Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.10.2010, Qupperneq 12
12 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavand- ann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eign- um sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda. Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrissjóð- anna eru vondar. Sjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiddu og enginn stjórnmálamað- ur getur tekið sér rétt til þess að ráðskast með þá. Ömurlegast er vitaskuld að horfa upp á að þeir sem teljast talsmenn alþýðu og launafólks skuli fást til að ræða þvílíka ósvinnu. Fráleitast og furðulegast af öllu er þegar fyrrverandi forystumenn samtaka launþega hafna ekki slíku tali umsvifa- laust. Þar hverfur trúverðugleiki þeirra. Lífeyrissjóðir eru reistir á trúnaðarsam- bandi launafólks við stjórnvöld. Með lög- gjöf var launamanninum gert að trúa líf- eyrissjóðnum fyrir hluta af afrakstri vinnu sinnar, hluta af launum sínum, til þess að geyma þau fyrir hann til elliáranna, frekar en að hann forvaltaði þessa peninga sjálfur. Þennan sáttmála má ekki rjúfa. Enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki eða skoðanahópi sem hann stendur, á að láta sér til hugar koma eignaupptöku af því tagi sem hér um ræðir. Allir þeir flokkar sem hafa átt fulltrúa á Alþingi undanfarna áratugi, hvort sem þeir eru nú utan stjórn- ar eða innan, hafa átt sína hlutdeild í gerð og viðhaldi þessa sáttmála launamannsins við sjóð sinn, löggjafann og ríkisvald. Því er ótrúlegt og dapurlegt að horfa á tillög- ur frá sumum stjórnmálaflokkanna eða áhrifamanna innan þeirra, þar sem ekki grillir í skilning á ábyrgð þeirra á sáttmál- anum fyrir áfergju í almenna niðurskrift skulda. Slíkt sómir ekki, engum flokki, engum stjórnmálamanni. Sú stofnun, það stjórnvald, sem gerði öllum að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð, getur ekki og má ekki síðar ákveða að láta hirða þennan sparnað til annarra verkefna. Það væru griðrof. Aldrei, aldrei, má það gerast. Aldrei, aldrei Skuldamál Kjartan Jóhannsson fyrrverandi alþingismaður Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrissjóðanna eru vondar. VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 515 7170 Endemis vandræði Gríðarlegur fjöldi frambjóðenda til stjórnlagaþings veldur hvarvetna vandræðum. Fjölmiðlar þurfa til dæmis að gera upp við sig hvernig í ósköpun- um þeir ætla að gera þeim öllum skil svo vel sé. Þar vilja væntanlega allir standa sig. Líklega er höfuðverkurinn þó hvergi meiri en í Efstaleiti, enda hefur RÚV lagalegum skyldum að gegna gagnvart þjóðinni. Stofnunin skal lögum samkvæmt tryggja almenningi hlutlægar upplýsingar um mikilvæg málefni, eins og stjórnlagaþing- skosningarnar eru sannarlega. Hver verður fyrstur? Það þýðir væntanlega að hver fram- bjóðandi þarf að geta komið boðskap sínum á framfæri í ríkismiðlinum. Og jafnvel þótt hver og einn fengi ekki nema 20 sekúndur til að kynna sig og stefnumál sín tæki það samt vel á þriðja tíma fyrir 500 manns. Og þá ríður á að vera framarlega í röðinni. RÚVarar klóra sér líklega í kollinum næstu daga. Spurull Kristján Kristján Þór Júlí- usson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í fjárlaganefnd, er spurull í frétt á Vísi í gær um fyrirhuguð kaup á sendiherra- bústað í London fyrir 800 og eitthvað milljónir. „Maður spyr sig hvaða áherslur þetta eru … Það er spurning hvort við eigum að halda þessu öllu úti … Menn spyrja sig hvort það sé nauðsynlegt að eiga sendi- ráðsbústað fyrir 835 milljónir,“ spyr Kristján. Þessar áhyggjur Kristjáns eru eðlilegar, enda alls staðar verið að skera við nögl. En ef Kristjáni finnst óforsvaranlegt að kaupa hús í London fyrir hátt í milljarð, væri þá ekki bara rétt af honum að segja það beint út? Maður spyr sig. stigur@frettabladid.is S amkomulag Íslands og Kanada um samstarf í varnar- málum, sem undirritað var í Brussel í síðustu viku, er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð að treysta öryggi og varnir Íslands eftir brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Samkvæmt samkomulaginu munu Ísland og Kanada auka samráð, upplýsingaskipti og samvinnu um menntun og þjálfun liðsafla, til dæmis starfsmanna Landhelgisgæzlunnar, Keflavíkurflugvallar og Varnar- málastofnunar sem taka þátt í að þjónusta NATO-flugsveitirnar sem hingað koma til að taka þátt í loftrýmisgæzlu. Þá er fyrir- huguð þátttaka Kanadamanna í heræfingum hér á landi. Eftir brottför liðs Banda- ríkjamanna á Keflavíkurflug- velli hafa nokkur markviss skref verið stigin til að efla samstarf Íslands og annarra NATO-ríkja. Tvíhliða samningar hafa áður verið gerðir við nána bandamenn okkar við Norður-Atlantshafið; Noreg, Danmörku og Bretland. Nú bætist Kanada í hópinn, en þessi ríki eiga augljóslega sameigin- lega hagsmuni með Íslandi að því er varðar eftirlit með vaxandi skipa- og flugumferð um norðurslóðir og viðbrögð við ýmsum afleiðingum hlýnandi loftslags. Það liggur til dæmis fyrir að leit og vinnsla olíu og gass mun færast norður á bóginn í vaxandi mæli og skipaflutningar með eldsneyti um norðurhöf munu auk- ast. Öryggi þessarar orkuvinnslu og -flutninga þarf að tryggja, bæði í þágu umhverfisverndar og hernaðarlegs öryggis. Til viðbótar við samningana við nágrannaríkin hefur Ísland gert samkomulag við Atlantshafsbandalagið um að ríki þess skiptist á að sinna hér loftrýmisgæzlu nokkrum sinnum á ári. Allt á þetta sinn þátt í að efla öryggi Íslands. Markmiðið er ekki að hér verði landvarnir með sama hætti og þegar varnarliðsins naut við, heldur að tryggja reglubundna nærveru herafla ann- arra NATO-ríkja. Að hér myndist ekki öryggistómarúm, heldur sé sýnt fram á að NATO hafi áfram áhuga á Íslandi og Norður- Atlantshafinu og að herir aðildarríkjanna séu hér hagvanir og við öllu búnir. Unnið var ötullega að því að bregðast við brotthvarfi varnar- liðsins í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og síðar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Kannski furða ein- hverjir sig á að núverandi ríkisstjórn, með Vinstri græna innan- borðs, standi að gerð samkomulags eins og nú hefur verið gert við Kanada. Það þarf þó ekki að koma á óvart. Fyrirrennari VG, Alþýðubandalagið, lét sig hafa það að hér væri varnarlið og Ísland í NATO, þegar flokkurinn sat í ríkisstjórn. Alþýðubandalagið vildi ekki tefla áhrifum sínum á landsstjórnina í tvísýnu með því að gera varnarmálin að frágangssök. VG sýnir augljóslega sama raunsæi. Það er reyndar ögn skondið að VG skuli hafa hamazt gegn áformum fyrirtækis, sem vill gera út vopnlausar herflugvélar frá Keflavík, en leggi blessun sína yfir aukið samstarf á sviði alvöru heræfinga. En það sýnir samt að flokkurinn getur axlað ábyrgð þegar um alvörumál eins og varnir og öryggi landsins er að ræða. Samkomulag Íslands og Kanada um aukið samstarf í varnarmálum er jákvætt skref. Nærvera NATO Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.