Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 2
2 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR JAFNRÉTTISMÁL Kynbundinn launa- munur meðal félagsmanna í Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) mælist nú 16,7 prósent samkvæmt nýrri könnun. Munurinn hefur aukist lítillega frá því í fyrra, þegar hann mæld- ist 15,7 prósent. Árið 2008 var munurinn 18,9 prósent. Kvenkyns félagsmenn í stéttar- félögunum þremur eru með 25,8 prósentum lægri laun en karl- kyns félagsmenn. Þegar tekið hefur verið tillit til aldurs, starfs- aldurs, starfsstéttar og vinnu- tíma er kynbundinn launamunur hins vegar 16,7 prósent. - bj Kynbundinn launamunur: Munur aukist í 16,7 prósent 35% 30% 25% 20% 15% 2010 2009 2008 2007 2006 Launamunur Heimild: Könnun Capacent Gallup Launamunur Kynbundinn launamunur FANGELSISMÁL Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki tald- ir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar. Skammt er liðið síðan kven- kyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veik- ist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættu- legur sjálfum sér eða öðrum,“ segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fanga- varða yfir viðkomandi.“ Spurður hvað valdi því að fanga- vörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krón- ur,“ útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtöku- beiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöð- um sem þekktir eru sem sama- staðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum.“ Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplán- unar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Ef fangarnir séu ekki taldir hættulegir séu fangaverðir ekki látnir vakta þá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fangar eru án gæslu inni á sjúkrahúsum Afplánunarfangar sem liggja á sjúkrahúsi um skemmri eða lengri tíma eru ekki vaktaðir af fangaverði séu þeir ekki taldir hættulegir. Nýlega strauk fangi í tvígang. Lýst var eftir honum í fyrra skiptið en í hið síðara gaf hann sig fram. Bjarki, ertu ekki bara þú? „Jú, einmitt, ég er ekki þessi Bieber. Þótt það sé fínt að vera líkt við hann vil ég bara vera ég – Bjarki Lár.“ Bjarki Lár er fimmtán ára söngvari úr Hafnarfirði sem slegið hefur í gegn með lagið Bara þú. Bjarka er stundum líkt við kanadísku unglingastjörnuna Justin Bieber. VIÐSKIPTI Arion banki, sem á 99,5 prósent í Högum, hyggst selja kjöl- festufjárfesti á bilinu 15 til 29 pró- senta hlut í fyrirtækinu, sem áður var í eigu Baugsfjölskyldunnar svokölluðu. „Fyrsta skref bankans verð- ur að bjóða til sölu kjölfestuhlut í því skyni að fá til liðs við félagið fjárfesti sem veita mun félaginu forystu til lengri tíma. Að lokinni sölu á kjölfestuhlut í Högum verð- ur fagfjárfestum og almennum fjárfestum gefið færi á að kaupa hluti í félaginu, og í kjölfarið er áformað að skrá hlutabréf félags- ins í íslensku kauphöllinni,“ segir í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í gær. Skráningin í Kaup- höllina er áætluð á næsta ári. Þó að ósk Arion banka sé að Hagar verði í dreifðri eign munu ýmsir innlendir og erlendir aðilar hafa lýst áhuga á að eignast stærri hluti í Högum og jafnvel fyrirtækið allt. Bankinn ætlar að skoða öll til- boð og gefur fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa allan hlutinn kost á því að leggja inn tilboð á fyrsta stigi söluferlisins. „Fyrir bankann er númer eitt að selja fyrirtækið á sem hagstæðustu verði,“ sagði Höskuldur H. Ólafs- son bankastjóri í viðtali við Stöð 2 í gærkvöld. - gar Arion banki selur Haga í áföngum og áformar skráningu félagsins í Kauphöllina: Vill fá kjölfestufjárfesti í Haga HÖSKULDUR H. ÓLAFSSON Bankastjór- inn í Arion segir að fyrst og fremst eigi að ná sem hagstæðustu verði fyrir Haga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAKKLAND, AP Starfsmenn olíu- hreinsistöðva í Frakklandi virtu að vettugi beiðni stjórnvalda um að þeir sneru aftur til vinnu. Elds- neytisskortur verður því viðvarandi í landinu enn um hríð. Starfsmennirnir efndu til mót- mæla víða um land gegn hækk- un eftirlaunaaldurs. Hópar ung- menna tóku þátt í mótmælunum og bifreiðastjórar bættust einnig í hópinn. Franska þjóðin er afar ósátt við ákvörðun stjórnvalda um að hækka lágmarks eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár, en hámarksaldur á jafnframt að hækka úr 65 árum í 67 ár. Nicolas Sarkozy forseti mælir fyrir daufum eyrum þótt hann bendi á að eftirlaunaaldur í Frakklandi verði eftir sem áður sá lægsti sem þekkist í Evrópu. Hann nær heldur ekki eyrum þjóðarinnar þótt hann bendi á að Frakkar lifi nú mun leng- ur en áður og að eftirlaunasjóðir séu óðum að rýrna. Verkföll olíuvinnslustarfsmanna hafa haft gríðarleg áhrif í Frakk- landi. Ökumenn hafa hamstrað elds- neyti í stórum stíl, en bensínstöðvar eru að tæmast hver af annarri. - gb Frakkar mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs enn af fullri hörku: Enn skortir eldsneyti í Frakklandi ÓEIRÐIR Í FRAKKLANDI Til átaka kom víða um land í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Það voru lukkuleg hjón sem komu við hjá Íslenskri getspá með vinningsmiða í lottóinu upp á rúmar 56 milljónir. Miðann góða keypti heimilis- faðirinn í Snælandi á Reykjavík- urvegi í Hafnarfirði. Hann hlust- aði svo á útdráttinn með öðru eyranu á laugardagskvöldið og heyrði kunnuglegar tölur þar sem hann hafði valið þær allar sjálfur. Annar vinningshafi hafði keypt miða í Select við Vesturlandsveg í Reykjavík og fékk 2 milljónir í Jókernum. - gb Lukkuleg hjón í Hafnarfirði: Fengu stóra vinninginn LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í þrjá sumarbústaði á Suðurlandi. Tveir bústaðanna eru í Heiða- byggðarlandi og eru í eigu stétt- arfélags. Þetta er í þriðja sinn sem brotist er þar inn á innan við ári. Í tvö fyrri skiptin náðust þjófarnir með þýfið. Í þetta sinn hafa hinir fingralöngu enn ekki fundist. Þeir stálu flatskjáum. Þriðji bústaðurinn er við Apavatn og einnig í eigu stéttarfélags. Þaðan var stolið raftækjum. - jss Innbrot í þrjá bústaði: Þjófar ófundnir SAMGÖNGUR Engin áform eru uppi um að opna á ný forgangs- hlið í vopnaleit á Keflavíkurflug- velli sem lokað var sumarið 2007. Þetta kemur fram í áliti umboðs- manns Alþingis. Hliðinu, sem gjarnan var nefnt Gullna hliðið, var ætlað að flýta för farþega á dýrari farrýmum í gegnum öryggisleit. Hliðinu var lokað í kjölfar fréttaflutnings, og óskaði umboðsmaður í kjölfar- ið upplýsinga um heimildir til að starfrækja sérstakt hlið. Umboðsmaður fylgdi málinu eftir nýverið og fékk þær upp- lýsingar að ekki stæði til að opna hliðið á ný, og er málinu því lokið af hálfu umboðsmannsins. - bj Skoðar öryggisleit á flugvelli: Gullna hliðið lokað áfram KÍNA, AP Xi Jinping, varaforseti Kína, þykir nú líklegur til að taka við af Hu Jintao forseta á næsta flokksþingi kínverska Kommún- istaflokksins, sem haldið verður eftir þrjú ár. Xi var á efnahagsþingi flokks- ins um helgina hækkaður í tign innan herráðs flokksins. Línur skýrðust þó lítt á þinginu um hugsanlegar lýðræðisumbæt- ur. Wen Jinbao forsætisráðherra, sem hefur talað um nauðsyn slíkra umbóta, virðist eiga í bar- áttu við íhaldssamari félaga sína í flokknum. - gb Xi hækkaður í tign: Lýðræðið bíður seinni tíma ÞING KOMMÚNISTAFLOKKSINS Um helgina var afgreidd næsta fimm ára áætlun efnahagslífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS GOÐSAGNIR UM SPARPERUR „... flökta“ OSRAM sparperur flökta ekki. Innbyggði rafræni stjórnbúnaðurinn sér til þess. Endursöluaðilar um land allt osram.is Jóh an n Ó laf sso n & C o

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.