Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. október 2010 11 FRÉTTASKÝRING Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgar- stjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgar- stjóra breyttist umtalsvert, og varð skrifstofustjóri að nokkurs konar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breyt- ingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlut- inn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borg- arfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunverulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meiri- hluta Besta flokksins og Samfylk- ingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjór- anum tímabundið falið það verk- stjórnarhlutverk fyrir hönd borg- arstjóra sem borgarritari hafi áður farið með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við laga- deild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöð- ur sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og sam- þykktum sveitarfélaga um að aug- lýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breyt- ingar á starfi leiði af sér að Reykja- víkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það megi ganga töluvert langt í skipulags- breytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi,“ segir Trausti. Hann segir þó vara- samt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara fram- hjá auglýsingaskyldunni.“ Engin bein regla sé um þetta hjá sveitar- félögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerð- ar á starfi skrifstofustjórans. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar væru svo viðamiklar að auglýsa þyrfti starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrif- stofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgar- stjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipurit- inu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Fulltrúar minnihlutans hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyld- um sínum. Því hafa fulltrúar meiri- hlutans hafnað. Þó að óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru vænt- anlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjór- ans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofu- stjórans. brjann@frettabladid.is Ráðning skrifstofu- stjóra á gráu svæði Óljóst er hvort auglýsa hefði átt starf skrifstofustjóra borgarstjóra þegar starf- inu var breytt verulega á dögunum. Almennt má ganga langt í skipulagsbreyt- ingum án þess að auglýsa, segir lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands. SKYLDUR Breytingar á starfi skrifstofu- stjóra borgarstjóra vekja að mati minni- hlutans spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Segja má að með breytingum sem meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur gert á starfi skrifstofustjóra borgarstjóra sé embætti borgarritara vakið upp að nýju. Það var lagt niður í nóvember 2007 af þáverandi meirihluta. Eftir breytingarnar er skrifstofustjórinn æðsti embættismaðurinn í stjórnkerfinu, að borgarstjóra undanskildum. Undir hann heyra sviðsstjórar borgarinnar og aðrir yfirmenn í borgarkerfinu sem áður heyrðu beint undir borgarstjóra. Skrifstofustjórinn tekur þar með við ákveðnu verkstjórnarhlutverki borgarstjóra, eins og segir í greinargerð með tillögu meirihlutans sem var samþykkt í síðustu viku. Meirihlutinn hefur vísað til þess að fyrir dyrum sé umfangsmikil skoðun á stjórnkerfi borgarinnar. Vinna við það muni lenda að miklu leyti á herðum skrifstofustjórans. Breytingarnar eru tímabundnar og munu gilda í eitt ár. Ekki þótti rétt að festa stöðuna betur í sessi, þar sem endurskoðun á stjórnkerfinu stendur fyrir dyrum og rétt þykir að sjá þær áherslur sem þar komi fram áður en ákveðið verði hvort þessu fyrirkomulagi verði við haldið. Uppvakningur borgarritarans Á siminn.is sérðu hvort þitt heimili hefur aðgang að Sjónvarpi Símans. Til að ná Sjónvarpi Símans þarf að hafa ADSL tengingu hjá Símanum. Mesta úrval landsins heima í stofu Það er Fyrir aðeins 790 kr. á mánuði færðu opnu, íslensku stöðvarnar og þrjár erlendar. Einnig færðu SkjáBíó þar sem þú getur leigt þér þúsundir bíómynda og auk þess séð sjónvarpsþætti og úrval efnis á 0 kr. Fáðu þér Sjónvarp Símans í 800 700, siminn.is eða í næstu verslun. Sjónvarp Símans: Sími Netið Sjónvarp þurrkar hendur vel á 10 sekúndum. Notar 80% minni orku en hefðbundnir hand- þurrkublásarar. Loftblástur síaður með HEPA-filter sem fjarlægir meira en 99,9% af bakteríum úr blæstrinum. handþurrkublásari www.tandur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.