Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 38
26 19. október 2010 ÞRIÐJUDAGURBESTI BITINN Í BÆNUM „Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnu- dag og verð í New Orleans og Pan- ama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitt- hvað með mér úti. Ég fæ smá jóla- frí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stór- fyrirtækið Universal um að fram- leiða og dreifa Contraband, end- urgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að mynd- inni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Fram- leiðslukostnaður er áætlaður í kring- um fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Uni- versal er eitt af stóru kvikmynda- verunum í Hollywood og samning- ur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýn- ing myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar“ hana þá kynn- ir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt.“ Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, mynd- in er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verk- unum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma.“ Baltasar kveðst hins vegar feg- inn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mæli- kvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hlið- arverkefni sem fylgja kvikmynda- gerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíó- mynd blautur á bakvið eyrun.“ Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakka- fataklæddum körlum á stórri skrif- stofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skin- ið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna.“ freyrgigja@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: FLYTUR TIL NEW ORLEANS OG PANAMA Gerir draumasamning við stórfyrirtækið Universal Norska poppsveitin Datarock kemur fram á tónleikaröðinni Direkt, sem fer fram í Reykja- vík dagana 4.-6. nóvember. Tón- leikaröðin er hluti af norrænu listahátíðinni Ting, sem er hald- in í tilefni af afhendingu Norrænu menningarverðlaunanna í tónlist í Reykjavík. „Datarock var hérna á Airwaves árið 2006 og er ein allra skemmti- legasta tónleikagrúppa sem ég hef séð á ævi minni,“ segir skipuleggj- andinn Steinþór Helgi Arnsteins- son. „Þeir eru allir í brjálæðis- lega miklu stuði fyrir komunni hingað því þeir skemmtu sér svo vel síðast.“ Þótt þeir Fredrik Saroea og Ketil Mosnes séu kjarni Datarock koma þeir hingað ásamt fríðu föruneyti og verða með heila hljómsveit með sér á tónleikum sínum á Nasa 5. nóvember. Sænska hljómsveitin Wild- birds & Peacedrums stígur einn- ig á svið á Direkt, rétt eins og Slaraffenland frá Danmörku, Budam frá Færeyjum og íslensku sveitirnar Hjaltalín, Retro Stef- son, Berndsen og Orphic Oxtra. Wildbirds & Peacedrums er ein heitasta hljómsveit Svía um þessar mundir. Hún spilaði við afhendingu sænsku Polar-verð- launanna sem Björk hlaut á dög- unum. Einnig tók sveitin upp sína síðustu plötu í Gróðurhúsinu hér á landi með aðstoð kórsins Schola Cantorum. Kórinn kemur einmitt fram bæði með hljómsveitinni og Hjaltalín á hátíðinni. „Það verður rúsínan í pylsuendanum,“ segir Steinþór. Direkt-tónleikaröðin fer fram á Nasa, í Fríkirkjunni og í Tjarn- arbíói. Miðasala er hafin á Midi. is, Máli og menningu Laugavegi 18 og Skífunni í Kringlunni. - fb Norræn tónleikaröð á Íslandi DATAROCK Norska gleðipoppsveitin spilar á Nasa 5. nóvember. Forsprakkar hennar eru Frederik Saroea og Ketil Mosnes. MYND/TOM OXLEY „Þetta tók á, það er óhætt að segja það,“ segir nýkrýndur Íslandsmeistari í póker, Stefán Jóhann Arngrímsson. 217 keppendur hófu leik á Íslandsmeistaramót- inu í póker á Hótel Örk í Hveragerði síðasta föstu- dag. Stefán Jóhann tryggði sér sigur aðfaranótt mánudags og fékk í sigurlaun tvær milljónir og sex hundruð þúsund. „Það er ekki búið að ráðstafa verðlaunafénu, ég er ekki kominn svo langt,“ segir Stefán og bætir við að húsmóðirin á heimilinu verði höfð með í ráðum. „En það verður tekinn hluti af fénu frá fyrir næsta Íslandsmeistaramót.“ Stefán er þriggja barna faðir og starfar sem vefstjóri hjá Flugfélagi Íslands. Hann byrjaði að spila póker fyrir rúmum tveimur árum og segist spila á litlum mótum á netinu, en hann hefur yfir- leitt ekki tíma í þau stóru. „Þetta var langstærsta mót sem ég hef tekið þátt í, þar sem maður þarf að setjast niður og mæta öðrum spilurum,“ segir Stefán. Hann segir mótið hafa tekið á, enda teygði það sig yfir þrjá daga. „Ég var alveg búinn. Þetta tekur lúmskt á – að sitja svona lengi og þurfa að halda einbeitingu.“ Stefán vann þátttökurétt á Íslandsmeistara- mótinu í gegnum vefsíðuna Betsson, sem styrkti mótið ásamt Iceland Express og Ölgerðinni. Hann eyddi um 5.000 krónum í undanmót, sem honum tókst að breyta í vel á þriðju milljón með sigrinum. „Það er fín ávöxtun, það er ekki hægt að neita því,“ segir Stefán og endar á því að hrósa Pókersambandi Íslands fyrir gott mót. „Þetta var mjög góð skemmtun og það var upplifun að fá að taka þátt í þessu. Þetta var bara frábært.“ - afb Fjölskyldufaðir Íslandsmeistari í póker ÍSLANDSMEISTARI Ferð Stefáns til Hveragerðis um helgina var sannarlega til fjár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALLT ANNAR LEIKUR Baltasar Kormákur þarf nú að fást við jakkafataklædda karla þegar tökur hefjast á Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam. Hann flytur út á sunnudag og verður búsettur í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Hamborgarabúlla Tómasar á B5. Ég fæ mér alltaf tilboð aldarinnar og extra kokteilsósu og franskar.“ María Birta Bjarnadóttir, leikkona í kvik- myndinni Órói. Verð án VSK kr. 25.697* Verð með VSK kr. 32.250 Miele ryksugurnar eru í senn kraftmiklar, hljóðlátar, léttar og þægilegar í notkun og fást þær í nokkrum litum. Hægt er að setja ofnæmissíur í ryksugurnar. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Virðisaukinn af öllum Miele ryksugum þessa viku *G ild ir á m eð an b ir gð ir e nd as t. Tækifæri til sparnaðar – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is  MÍN SKOÐUN ALLA VIRKA DAGA KL. 13 – 15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.