Fréttablaðið - 20.10.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 20.10.2010, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Miðvikudagur skoðun 12 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 20. október 2010 246. tölublað 10. árgangur Björt framtíð Tæknifræðingafélag Íslands fagnar fimmtíu ára afmæli. tímamót 20 Smáratorgi 1 Alla daga Sterkar tennur og fallegt bros. Flux flúormunnskol fyrir alla fjölskylduna. Fæst í næsta apóteki. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hefur þú skolað í dag? FJARSKIPTI Engar varnir gegn tölvu- árásum sem gagn er að eru til stað- ar hér á landi, þrátt fyrir að ítrek- að hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins. Bæði Póst- og fjarskiptastofn- un og Varnarmálastofnun hafa unnið að því að undirbúa uppsetn- ingu slíkra varna. Sá undirbúning- ur hefur nú að mestu stöðvast þar sem ekkert fé er lagt í varnirnar. Mikil áhersla hefur verið lögð á varnir gegn tölvuárásum á hinum Norðurlöndunum. Íslandi var boðið að þróa varnir samhliða Dan- mörku. Það var þegið, en Ísland heltist úr lest- inni þegar kom að því að fjár- festa í tækjum og ráða og þjálfa starfsmenn. V í ð a í ná grannalönd- unum hafa verið settir upp við- bragðshópar sem hafa það hlut- verk að bregðast við hættu á árás- um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt til að slíkum hópi verði komið á fót hér á landi. „Við teljum fulla ástæðu til að koma upp slíkum viðbragðshópi hérlendis, en það kostar fé sem liggur ekki á lausu,“ segir Hrafn- kell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann segir varnir gegn tölvu- árásum geta verið fljótar að borga sig, þar sem þær geti kostað stofn- anir og fyrirtæki háar upphæðir. Hrafnkell segir veltuna hjá glæpa- mönnum sem noti Netið við iðju sína gríðarlega mikla, og þeir noti afar háþróaðan hugbúnað. Tölvuárásir hafa valdið gríðar- legum truflunum bæði í Eistlandi og Georgíu. - bj / sjá síðu 10 Ísland er óviðbúið árásum tölvuþrjóta Íslensk stjórnvöld hafa ekki byggt upp varnir gegn tölvuárásum sem valdið geta miklum usla. Ísland stendur hinum Norðurlöndunum langt að baki í viðbúnaði. ÉL EÐA SLYDDUÉL í fyrstu en nokkuð bjart víða þegar kemur fram á daginn. Vindur víða fremur hægur en strekkingur með NA-ströndinni. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig. VEÐUR 4 4 2 3 1 3 MEXÍKÓ Lögreglan í mexíkósku borginni Tijuana við landa- mæri Bandaríkjanna lagði í gær hald á 105 tonn af kanna- bisefnum, sem er meira en dæmi eru til um að hald hafi verið lagt á í einu lagi í land- inu árum saman. Ellefu voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögregl- unnar, sem réðist til atlögu gegn stórtækum smyglurum í þremur hverfum borgarinnar eldsnemma í gærmorgun. Magnið er nánast jafn- mikið og lögreglan í Mexíkó hafði lagt hald á það sem af er árinu, en samtals var það komið upp í 115 tonn. Samkvæmt nýjustu verð- könnun SÁÁ er gramm af hassi selt hér á landi á 2.500 krónur, en gramm af grasi á tæpar 3.000 krónur. Verðmæti 105 tonna gæti því numið 260 til 315 milljörðum króna. - gb Fíkniefnalögreglan í Mexíkó: Tók meira en hundrað tonn HALD LAGT Á 105 TONN AF MARÍJÚANA Efnin voru í tíu þúsund stórum pakkningum, greinilega ætluðum til útflutnings. Heildar- magnið er eitt það mesta sem stjórnvöld hafa komið höndum yfir í Mexíkó svo árum skiptir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Aftur af stað Vaktargengið leggur drög að nýjum sjónvarpsþætti án Jóns Gnarr. fólk 30 SJÁVARÚTVEGUR „Þetta var óum- flýjanleg niðurstaða. Hún hafði verið í kortunum lengi,“ segir Kristján Freyr Helgason, formað- ur samninganefndar Íslands, á fundi í London þar sem kolmunna- kvóti næsta árs var ákveðinn. Samanlagður kvóti strandríkj- anna var minnkaður úr 540 þús- und tonnum niður í 40 þúsund. Hlutur Íslands fer úr 87.000 tonn- um í 6.500 tonn. Áfallið fyrir upp- sjávarveiðiflotann er því mikið. Ríkin voru sammála um að fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. - gb Kolmunnakvótinn hrynur: Úr 87 þúsund tonnum í 6.500 HRAFNKELL V. GÍSLASON STJÓRNMÁL „Ég er að leggja þetta fram til að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu,“ segir Vigdís Hauks- dóttir, fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarvið- ræðum Íslands og Evrópusam- bandsins. Samkvæmt tillögunni á að halda atkvæðagreiðsluna sama dag og kosið er til stjórnlagaþings, 27. nóv- ember. Gallinn er sá að samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem Alþingi samþykkti í júní, skulu líða minnst þrír mánuðir frá því Alþingi samþykkir þingsályktunar- tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu þar til atkvæðagreiðslan fer fram. „Ég var búin að gleyma þessum lögum,“ viðurkennir Vigdís sem sjálf tók þátt í að samþykkja lögin í júní. Að fenginni fyrirspurn Frétta- blaðsins kveðst Vigdís munu leggja fram á Alþingi í dag frumvarp til að breyta lögunum frá því í júní. „Það er náttúrulega alveg galið, ef það er brýnt málefni sem kemur upp í þjóðfélaginu og nota á kosningadag til að spara 250 milljónir, að það séu þannig tímamörk á því að þjóðar- atkvæðagreiðslan fari ekki fram,“ segir Vigdís sem kveðst bjartsýn á að tillaga sjömenninganna verði samþykkt á Alþingi. - gar Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB: Gleymdu lögum um þjóðaratkvæði VIÐ VEIÐAR Kolmunni er uppsjávarteg- und og getur orðið 50 cm langur. Arsenal setti markamet Chelsea, Arsenal, Real Madrid og Bayern München eru öll í frábærum málum í Meistaradeildinni. íþróttir 27

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.