsambanda og í rauninni falin perla fyrir deitmenninguna. Ég ætla að rannsaka hvort eitthvað sé til í því.“ Tobba á rætur sínar að rekja til heilsu- hælisins í Hveragerði en langalangalang- afi hennar átti þátt í að stofna það á sínum tíma. „Þetta er yndislegur staður og full- kominn ef maður vill vera í ró og næði. Við fjölskyldan höfum farið þangað á hverjum sunnudegi og borðað grænmetishádegis- mat,“ segir Tobba að lokum, spennt yfir að ná loksins að slaka á eftir annasamt ár. - áp Tobba komin á heilsuhælið í Hveragerði SLAKAR Á Í HVERAGERÐI Tobba Marinós er þessa dagana í Hveragerði þar sem hún fer í nudd og byrjar að skrifa Makalaus 2. Sambíóin stefna á að opna nýtt kvikmyndahús í Egils- höll hinn 4. nóvember. Um hundrað iðnaðarmenn eru nú að störfum við að gera allt klárt en kvikmyndahús- ið mun skarta einu stærsta breiðtjaldi Evrópu. „Við vorum bara nokkrum vikum frá opnun árið 2008. En þá fór allt á hliðina og þetta var sett í frost. Nú stefnum við á 4. nóvember,“ segir Björn Árnason hjá Samfilm. Hugmynd sem kviknaði hjá honum fyrir sjö árum er nú loks að verða að veruleika; kvik- myndahús í Grafarvogi. „Þetta er 41 þúsund manna svæði með Kjalarnesinu, Mosfellsbæ og Grafarvog- inum. Markaðurinn er því fyrir hendi,“ segir Björn. Yfir aðalsjoppunni verður strengdur hátt í fimm- tíu metra langur borði með myndum af kvikmynda- stjörnum, bæði íslenskum og erlendum. Þegar leiðin liggur inn í aðalbíósal kvikmynda- hússins er ljóst að þar hefur ekkert verið til sparað. „Upphaflega átti salurinn að vera með fjögur hundr- uð sætum. En við ákváðum að fórna nokkrum stól- um fyrir aðeins meira pláss,“ segir Björn og bætir við að allir stólarnir séu stakir og úr leðurlíki. Hins vegar er stjarna salarins án nokkurs vafa breiðtjald- ið í stóra salnum. Það er tuttugu metrar að lengd og að sögn Björns er það því stærsta breiðtjaldið á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Stóru hasarmynd- irnar frá Hollywood fá því að njóta sín. „Við ætluðum að hafa Bond-myndina Quantum of Solace sem opn- unarmyndina 2008. En nú verður það Due Date með Robert Downey Jr. og Zach Galifianakis úr The Hangover.“ - fgg Stærsta breiðtjald landsins GLÆSILEGT Björn í aðalsalnum þar sem kvikmyndum verður varpað á stærsta breið- tjald landsins. Allir stól- ar verða stakir og því leikur aldrei neinn vafi á því hver á hvaða gos og hvaða popppoka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég bjóst ekki beint við því að lagið mundi slá í gegn en var að vonast eftir því að það fengi spil- un. Svo var bara flaggað heima þegar það heyrðist fyrst í útvarp- inu,“ segir Bjarki Lár, fimmtán ára strákur frá Hafnarfirði sem hefur slegið í gegn með lagið Bara þú. Lagið er samið af tónlistarmann- inum Friðriki Dór en um tuttugu þúsund manns hafa horft á mynd- bandið á Youtube. Einnig er það byrjað að heyrast á útvarpsstöðv- unum FM957 og Kananum. „Lagið er búið að fá mjög góðar viðtökur og ég er glaður að Frið- rik Dór samdi fyrir mig lagið. Svo voru það strákarnir í Red Light sem útsettu það. Það er búinn að vera einhver misskilningur um að ég hafi keypt lagið en svo er ekki. Friðrik hafði bara trú á mér og vildi semja fyrir mig lag,“ segir Bjarki Lár, sem er farinn að finna fyrir frægðinni en um 1.100 manns hafa „like-að“ við aðdáendasíðu hans á Facebook. Söngur og útlit Bjarka minnir óneitanlega á eina vinsælustu poppstjörnu í heiminum í dag, ungstirnið Justin Bieber. „Já, þetta hef ég heyrt oft áður. Ég tek því sem hrósi enda er Justin Bie- ber frábær tónlistarmaður sem gerir flott lög að mínu mati,“ segir Bjarki Lár hress en hann hefur orðið var fylgifiska frægðarinn- ar. „Ég er farinn að finna fyrir því að fólk þekkir mig úti á götu og svo hrúgast vinabeiðnirnar inn á Facebook, sem getur verið þreyt- andi,“ segir Bjarki Lár en hann stefnir ótrauður áfram í tónlistar- bransanum. Hann hefur sungið frá því hann man eftir sér og er að læra meira á því sviði. „Ég er að læra söng BJARKI LÁR: FINNUR FYRIR FRÆGÐINNI EFTIR VINSÆLDIR BARA ÞÚ Tek því sem hrósi þegar mér er líkt við Justin Bieber Justin Bieber er fæddur 1994 og er frá Kanada. Hann var uppgötvaður árið 2008 eftir að hafa sett myndbönd af sér að syngja á netið. Núna er drengurinn heimsfrægur og fyrsta plata hans, My World, fór í platínusölu í Bandaríkjunum. Í kjölfarið varð Bieber fyrsti tónlistarmaðurinn til að ná sjö lögum inn á Billboard Topp 100 listann á sama tima. Vinsælasta lag kappans er án efa lagið Baby, sem kom út í janúar á þessu ári. HINN ÍSLENSKI BIEBER Bjarki Lár hefur slegið í gegn á Netinu með lagið Bara þú og tekur lík- ingunni við Justin Bieber vel. HEIMSFRÆGUR STRÁKLINGURINN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. Fimm rétta Diwali hátíðarseðill alla daga 4.990 kr. Hátíð ljóssins hjá Austur-Indíafjelaginu Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að halda upp á hátíð ljóssins, Diwali, sem nú á hug þeirra og hjörtu. Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa örlitla birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á sérstakan fimm rétta Diwali- hátíðarmatseðil í október á afar góðu verði: 4.990 kr. alla daga. Borðapantanir í síma 552 1630 Sjá matseðil á austurindia.is. www.austurindia.is hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu og var valinn ásamt nokkrum öðrum til að syngja inn lög á disk sem kemur út fyrir jólin. Það er mjög spennandi að fá að syngja inn á disk sem verður gefin út,“ segir Bjarki en hann er þessa dagana að skoða hvort hægt sé að gefa út lagið Bara þú. „Ég veit ekki alveg hvernig málin standa en núna er hægt að hlusta á lagið á netinu og í útvarpinu.“ alfrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.