Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 12 S att best ð Endurspeglumalla flóruna Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Áklæði að eigin valiEndalausir möguleikar 285.900 kr Rín Horn sófi 2H2 Verð frá Púðar í úrvali Verð frá 2.900 krDugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 bílar ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Veðurguðirnir brostu á jeppaferð fjöl- skyldunnar síðastliðinn laugardag. Rétt um níutíu jeppar tóku þátt í jeppaferð fjöl-sk ld var einn ferðalangur svo heppinn að vinna glæ-nýjan Nokia-farsíma í boði Hátækni, sem auk Skeljungs og fleiri fyrirtækja styrkti ferðina. Að borðhaldi og slökun lokin i h ldið Ferðalangar í jeppaferð fjölskyldunnar með Bílabúð Benna voru með eindæmum heppnir með veður síðasta laugardag, en þá var slegið hitamet í október á Suðurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Nær hundrað bílar í árvissri ferð Sex starfsmenn íslenska fyrir- tækisins Arctic Trucks eru nú við störf í Suður-Afríku við breytingar á sex Toyota Hilux jeppum. Áður hafði fyrirtækið breytt tveimur jeppum hér heima og sérsmíðað allan aukabúnað í þá sex sem nú er unnið við í Suður-Afríku. Bíl- arnir verða síðan fluttir til Suður- skautslandsins, þar sem þeir munu sinna margþættum verkefnum á komandi árum. Gunnar Haraldsson, sölu- og markaðsstjóri Arctic Trucks, segir jeppana ná margföldum hraða á við beltatækin sem hingað til hafa verið notuð, auk þess sem þeir þurfi minna eldsneyti og viðhald og komist lengra. Fyrsti leiðangur nýju bílanna verður farinn í byrjun nóvem- ber og fara þaulreyndir íslenskir fjallamenn með í þá ferð. Áætlað er að um tuttugu starfsmenn Arc- tic Trucks komi að verkefninu með einum eða öðrum hætti. - fsb Íslenskir jeppar á Suðurskautinu Sex starfsmenn Arctic Trucks vinna nú í Jóhannesarborg við breytingar á jeppunum. Gamalt gert upp Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sérhæfir sig í viðgerðum á fornbílum. SÍÐA 2 Úr tísku í trukka Tískuljósmyndarinn Roger Snider heldur upp á ofurtrukka. SÍÐA 3 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Bílar veðrið í dag 19. október 2010 245. tölublað 10. árgangur FÓLK Baltasar Kormákur kvik- myndaleikstjóri og Working Title Films hafa náð samkomulagi við kvikmyndaverið Universal um framleiðslu og dreifingu á kvik- myndinni Contraband, endur- gerð myndarinnar Reykjavík- Rotterdam. Baltasar flytur út til New Orleans á sunnudag og mun vænt- anlega dveljast þar ytra í sex mán- uði ef undanskildir eru nokkrir dagar sem leikstjórinn fær í jóla- frí. „Ætli ég klári þá ekki tökurnar á Djúpinu,“ segir Baltasar í sam- tali við Fréttablaðið. - fgg / sjá síðu 26 Baltasar flytur til New Orleans: Semur við ris- ann Universal BALTASAR KORMÁKUR Á leið til Banda- ríkjanna þar sem hann leikstýrir mynd- inni Contraband, sem er endurgerð á Reykjavík-Rotterdam. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fimm góðar venjur Ýmislegt er sameiginlegt í mataræði þeirra þjóða sem hafa hæstan meðalaldur. allt 4 STJÓRNMÁL Talsverð andstaða er innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við að íslenska ríkið þiggi svonefnda IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Styrkirnir standa umsóknar- ríkjum sambandsins til boða og eru fyrst og fremst ætlaðir til að búa stjórnsýslu þeirra undir aðild að því. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er sú skoðun ríkjandi innan VG að ekki beri að þiggja slíka styrki. 28 milljónir evra, 4,3 milljarðar króna, standa Íslendingum til boða. Tveir ráðherrar VG, Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra og Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hafa þegar ákveðið að sækjast ekki eftir styrkjum til verkefna í sínum ráðuneytum. Ögmundur Jónasson hefur sett umsóknir forvera sinna á ís. Bæði Kristján Möller og Ragna Árnadóttir, sem gegndu þeim ráðherraembættum sem Ögmundur sinnir nú, höfðu sótt um styrki til tilgreindra verk- efna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins ætlar Ögmundur að endurskoða þær ákvarðanir. Í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu hefur verið unnið að umsóknum vegna tveggja verk- efna en óvíst er hvort þeim verð- ur fylgt eftir. Í umhverfisráðu- neytinu er á hinn bóginn unnið að umsóknum. Ráðherrar Samfylkingarinnar vilja allir nýta styrkina. Eftir því sem næst verður komist er framhald málsins í óvissu. Ráðherranefnd um Evr- ópumál hefur ekki fjallað um það en þaðan liggur leið þess inn í ríkisstjórn. - bþs Vilja ekki styrki frá Evrópusambandinu Óvíst er hvort ríkið þiggir svonefnda IPA-styrki Evrópusambandsins. Tveir ráð- herrar VG ætla ekki að þiggja styrkina og málið er í bið hjá tveimur öðrum. Fjölskyldufaðir bestur Stefán J. Arngrímsson vann Íslandsmótið í póker. fólk 26 F27181010 póker Opið til 18.30 Kringlukast 20 – 50% afsláttur Lokadagur BJARTAST SUNNAN TIL Í dag má búast við NA- og A-áttum, 3-8 m/s. Norðanlands má búast við skúrum eða slydduéljum og vestanlands þykknar heldur upp með skúrum er líður á daginn. VEÐUR 4 4 5 2 1 2 ATVINNUMÁL „Skelfingarástand“ er í Orkuveitunni vegna boðaðra fjöldauppsagna að sögn Kjartans Magnússonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn fyrirtækisins. „Ég er alveg hissa á því hversu lengi lokið hefur haldist á pottinum,“ segir Kjartan sem óskaði í gær eftir aukafundi í stjórn Orkuveitunnar. Kjartan segir ástæðuna þá að hann hafi fregnað að trúnaðar- menn fyrirtækisins hafi fyrir nokkru meðal annars lagt það til að starfshlutfall starfsmanna yrði skert í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. Kjartan fundaði með trúnaðarmönnum Orku- veitunnar í gær. Þangað kom einnig Helgi Þór Inga- son forstjóri og tók þátt í umræðunum. Engin form- leg niðurstaða varð af fundinum. Skiptar skoðanir virðast meðal starfsmanna um næstu skref. „Margir hafa það viðhorf að það þurfi einfaldlega að klára þetta mál því mórallinn sé alveg í lágmarki; það þurfi bara að rífa af plástur- inn. En samkvæmt hugmyndabanka sem efnt var til meðal starfsmanna eru ýmsir sem tala fyrir því að menn reyni að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir með skertu starfshlutfalli eða lækkun launa,“ segir Stefán Pálsson, einn trúnaðarmanna Orkuveitunnar. - gar Skiptar skoðanir innan Orkuveitunnar um leiðir til að hagræða í rekstrinum: Skert störf eða fjöldauppsagnir KVENNAFRÍ UNDIRBÚIÐ Um tuttugu konur komu saman í gær að Hallveigarstöðum í Reykjavík til að mála kröfuspjöld fyrir kvennafríið næsta mánudag. Undirbúningur hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum mánuðum og er nú að ná hámarki, enda í mörg horn að líta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aldrei, aldrei Enginn stjórnmálamaður getur ráðskast með lífeyris- sjóðina, segir Kjartan Jóhannsson. skoðun 12 STJÓRNMÁL Séra Bjarni Karlsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingar- innar, er ósammála fulltrúum flokks síns í mannréttindaráði Reykjavíkur sem telja að fulltrúar trúfélaga eigi ekki erindi í skóla borgarinnar og hætta eigi kirkju- ferðum á skólatíma. Bjarni segir þetta lýsa van- þekkingu á eðli mannfélagsins. „Hingað til hefur það verið aðall íslenskrar menningar að sam- félagið hefur átt trúnað um það atlæti sem börnum er búið þvert á allar lífsskoðanir. Eigi það að breytast verður sú ákvörðun ekki tekin af mannréttindaráði Reykja- víkurborgar,“ skrifar Bjarni á bloggsíðu sína. - gar / sjá síðu 4 Prestur ósammála flokknum: Skólar úthýsi ekki kirkjunni Framtíð Rooneys óljós Wayne Rooney gæti verið á förum frá Manchester United. sport 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.