Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 15
 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 S att best að segja hélt ég að ég myndi bara upplifa þetta sem hreina og beina kvöð, datt ekki í hug að ég myndi finna til jafn mikillar til- hlökkunar og þegar hlaup stend- ur fyrir dyrum,“ segir Ólafur Grétar Kristjánsson um reynslu sína af Hlaupasamtökum lýðveld- isins, sem hafa síðasta aldarfjórð- unginn staðið fyrir útihlaupi í Vesturbæ Reykjavíkur. Ólafur segir góðan félagsskap hafa ráðið því að hann gerðist sjálfur meðlimur í samtökunum fyrir fimm árum og seinna ritari, sem í eru skemmtilega ólíkir ein- staklingar úr öllum stigum sam- félagsins sem eiga jafnvel áhuga- málið eitt sameiginlegt. „Þetta er fjölbreytt flóra og sumir að þessu sér til heilsubótar og ánægju meðan aðrir eru að halda sér í formi fyrir lengri hlaup,“ segir hann og getur þess að svo góður sé félagsskapurinn að sumir láti sig hafa það að keyra úr öðrum bæjarfélögum til að vera með. Að sögn Ólafs gerir hópurinn sér þó margt fleira til dægra- styttingar en að hlaupa, fram undan sé til dæmis kvöldverðar- boð í tilefni af 25 ára afmælinu. „Við ætlum bara að hittast félagarnir til að borða saman og njóta samvistanna á þessum tímamótum,“ segir hann og bros- ir og getur þess að ávallt sé vel tekið á móti nýjum meðlimum. Allar upplýsingar megi nálgast á vefsíðu samtakanna, hlaup.blog. is/blog/hlaup/. roald@frettablaðið.is Ólafur í fararbroddi Hlaupasamtaka lýðveldisins. Þau standa fyrir útihlaupi frá Vesturbæjarlauginni þrisvar sinnum í viku, á mánu- dögum og miðvikudögum klukkan 17.30 og á föstudögum klukkan 16.30. fréttablaðið/stefán Hlaupasamtök lýðveldisins fagna 25 ára afmæli: Betri líðan og bættur árangur er yfirskrift fyrirlestrar sem Nanna Kristín Christiansen heldur í Listasal Mosfellsbæjar annað kvöld klukkan 20. Þar fjallar hún um hlutverk foreldra í aukinni velferð barna í skólum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. www.mos.is Endurspeglum alla flóruna Tímapantanir 534 9600Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með hátalara til allra átta. Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta Frí ráðgjöf í mars og apríl ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu. SURROUND KRINGÓMA Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Áklæði að eigin vali Endalausir möguleikar 285.9 00 krRí n Hor nsófi 2H2 Verð frá Púðar í úrvali Verð frá 2.900 kr Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.