Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 6
6 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Freyja Haralds- dóttir Gísli Kr. Björnsson Jóna Sólveig Elínardóttir Kolbrún Baldursdóttir Maríanna Bergsteinsdóttir Salvör Nordal Sigfríður Þorsteinsdóttir Signý Sigurðardóttir Sigursteinn Másson Sindri Guðmundsson Soffía Sigurgeirsdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Þekkir þú einhvern sem er í framboði til stjórnlagaþings? Já 42,2% Nei 57,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Þiggur þú húsaleigubætur? Segðu þína skoðun á visir.is FRÉTTASKÝRING Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboð- um til stjórnlagaþings en nokk- urn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 fram- bjóðendur í hóp- inn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræð- ingur Alþingis og ritari lands- kjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöld- ans. „Þetta setur okkur í svolít- ið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á.“ Komi ágallar í ljós gefast fram- bjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frest- ur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dóms- málaráðuneytisins að útbúa kynn- ingarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofu- stjóri segir að þótt fjöldi frambjóð- enda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þing- ið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslu- manna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna,“ útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote“, en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smá- atriðum hvernig staðið verður að því,“ segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmynd- band fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlaga- þings 27. nóv- ember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Fjöldi framboða kom öllum í opna skjöldu Um 500 manns hafa boðið sig fram til stjórnlagaþings. Nú er farið yfir hvort atkvæðin séu öll gild. Séu ágallar gefst fólki færi á að laga þá. Í kjölfarið verður útbúið kynningarefni fyrir frambjóðendur og kosningakerfið sem fáir þekkja. HJALTI ZÓPHÓNÍASSON ÚRELT? Kristján IX afhenti Íslendingum stjórnar- skrána á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar 1874. Hún hefur lítið breyst síðan. Nú á stjórnlagaþing að taka hana til endurskoðunar. Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.09.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @ Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is MÓTMÆLI Rúmlega 4.100 manns hafa nú skrifað nafn sitt á undir- skriftalista á netinu til að mót- mæla fyrirhuguðum áætlunum STEFs um aukin internetgjöld. „Við mótmælum hér með hug- mynd STEFS um álagningargjöld á nettengingum hjá viðskipta- vinum sem eru í viðskiptum hjá netveitum á Íslandi. Við ætlum ekki að greiða hærri gjöld fyrir nettengingar hjá okkur og allra síst ef aurinn fer til STEFS sem á að kalla STEFGJÖLD! þið takið nú nóg af okkur,“ segir á síðunni www.netfrelsi.is. - sv Hugmyndum STEF mótmælt: Fjögur þúsund undirskriftir BELGÍA, AP Tilraunir til að mynda nýja ríkisstjórn í Belgíu fóru eina ferðina enn út um þúfur í gær, fjór- um mánuðum eftir þingkosningar. Nokkrir stjórnmálaleiðtogar hafa gert árangurslausar til- raunir til stjórnarmyndunar, en harkalegar deilur frönskumælandi og flæmskumælandi íbúa lands- ins hafa komið í veg fyrir að þing- meirihluti verði að veruleika. Í þetta var skiptið var það Bart de Wever, leiðtogi Nýja flæmska bandalagsins, stærsta stjórn- málaflokks landsins, sem fór á fund Alberts konungs og sagðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. Flokkur de Wevers fékk 27 pró- sent atkvæða og hafði lagt áherslu á að skipta landinu upp, eins og flæmingjar í norðurhluta landsins hafa margir hverjir barist fyrir, en frönskumælandi Vallónar í suður- hlutanum mega ekki heyra á það minnst. Hann kynnti í síðustu viku tillög- ur að málamiðlun, sem snerust um að flæmskumælandi og frönsku- mælandi hlutar landsins tækju að sér skattheimtu að hluta, og fengju þar með traustari tekjustofna. Frönskumælandi stjórnmála- menn höfnuðu þessum hugmynd- um samstundis, og því fór sem fór. - gb Stjórnarmyndunartilraunir fóru enn eina ferðina út um þúfur í Belgíu: Engin málamiðlun í sjónmáli BART DE WEVER Leiðtogi flæmskumæl- andi aðskilnaðarsinna náði ekki að mynda meirihluta. NORDICPHOTOS/AFP Framboð til stjórnlagaþings Vilhjálmur Þorsteinsson Þór Gíslason Þórður Már Jónsson Framboð til stjórnlagaþings stigur@frettabladid.is FILIPPSEYJAR, AP Á annað hundrað þúsund manns voru fluttir burt frá strandsvæðum á Filippseyj- um áður en fellibylurinn Megi skall á í gær. Fárviðrið olli miklu tjóni og kostaði að minnsta kosti þrjá menn lífið. Þegar veðrið gekk niður lágu tré og símastaurar eins og hrá- viði um landið. Fyrrverandi hers- höfðingi sagði undirbúninginn fyrir ofviðrið einna helst hafa líkst undirbúningi fyrir styrjöld. Veðrið olli einnig miklu tjóni í nágrannaríkjunum, meðal annars í Víetnam og Kína. - gb Fellibylur á Filippseyjum: Íbúar fluttir frá strandsvæðum FÁRVIÐRI Eitt versta veður sem komið hefur á Filippseyjum. NORDICPHOTOS/AFP Þrengir að talibönum Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan segjast hafa lokað birgða- flutningaleiðum uppreisnarmanna víða í Afganistan. Uppreisnarsveitir bregðast við með því að kúga fé úr heimafólki. AFGANISTAN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.