Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 22
 19. OKTÓBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● bílar Vel merktur vörubíll. Slök útkoma Hvalfjarðarganganna í jarð- gangaúttekt EuroTAP var meðal þess sem rætt var á morgunverðarfundi samgöngu- nefndar Evrópuþingsins í Brussel í síðustu viku. Fulltrúar FÍB sátu fundinn með Brian Simpson, formanni samgöngunefndar Evr- ópuþingsins, ásamt fulltrúum nokkurra bifreiðaeigendafélaga innan FiA. Eins og fram kemur á fréttavef FÍB var rætt á fundinum almennt um bætt umferð- aröryggi, starfsemi og öryggismarkmið Evrópudeildar FIA og aðildarfélaga innan samtakanna, þar á meðal FÍB. Robert Sauter frá ADAC í Þýskalandi, stjórnandi EuroTAP, lýsti Hvalfjarðar- göngunum sem svartholi með engu inni í. Það vekti athygli að tiltölulega nýleg veg- göng reyndust svo aftarlega á merinni í öryggismálum. Af þeim 26 göngum sem tekin voru út af EuroTAP á þessu ári hefðu fern göng reynst hafa öryggiságalla og ein þeirra þó sýnu verst – Hvalfjarðargögnin á Íslandi. Nánar verður hægt að lesa um könnun- ina í FÍB blaðinu. - rat Göngin sögð vera svarthol Hvalfjarðargöngin voru sögð svarthol með engu inni í á fundi samgöngunefndar Evrópuþingsins í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kennslubifreið Öku- og vinnu- vél a skól a Í s l a nd s f y r i r meiraprófskennslu hefur verið auð- kennd að aftan með endurskinsborð- um sem ramma flutningakassann inn. Það gefur ótvírætt til kynna að um stóran bíl sé að ræða. Knútur Halldórsson, skóla- stjóri Öku- og vinnuvélaskóla Ís- lands, segir þetta vera lið í um- ferðaröryggi enda eigi skólinn að vera öðrum til eftirbreytni. „Víða í Evrópu eru stórir bílar merktir með þessum hætti. Nú er að koma svartasta skammdegið hjá okkur hér á Íslandi og okkur fannst til- valið að merkja okkar bíl á sama hátt. Þetta hefur vakið eftirtekt og margir hafa hringt í okkur, bæði með fyrirspurnir og einnig til að lýsa ánægju sinni.“ - gun Alvöru endurskin ● ELDSNEYTISSPAR- ANDI AKSTUR Hér eru nokkur mikilvæg atriði í sam- bandi við vistakstur: ■ Skiptu snemma upp ■ Forðastu háan snúningshraða ■ Haltu jöfnum hraða ■ Forðastu ónauðsynlega hemlun ■ Aktu strax af stað eftir ræsingu ■ Notaðu hraðastilli og hand- virka hraðatakmörkun ■ Forðastu ónauðsynlegan lausagang ■ Ekki vera með dót í bílnum sem þyngir hann að óþörfu ■ Réttur loftþrýstingur skal vera í dekkjum Við leitum að góðu fólki Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli ALLT ATVINNA fylgir helgarblaði Fréttablaðsins... og birtist á í viku ...ég sá það á visir.is landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins – og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.