Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.10.2010, Qupperneq 28
16 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Glæsilegt! Það er bara smá púss og skol í dag hjá þér! Kysstirðu hann? Ekki á munninn, fíflið þitt! Hérna á kinnina! Og svo var bara púss og skol eftir það! Jæja, þá er það komið! Búinn að læra heima? Neibb, heilinn er fullur. Jobbi og fína leirtauið Ú tsala SPURÐU PABBA SPURÐU MÖMMU Hvað er klukkan? Látum okkur sjá... sólin er að fara að setjast og þar sem það er september myndi ég giska á hún sé svona kortér yfir sjö. Hvað er klukkan? Einn klukku- tími, fjórtán mínútur og þrjátíu sekúndur í háttatíma. LÁRÉTT 2. teikniblek, 6. í röð, 8. tvöfalt, 9. háttur, 11. hreyfing, 12. hökutoppur, 14. vinna, 16. tveir eins, 17. ferð, 18. for, 20. hef leyfi, 21. murra. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. innan, 4. olnboga- rými, 5. löng, 7. kökugerð, 10. kann, 13. hola, 15. fimur, 16. efni, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. túss, 6. áb, 8. tví, 9. lag, 11. ið, 12. skegg, 14. starf, 16. tt, 17. túr, 18. aur, 20. má, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. út, 4. svigrúm, 5. síð, 7. bakstur, 10. get, 13. gat, 15. frár, 16. tau, 19. rr. Í guðanna bænum, ekki enn einn brot- inn hluturinn! Hver er alltaf að gera þetta?! Hm! Hm! Hm! Ahhhhhhhhhhh! Í fermingarfræðslunni í haust heyrði ég: „Ég öfunda þig svo af skónum þínum.“ „Ég öfunda þig ógeðslega af að fara í helg- arferð til London!“ „Ég öfunda þig svo … af þessu … af hinu …“ Ég spurði öfundar- fólkið hvað það meinti með svona setning- um og ræddi svo við það um afstöðu og eðli öfundar. MARGIR viðurkenna blygðunarlaust, að þá langi í það sem aðrir eigi. Vegna klók- inda – og jafnvel líka bælingar – talaði fyrri tíðar fólk ekki um ágirndarmál sín. Málfar breytist og óvíst er að ungt fólk samtímans öfundi freklegar en foreldrar þess, afar og ömmur gerðu á sínum tíma. Kannski brann eldri kynslóðin af öfund en í leyni? Öfund gýs upp í fólki gagnvart einhverju og ein- hverjum, sem eru eða eiga hið eftirsóknarverða. Hún getur verið afleiðing skerts sjálfs- mats. Öfund dafnar helst í skugga skorti. Öfundin er ávöxtur hinna tilfinningalega snauðu, gleðifirrtu og visku- skertu. ÖNNUR leið? Þau sem sam- gleðjast eru ekki full af skorti heldur ríkidæmi nægjuseminn- ar og oftast líka hamingju. Við þurfum að æfa okkur að segja: „Ég samgleðst þér,“ æfa okkur að hrósa og segja: „Mikið er þetta fallegur kjóll. Þú lítur glimrandi vel út, þetta var fallega sagt …“ o.s.frv. ÞVÍ fylgir jafnvel líkamleg vellíðan að segja: „Ég samgleðst þér.“ Þau sem gleðj- ast með öðrum losna úr álögum vansælu og skorts og hafa betri möguleika til lífs- fyllingar og örlætis en annars væri. Þau sem lifa skort og sjá ekki út úr honum eru herpt, bæði líkamlega og tilfinninga- lega. Fátækur maður getur verið ríkur af lífsgæðum. Billjóner getur verið skín- andi fátækur en eignasnauður getur verið auðjöfur heimsins. Allir ættu skilja bölvun skortsins, að þekkja uppsprettu efnishyggju og valdapots. ÚTI í búð hitti ég stráka úr fermingar- fræðslunni. Einn þeirra var í fallegum bol og ég sagði við hann: „Mikið er þetta flott- ur bolur, sem þú ert í.“ Þá gall við í einum félaganum: „Öfundarðu hann af bolnum?“ Ég áttaði mig á, að hann hafði heyrt það sem presturinn sagði og var að skemmta sér og mér með öfundarprófi. „Nei, ég öfunda hann ekki – ég samgleðst honum.“ Við getum auðveldlega dottið í öfund, sókn í ásýnd í stað hins varanlega. Æfum okkur í að samgleðjast – og hrósa líka. Þá förum við að horfa á okkur sjálf, samferðafólk okkar og lífsgæðin með augum Guðs. Ég öfunda þig svo … BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.