Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 21
bílar ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 3 Bandaríski ljósmyndarinn Roger Snider hefur mikla ástríðu fyrir ofurtrukkum sem aka um þjóðvegi Ameríku. Roger Snider var harðákveðinn í að verða vörubílstjóri þegar hann var að- eins átta ára. Það fór þó svo að annar draumur varð hinum yfirsterkari þegar hann kynntist ljósmyndun. Hann starfaði lengi sem tískuljósmyndari í Miami, San Francisco, New York og Los Angeles. Fyrir tilviljun fékk hann verkefni við að mynda sannkallaða ofurtrukka fyrir leikstjóra sem vann að mynd um slík farartæki. Stuttu síðar fór hann á sína fyrstu trukkasýningu og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrir utan önnur ljósmyndaverk- efni hefur Snider haft það að ástríðu að mynda flottustu trukka landsins og heimsins en hann hefur einnig ferð- ast til annarra landa og mynd- að trukkamenningu þeirra. Hann hefur gefið út tíu ljós- myndabækur þar sem trukk- ar eru í sviðsljósinu en helsta markmið Sniders er að kynna trukkamenning- una fyrir almenningi. Þeim sem vilja kynna sér starf Sniders nánar er bent á www.ultrarigsoftheworld. com og www.rogersnider. com. - sg Ofurtrukkar á þjóðvegum Ameríku Mikið hefur verið lagt í innviði sumra trukkanna. Trukkarnir eru margir hverjir ævintýra- legir á að líta. MYNDIR/ROGER SNIDER Helgi Þórsson myndlistarmaður á lítið lillablátt rúgbrauð með gardínum. Tegundin er ítölsk og heitir Piaggio, eins og vespurn- ar. Árgerðin er 2000. „Ég var að leita að svona bíl í fyrrasumar til fara á til Noregs með málverk á sýningu í Moss. Var á ferð í Hafnarfirði og sá þennan standa bilaðan utan við verkstæði. Ég hafði samband við eigandann og falaði af honum bíl- inn. Síðan lét ég gera við hann, málaði hann og setti upp gard- ínur, tók svo Norrænu til Dan- merkur og aðra ferju þaðan yfir til Noregs.“ Sá fjólublái hefur sést á hvíta tjaldinu því Helgi lánaði hann í kvikmyndina Kóngavegur. Þá voru gardínurnar teknar úr að hluta og Helgi kveðst ekki hafa komið því í verk að setja þær upp aftur. En skyldi Piaggio vera sparneytinn? „Já ef maður keyr- ir ekki eins og bjáni,“ segir eig- andinn glaðlega. „Hann er samt svolítið eins og mótorhjól, maður finnur svo vel fyrir hraðanum og það hvetur mann til að glanna svolítið.“ - gun Bíllinn úr Kóngavegi Helgi sá bílinn fyrir utan verk- stæði í Hafnarfirði, hringdi í eigandann og falaði gripinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Borgardekk ● AÐ SKIPTA UM DEKK ■ Drepið á bílnum og setjið í handbremsu. ■ Takið hjólkopp af og losið rærnar. ■ Tjakkið bílinn upp og takið dekkið undan. ■ Rennið varadekkinu upp á boltana og festið rærnar. ■ Látið bílinn síga niður og takið tjakkinn undan. ■ Herðið rærnar vel. ■ Akið á dekkjaverkstæði. Heimild: Svona á að... eftir Derek Fagerstrom, Lauren Smith og fleiri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.