Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2010, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 19.10.2010, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 19. október 2010 5 Hvað á ég að borða? Þessari spurningu þurfum við að svara á hverjum degi og vefst gjarnan tunga um tönn. Í handbókinni Mataræði gæti verið einhver svör að finna. Mataræði, hand- bók um hollustu er titill bókar eftir Michael Pollan, sem á baki bók- arinnar er sagður baráttumaður fyrir hollu mataræði. Þetta er fimmta bók hans en fyrir nokkrum árum sökkti hann sér í rannsóknir á mat og matarvenjum í leit að svari við einfaldri spurn- ingu: Hvað á ég að borða? Bókin er byggð upp á þægilegan lesmáta en í henni er að finna 64 regl- ur eða heilræði um mataræði. Heilræð- in eru flest samin af Pollan sjálfum, sem segir að líta eigi á þau sem hugmyndir til að einfalda matarmenn- ingu okkar. Dæmi um heilræði í bókinni eru: „Ekki borða morgunkorn sem breytir litnum á mjólk- inni,“ og „Forðastu mat- væli sem innihalda efni sem engin venjuleg manneskja á í búrskápn- um,“ en þar er vísað til rotvarnarefna ýmiss konar sem finna má í matvælum og bera nöfn eins og etoxýlat-tvíglýseríð. Síðasta heil- ræðið er síðan: „Brjóttu reglurnar við og við.“ - rat Brjóttu reglurnar Mataræði, bók um hollustu eftir Michael Pollan, inniheldur 64 reglur um mataræði. „Starfsemin er fyrir konur sem þurfa stuðning við að bæta lífs- stílinn og skapa jákvætt hugarfar. Við einblínum ekkert á kílóin og hér eru konur með fjölbreytt vaxt- arlag. Þær mæta fjórum sinnum í viku í fjölbreyttar æfingar, sund- leikfimi, teygjutíma og blandaða brennslu.“ Þannig lýsir Elísa Berglind leið- beinandi því sem fram fer í tímum Rósanna í Mecca Spa við Nýbýla- veg. Hún segir þær vera með matarklúbb sem hittist einu sinni í mánuði. Þá taka þrjár til fjórar konur sig saman og elda eitthvað hollt og gott heima hjá einni þeirra og bjóða svo hinum í hópnum. „Inntakið í okkar matarstefnu er að neyta flestra fæðutegunda, fá sér einu sinni á diskinn, borða reglulega yfir daginn og aldrei sleppa úr máltíð,“ segir Elísa Berglind og gefur lesendum upp- skrift að léttum og ljúffengum rétti. - jma, gun Kjúklingur, grænmeti, salsa og létt dressing Rósirnar eru hópur kvenna sem hittist í Mecca Spa á Nýbýlavegi og setur eigin vellíðan, hreyfingu og hollt mataræði í fyrsta sæti. Elísa Berglind Sigurjónsdóttir er önnur tveggja sem halda utan um starfsemina. Elísa Berglind er leiðbeinandi Rósanna í Mecca Spa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 3 kjúklingabringur oregano rósmarín grænmetiskrydd sveppir rifinn ostur 2 tsk. chili olía ólífuolía grænmeti, t.d. grasker, laukur, sveppir, paprika, gulrætur, brokkolí, blómkál – bara eftir smekk og hugmyndaflugi. Hvítlauksolía til steikingar. Hitið olíurnar á pönnu. Skerið kjúkl- ingabringurnar í tvennt, kryddið og steikið. Skerið sveppina í sneiðar og steikið með kjúklingnum. Grænmet- ið er steikt á pönnu og sett í eldfast mót. Kjúklingnum raðað ofan á og smá rifinn ostur settur á hverja bringu ásamt steiktum sveppum. Bakað í ofni í um það bil 30 mínútur. Notið ferskt iceberg, tómata og balsamik til að skreyta diskinn. Í þennan rétt má einnig nota fisk. salsasósa 3 tómatar 1-2 chili 3 stk. hvítlauksgeirar 2 rauðlaukur 1 paprika 3–4 msk. ferskt kóríander (má vera malað en þá þarf aðeins minna) 1/4 tsk. cummin safi úr 1 sítrónu 1/2 sjávarsalt 2 tsk. sæt chili-sósa Skerið allt smátt og blandið saman. Kælið sósuna í ísskáp í tvo tíma áður en hún er borin fram. agúrkudressing 3 dl grísk jógúrt 1 dl vanilluskyr (má sleppa) 1/2 agúrka 1-2 msk. límónu- eða sítrónusafi Hrærið jógúrt, skyr og safa saman. Skerið agúrkuna smátt og setjið út í. KJÚKLINGUR, GRÆNMETI, SALSA OG LÉTT DRESSING fyrir 2-3 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) eru í hverjum 100 millilítrum af sykruðu kóki. Það þýðir að í hálfum lítra eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Ef þessu er breytt í sykur- mola má segja að rúmlega 26 syk- urmolar séu í hálfum lítra af kóki og 106 sykurmolar í tveggja lítra flösku. Sá sem drekkur hálfan lítra af kóki á dag hvern einasta dag vikunn- ar allan ársins hring fær með gosdrykkjunni einni saman rúmlega eitt og hálft kíló af sykri á mánuði, sem eru rúmlega nítján kíló á ári. visindavefur.hi.is Kristín Ólafsdóttir er margfaldur Íslands- og bikar meistari í frjálsum. Mark Johnson er bikarmeistari í stangarstökki og í hópi 15 bestu stanga- stökkvara í Bandaríkjunum. Þau stefna bæði á ÓL 2012.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.