Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 8
8 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu Pennans í síma 540 2050 eða þjónusturáðgjafa í verslunum Pennans; Hallarmúla 2, Hafnarstræti 93 Akureyri, Strandgötu 31 Hafnarfirði, Sólvallagötu 2 Keflavík, Dalbraut 1 Akranesi, Hafnarstræti Ísafirði, Bárustíg 2 Vestmannaeyjum og Pennanum TRS, Eyrarvegi 37, Selfossi. Sýningarsalir húsgagnasviðs eru í Hallarmúla 4, Reykjavík og Hafnarstræti 93, Akureyri. www.penninn.is | pontun@penninn.is Fáanlegur í öllum verslunum Pennans Nýr vörubæklingur Bræðraborgarstíg 9 Á Siglufirði finnst ung kona blóðug og hálfnakin í snjónum, nær dauða en lífi, aldraður rithöfundur deyr á grunsamlegan hátt og gleymdir glæpir fortíðar koma upp á yfirborðið í myrkri, kulda og endalausum snjó. Blóðugir glæpir á Siglufirði! ALLIR VELKOMNIR – LÉTTAR VEITINGAR! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Í dag kl. 17 fögnum við útgáfu á glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, í Eymundsson Skólavörðustíg. Allir velkomnir! EFNAHAGSMÁL Fjórði hver félags- maður í stéttarfélögunum Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur og nágrennis (VSFK), svokölluðu Flóabanda- lagi, hefur dregið úr útgjöldum sínum til heilbrigðismála vegna versnandi fjárhags. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoð- anakönnunar sem gerð var meðal félagsmanna. Ríflega helmingur félagsmanna hefur áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni. Mestar áhyggjur hefur fólk á aldrinum 25 til 34 ára, en ríflega sex af hverjum tíu í þeim hópi hafa áhyggjur af fjárhagnum. Um fimmtungur félagsmanna hefur leitað sér aðstoðar vegna fjármála sinna, og tíundi hver hefur leitað eftir aðstoð banka eða fjármálastofnana, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Félagar í Eflingu, Hlíf og VSFK vinna yfirleitt hefðbundin láglaunastörf á borð við almenn verkamannastörf, störf við ræst- ingu, leiðbeinendastörf á leikskól- um og önnur sambærileg störf. Um var að ræða símakönnun sem unnin var af Capacent Gallup fyrir Eflingu, Hlíf og VSFK. Hringt var í 2.366 manns dagana 26. ágúst til 20. september. Svar- hlutfallið var 54,4 prósent. - bj Um helmingur hefur áhyggjur af fjármálunum: Fjórðungur eyðir minna í heilbrigði HEILBRIGÐI Meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni eyddi minna í ferðalög og skemmtanir, en fjórðungur eyddi einnig minna til heilbrigðismála. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.