Fréttablaðið - 19.10.2010, Side 16

Fréttablaðið - 19.10.2010, Side 16
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að karlmenn með þvagleka og ristruflanir hafa mikið gagn af grindarbotnsæfingum. Fagdeild þvagfærahjúkrun- arfræðinga heldur af því tilefni fræðslufund á morgun þar sem dr. Grace Dorey, prófessor í sjúkra- þjálfun við Vestur-Englandshá- skóla í Bristol, verður með erindi um hvernig nota má grindarbotns- þjálfun til þess að vinna bug á þvagleka og ristruflunum karla. Hólmfríður Traustadóttir, þvagfærahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, er ein þeirra sem standa að fræðslufundinum. „Til okkar koma karlmenn sem fara í aðgerðir eða geislameðferð vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli. Slíkum aðgerðum og með- ferð getur fylgt þvagleki og rist- ruflanir sem hafa áhrif á lífsgæði karlmanna,“ segir hún. Talið er að einn af hverjum tíu karlmönnum þjáist af þvagleka einhvern tíma á ævinni, og þá oft í kjölfar aðgerða. Hins vegar er talið að um fjörutíu til fimmtíu prósent karlmanna um fimmtugt séu með ristruflanir en svo eykst vandamálið með vaxandi aldri. Ástæður ristruflana eru að sögn Hólmfríðar margar fyrir utan aukinn aldur. „Það geta verið sjúk- dómar sem stafa af lifnaðarhátt- um, sykursýki 2, háum blóðþrýst- ingi, offitu, lyfjum, reykingum og misnotkun áfengis.“ Á fyrirlestrinum, sem verður á morgun í húsi Krabbameins- félagsins að Skógarhlíð 8 klukk- an 17.30, mun dr. Dorey fjalla um áhrif grindarbotnsæfinga á þvagleka og ristruflanir. Þar kynnir hún rannsóknarniðurstöð- ur sínar og fjallar um þær. Dr. Dorey hefur skrifað eftirtaldar bækur um þetta efni: Living and Loving after Prostate Surgery og Use It or Lose It. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. solveig@frettabladid.is Grindarbotnsþjálfun gegn þvagleka og ristruflunum Fagdeild þvagfærahjúkrunarfræðinga hefur fengið dr. Grace Dorey, prófessor í sjúkraþjálfun við háskóla í Bristol, til að halda fyrirlestur um rannsóknir sínar á áhrifum grindarbotnsþjálfunar fyrir karla. Heilsan er heiti nýs fríblaðs sem Birtíngur gefur út. Fyrsta tölu- blaðið kom út á föstudaginn var. Nýtt tímarit um heilsu frá Birt- íngi útgáfufélagi kom út síðast- liðinn föstudag. Áætlað er að tímaritið, sem er frí- blað, komi út annan hvern mánuð. Því er dreift í h e l s t u verslanir á landinu og á líkams- ræktar- stöðvar. „Okkur fannst vanta jákvætt og létt blað um heilsu,“ segir Halldóra Anna Haga- lín, ritstjóri Heilsunnar. „Blaðið skiptist í fjóra flokka: húð, hár, líkama og sál, og í hverjum kafla er viðtal við einstakling sem hefur með þann flokk að gera,“ útskýr- ir hún. Í fyrsta tölublaðinu er að finna viðtal við jógakennara og einkaþjálfara, sem meðal annars gefur góð ráð til líkamsræktar heima. - rat Nýtt fríblað um heilsu Út er komið nýtt fríblað um heilsu sem hægt er að nálgast á líkams- ræktarstöðvum og í helstu verslunum um land allt. MYND/BIRTÍNGUR Evrópska endurlífgunarráðið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í stað þeirra sem komu út 2005. Leiðbeiningarnar byggja á niðurstöðum nýjustu rannsókna á meðferð og árangri í endurlífgun. Nánar á www.endurlifgun.is Hólmfríður Traustadóttir og Arnfríður Gísladóttir eru í forsvari fyrir fagdeild þvagfærahjúkrunarfræðinga, sem stendur fyrir áhuga- verðum fyrirlestri í Skógarhlíð 8 á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viltu fræðast um orkustöðvar líkamans? Marta Eiríksdóttir Námskeið í Gerðubergi, Reykjavík laugardaginn 30.október kl. 12:00 Sjakradans chakra dance Dans og jógastöður í gegnum orkustöðvarnar Ég hafði sótt dansjóga námskeið og hikaði því ekki við að skrá mig þegar ég sá auglýst námskeið í Sjakradansi. Að eiga nokkrar klukkustundir þar sem við vorum leiddar áfram í mjúkum fallegum hreyfingum og hugsunum um hverja orkustöð í líkamanum var yndislega nærandi fyrir líkama og sál. Andrúmsloftið var einstaklega frjálslegt og notalegt. - Þóra Kristinsdóttir Skráning í síma 848 5366 www.pulsinn.is Agil eru nett og nýtískuleg í hendi en nánast ósýnileg á bak við eyra © 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil ...og njóttu þess besta með Agil heyrnartækjum Upplifðu nýja hljóðveröld... Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum við aðra. Upplifðu nýja og betri hljóðveröld með Agil heyrnartækjum. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s vhs spólu í kolaportinu Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna eða 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.