Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 19
bílar ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Veðurguðirnir brostu á jeppaferð fjöl- skyldunnar síðastliðinn laugardag. Rétt um níutíu jeppar tóku þátt í jeppaferð fjöl- skyldunnar, sem Bílabúð Benna stóð fyrir síð- astliðinn laugardag í einmunablíðu. Ferðin þótti vel heppnuð í alla staði og reyndi passlega mikið bæði á bíla og menn. Þá vildi svo vel til að einhver heitasti októberdagur sögunnar var á Suðurlandi þennan dag. Safnast var saman við Vagnhöfða í Reykjavík klukkan hálf níu að morgni og svo brunað um Þingvöll yfir á Laugar- vatn. Lagt var í torfæruna við Miðfell og ekið upp að Gullkistu, þaðan sem haldið var í norður og niður á Rótarsand að Hlöðufelli og svo yfir í Lambahraun með raflínuvegi til vesturs. Línuveginum var fylgt að Mosafjalli og slegið upp grilli og borðað undir harmonikkuspili. Þá var einn ferðalangur svo heppinn að vinna glæ- nýjan Nokia-farsíma í boði Hátækni, sem auk Skeljungs og fleiri fyrirtækja styrkti ferðina. Að borðhaldi og slökun lokinni var haldið niður Mosaskarð yfir á Haukadalsheiði og í gegnum skógræktina niður í Haukadal, þar sem ferðafólk kvaddist við Geysi. Ferðir sem þessi eru árviss viðburður hjá eigendum jeppa sem ættir eiga að rekja til Bílabúðar Benna og var í upphafi farar ekki að heyra að menn kviðu fyrir því að stýra hátt í hundrað jeppum í svona ferð. Benedikt Eyjólfs- son, stofnandi Bílabúðar Benna, rifjaði upp að einhvern tíman hefðu verið 850 jeppar á ferð þegar 4x4 klúbburinn átti afmæli. „Og fyrst okkur tókst að komast vel frá þessari ferð hlýt- ur að ganga vel núna,“ sagði hann og reyndist sannspár. - óká Ferðalangar í jeppaferð fjölskyldunnar með Bílabúð Benna voru með eindæmum heppnir með veður síðasta laugardag, en þá var slegið hitamet í október á Suðurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna, spallar við ferðalanga undir Mosfjalli. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Nær hundrað bílar í árvissri ferð Sex starfsmenn íslenska fyrir- tækisins Arctic Trucks eru nú við störf í Suður-Afríku við breytingar á sex Toyota Hilux jeppum. Áður hafði fyrirtækið breytt tveimur jeppum hér heima og sérsmíðað allan aukabúnað í þá sex sem nú er unnið við í Suður-Afríku. Bíl- arnir verða síðan fluttir til Suður- skautslandsins, þar sem þeir munu sinna margþættum verkefnum á komandi árum. Gunnar Haraldsson, sölu- og markaðsstjóri Arctic Trucks, segir jeppana ná margföldum hraða á við beltatækin sem hingað til hafa verið notuð, auk þess sem þeir þurfi minna eldsneyti og viðhald og komist lengra. Fyrsti leiðangur nýju bílanna verður farinn í byrjun nóvem- ber og fara þaulreyndir íslenskir fjallamenn með í þá ferð. Áætlað er að um tuttugu starfsmenn Arc- tic Trucks komi að verkefninu með einum eða öðrum hætti. - fsb Íslenskir jeppar á Suðurskautinu Frá og með fyrstu viku nóvember verða tólf pólarjeppar frá Arctic Trucks á Suðurskautslandinu. Sex starfsmenn Arctic Trucks vinna nú í Jóhannesarborg við breytingar á jeppunum. Gamalt gert upp Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sérhæfir sig í viðgerðum á fornbílum. SÍÐA 2 Úr tísku í trukka Tískuljósmyndarinn Roger Snider heldur upp á ofurtrukka. SÍÐA 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.