Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 2
2 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR 50 40 30 20 10 0 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 Stjúpættleiðingar Ættleiðingar innan Íslands Ættleiðingar frá útlöndum Ættleiðingar á Íslandi Heimild: Hagstofa Íslands SAMFÉLAGSMÁL Alls var 61 barn ættleitt hér á landi í fyrra, sem er nokkur fækkun frá árinu þar á undan samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Sautján börn voru ættleidd frá útlöndum. Árið áður voru þau þrettán. Ættleiðingum frá útlöndum hefur þó fækkað á síðustu árum en frumættleiðing- um innanlands fjölgað lítillega. Stjúpættleiðingar (ættleiðingar á barni maka) voru 33 í fyrra. - bj Þeim fækkar sem ættleiða: Ættleiðingar á sjöunda tuginn VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbank- ans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bank- ans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markað- urinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða við- skipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréf- um í bankanum sjálfum þungt í kær un ni . Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskipta- vina. Bankinn lánaði fyrir kaup- unum og eina veðið var í bréfun- um sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau við- skipti eru með í rann- sókninni á markaðs- misnotkuninni. Ekki náðist í Gunn- ar Þ. Andersen, for- stjóra Fjármálaeftirlits- ins, í gær. stigur@frettabladid.is SPURNING DAGSINS ordabok.is Tölvuorðabókin 2011 komin út Til að kaupa hana í fyrsta sinn eða til að uppfæra úr eldri útgáfu, vinsamlega farið á þessa slóð: http://www.ordabok.is Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð FME hefur sent sérstökum saksóknara kæru um allsherjarmarkaðsmisnotkun sem hæstráðendur Landsbankans eru sagðir hafa stundað. Sambærileg kæra vegna Kaupþings leiddi til þess að fjórir stjórnendur voru settir í gæsluvarðhald. Í desember í fyrra dæmdi Héraðs- dómur Reykjavíkur tvo fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, Daníel Þórðarson og Stefni Inga Agnars- son, í átta mánaða óskilorðsbund- ið fangelsi fyrir markaðsmisnotkun. Daníel og Stefnir voru fundnir sekir um að hafa haft áhrif á gengi hlutabréfa í Existu til að styrkja stöðu peningamarkaðssjóða Kaup- þings. Þetta hafi þeir gert með því að leggja fimm sinnum fram óeðlilega há tilboð í bréf í Existu í lok dags. Þótt tilboð þeirra hafi verið há, samtals um 30 milljónir, eru þau þó smámunir í samanburði við við- skiptin sem nú eru til rannsóknar. Hart tekið á markaðs- misnotkun ÆÐSTU MENN Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson voru bankastjórar Landsbankans á árunum fyrir hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON SJÁVARÚTVEGUR Félagsgjald útgerðar sem ekki á aðild að Landssambandi smábátaeigenda stenst ekki ákvæði stjórnarskrár um félaga- frelsi. Þetta kemur fram í dómsniðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er í máli útgerðarfélags sem gerir út tvo báta. Útgerðarmaðurinn sagði sig úr Landssambandi smábátaeigenda fyrir nokkrum árum. Hann sætti sig ekki við að greiðslur frá sér rynnu til Landssambandsins eftir sem áður og krafðist endurgreiðslu. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, segir niðurstöð- una geta haft víðtækar afleiðingar, lögmæti félagasjóða atvinnulífsins sé undir. „Mér sýnist dómurinn segja að skoða verði hvort almennt sjóðakerfi atvinnuveganna standist lög.“ Aðilar að Landssambandinu greiða 8,4 pró- sent af hráefnisverði inn á sérstakan greiðslu- miðlunarreikning. Sex prósent renna til Landssambandsins lögum samkvæmt. Það jafngildir hálfu prósenti af aflaverðmæti. Upphæðin nam sextíu milljónum króna í fyrra. Þetta er eini tekjugrunnur Landssam- bandsins. Örn segir vilja til að skoða aðrar tekjuleiðir. „Ég heyrði það á félagsmönnum í svæðisfélög- um í haust að vilji sé til að skoða aðrar leiðir til að tryggja tekjur Landssambandsins, svo sem með félagsgjöldum, reynist félagasjóða- formið óheimilt.“ - jab Dómur Hæstaréttar gæti falið í sér umfangsmikla endurskoðun á félagasjóðagjöldum atvinnulífsins: Gætu þurft að leita að nýrri tekjuleið ÖRN PÁLSSON Hálft prósent af aflaverðmæti smábáta er eini tekjugrunnur Landssambands smábátaeigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Kjartan, er rafmagnað and- rúmsloft í Orkuveitunni? „Það er mikill hiti í mönnum en við skulum vona að það fari að kólna í kolunum.“ Starfsmenn Orkuveitunnar eru óttaslegnir vegna fyrirhugaðra fjöldauppsagna. Kjart- an Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, situr í stjórn Orkuveitunnar. PERSÓNUVERND Þjófur sem stal jakka með veski, síma, myndavél og öðrum verðmætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags gengur enn laus þrátt fyrir að myndband af þjófnaðinum hafi verið birt á Netinu í gær. Fórnarlamb þjófsins er Suður-Afríkumaðurinn Andrie Roux. „Hann fékk disk hjá okkur úr örygg- ismyndavélum til að fara með til lögreglunnar og hann setti myndirnar á Netið. Hann langaði bara að fá jakkann,“ útskýrir Kormákur Geirharðsson, einn eigenda Ölstofunnar, hvernig það megi vera að myndskeið úr eftirlitsmyndavélum á öldurhúsi, þar sem gestum er sérstaklega bannað að nota mynda- vélar, rötuðu í opinbera birtingu á Netinu. „Við töluðum sérstaklega um það að hann mætti ekki birta þessar myndir á Netinu því ég ætlaði að kanna hvað mætti og hvað ekki í þeim efnum,“ undir- strikar Kormákur sem kveðst hafa rætt við Roux í gær og hann hafi lofað að fjarlægja myndbandið af internetinu. „Hann spurði hvort þetta yrði leyfilegt ef hann myndi blörra alla nema sjálfan sig og þjóf- inn og við erum að hugsa það.“ Kormákur bendir á að oft sé hægt að ná afbrota- mönnum með opinberri myndbirtingu. „Ég er ekki hrifinn af því að menn séu að stela hérna inni og er til í að sýna myndir af hvaða þjófi sem er,“ segir vertinn á Ölstofunni. - gar Fórnarlamb þjófs setti myndir úr eftirlitsvélum Ölstofunnar í óleyfi á Netið: Þjófur laus þrátt fyrir myndbirtingu ÖLSTOFUÞJÓFURINN Maður sést í öryggismyndavélum stela jakka sem hengdur hafði verið undir barborðið. Myndband af þjófnaðinum var enn á Netinu í gærkvöld þótt fórnarlambið hafi lofað að láta fjarlægja það. NOREGUR Reglur Evrópusam- bandsins gera það að verkum að Norðmenn geta ekki mikið lengur komið í veg fyrir áfengisauglýs- ingar á sjónvarpsstöðvum, sem senda út í öðrum löndum, jafnvel þótt útsendingin sé einkum ætluð áhorfendum í Noregi. Norðmönnum hefur ekki tek- ist að fá undantekningar þar að lútandi frá þriggja ára gamalli tilskipun Evrópusambandsins um hljóð- og myndfjölmiðla, og verða nú að innleiða tilskipunina hið fyrsta. Í norska dagblaðinu Aften- posten, sem skýrði frá þessu í vikunni, segir að úr því öll aðild- arríki sambandsins hafi verið sammála um þetta fyrirkomulag, þá sé ekki hægt að veita Norð- mönnum neina sérmeðferð. - gb Norðmenn ósáttir við ESB: Ekki stætt á banni lengur BANDARÍKIN, AP Bandaríska her- málaráðuneytið gaf í gær út fyrir- mæli um að nú megi taka homma og lesbíur í herinn, jafnvel þótt þau fari ekki dult með kynhneigð sína. Síðan 1993 hefur Bandaríkja- her mátt taka samkynhneigða í þjónustu sína, en eingöngu með því skilyrði að þeir láti ekkert upp- skátt um kynhneigð sína. Dómari í Kaliforníu komst í síð- ustu viku að þeirri niðurstöðu að þetta fyrirkomulag stæðist ekki lög. - gb Bandaríkjaher gefur eftir: Samkynhneigð ekki falin meir Lögreglan fann lærin Farið var inn í ólæstan bílskúr á Akra- nesi um síðustu helgi og þaðan stolið nokkrum lambalærum ásamt fleiru. Lögreglumenn renndi strax í grun hver þarna hafði verið á ferð og tók hús á viðkomandi. Lærin og annað það sem tekið hafði verið komu þar í leitirnar. LÖGREGLUFRÉTTIR IÐNAÐUR „Síðast þegar ég hitti Alcoa sögðust þeir ekki taka neina ákvörðun um að reisa álver þarna fyrr en þeir hefðu tryggingu fyrir 360 þúsund tonna framleiðslu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra um þau orð Katrín- ar Júlíusdóttir iðnaðarráðherra að álver á Bakka sé innan seilingar. Steingrímur var spurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. „Ég þekki orkumálin í Suður- Þingeyjarsýslu nokkuð vel og held það sé ekkert í sjónmáli að það sé hægt að tryggja afhendingu á slíku orkumagni eins og staðan er í dag.“ - óká Bakki ekki nálægt ákvörðun: Ekki hægt að tryggja orkuna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.