Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 4
4 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Skuldir einstaklinga fyrnast tveim- ur árum eftir gjaldþrot í stað fjögurra áður, samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin tók fyrir á fundi sínum í gær. „Með þessu verða þeir sem fara í gjaldþrot ekki eltir út yfir gröf og dauða. Málið fer væntanlega fyrir þingið í vikunni,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfundinn. Fyrir svörum sat einnig Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Enn verður þó til farvegur í gegnum dóm- stóla til að viðhalda kröfum, að sögn Stein- gríms, séu til þess réttmætar ástæður. „Það er ekki ástæða til þess að skaðabætur, sekt- ir eða annað sem menn hafa verið dæmdir í fyrnist,“ sagði hann. Farvegur til þess að end- urnýja og viðhalda kröfum yrði hins vegar þrengdur til muna og sýna yrði fram á það fyrir dómi að slíkar aðgerðir þjónuðu tilgangi og líkur væru á að eitthvað hefðist upp í kröf- una. Jóhanna sagði fleiri mál sem sneru að „bráðavanda“ heimilanna hafa verið rædd í ríkisstjórn í gær. Búast mætti við að frum- varp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð lán yrði lagt fyrir ríkisstjórnina á föstudag, sem og svonefnt „lyklafrumvarp“. Vegna skaðabótaábyrgða yrði ekki hægt að láta ákvæði lyklafrumvarpsins vera aftur- virkt. Eins sagði Jóhanna verið að skoða stöðu ábyrgðarmanna, en líkt og með lyklafrum- varpið þyrfti að ná samningum við lánastofn- anir um hvernig farið yrði með mál þeirra. Steingrímur sagði æskilegast að samkomu- lagi yrði náð um stöðu ábyrgðarmanna, enda væri mál þeirra mjög snúið. „Sú hugmynd hefur verið rædd að ábyrgð og lánsveð sæti sambærilegri niðurfærslu í skuldaendur- skipulagningu og aðrar kröfur. Krafan lækki hlutfallslega í samræmi við niðurfærslu skuldarinnar, en standi að öðru leyti.“ Eins segir hann hafa verið rætt að ekki verði geng- ið að ábyrgðarmönnum umfram greiðslugetu. „En það þarf samkomulag til, því það er alveg ljóst að stjórnarskráin ver þetta ígildi eign- arréttar sem þarna er á ferð, alveg eins og annað.“ Steingrímur og Jóhanna áréttuðu bæði mikil vægi þess að mynd úrlausna fyrir bæði fólk og fyrirtæki í greiðsluvanda skýrðist Erfiðara að viðhalda kröfum Skuldir fyrnast á tveimur árum í stað fjögurra áður, samkvæmt nýju frumvarpi. Á föstudag á að leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um gengistryggð lán og lyklafrumvarp. Samið við banka um stöðu ábyrgðarmanna. Gert er ráð fyrir að sérfræð- ingahópur sá er liggur yfir útreikningum vegna átta til níu leiða, sem gagnast eiga hópum sem ekki duga bráðaúrræði, liggi fyrir um eða eftir næstu helgi, að því er forsætisráðherra upplýsti eftir ríkisstjórnarfund í gær. Að útreikningunum koma Hagsmunasamtök heimilanna, fjármála- og forsætisráðuneyti, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúða- lánasjóður. Síðan segir Jóhanna að ríkisstjórnin þurfi að vinna úr niðurstöðunum með stjórnar- andstöðunni áður en blásið verði til stórs fundar allra sem komið hafi að. „Þannig að einhvern tíma mun þetta taka, en verið er að vinna hratt og örugglega að öllum þessum málum,“ sagði hún. Jóhanna segir ekki búið að blása af með öllu flata almenna niðurfellingu skulda, óháð greiðslugetu og skuldastöðu, þótt enn standi orð hennar um að ólíklegt sé að samningar náist við lánastofnanir um slíkar aðgerðir. Verið sé að skoða fleiri útfærslur slíkra aðgerða, svo sem stiglækkandi niðurfærslu eftir skuldastöðu. „Það er verið að skoða ýmsar leiðir í því og það er það sem þessir reikni- meistarar eru að gera.“ Niðurstaða útreikninga eftir næstu helgi EFTIR RÍKISSTJÓRNARFUND Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra svöruðu spurningum fjölmiðlafólks að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA sem fyrst. Frumvörp væru á mismunandi stigum og vonandi styttist í samkomulag við fjármálafyrirtækin um aðgerðapakka fyrir fyrirtæki. „En það er eitt sem er mikilvægt og vert að halda til haga,“ sagði Steingrím- ur. „Það þarf enginn að fresta því að fara í úrvinnslu sinna mála, standi honum til boða úrræði í dag, vegna þess að það verður aldrei neinn betri réttur af fólki tekinn. Þannig er eðli allra þessara aðgerða.“ olikr@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 17° 9° 8° 8° 4° 10° 10° 24° 8° 21° 16° 30° 4° 9° 17° 6°Á MORGUN Strekkingur allra austast og á Snæfellsnesi. FÖSTUDAGUR Strekkingur allra aust- ast og á Snæfellsnesi. -2 -1 -1 1 2 1 2 -1 1 -1 4 4 2 2 3 2 1 4 3 6 -3 4 5 7 6 7 7 11 6 5 6 5 15 ÉL NORÐANTIL Það verða él norð- an- og austanlands næstu daga en þó ætti að verða bjart þar um tíma í dag. Sunnan- og vestanlands verður bjartviðri að mestu. Það er rétt að gera ráð fyrir nætur- frosti víða um land næstu daga og möguleika á hálku að morgni dags. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður FRAKKLAND, AP Grímuklædd ung- menni tókust á við lögreglu í nokkrum borgum Frakklands í gær, þar sem fjöldi fólks hefur mótmælt áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur. Samgöngur voru víða í lama- sessi í landinu. Hætta þurfti við hundruð flugferða, langar bið- raðir mynduðust við bensínstöðv- ar og lestarsamgöngur féllu víða niður. Æ meiri harka er að færast í mótmælin og er óttast að átök fari vaxandi næstu daga. Nicolas Sar- kozy forseti gaf í gær loforð um að lög og regla verði tryggð og óláta- seggir teknir úr umferð. - gb Enn mótmælt í Frakklandi: Harka færist í mótmælin ÁTÖK Í LYON Sarkozy ætlar að taka hart á málunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÆKNI Með hugmyndum Sambands tónskálda og eigenda flutnings- réttar (STEF) um lagningu gjalda á nettengingar er beinlínis verið að vega að hagsmunum annarra skapandi atvinnugreina, svo sem tölvuleikjaframleiðenda, að mati Samtaka tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi (IGI). Samtökin mótmæla hugmynd- unum harðlega, og segja að slíkt gjald myndi koma bæði niður á fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaðin- um og viðskiptavinum þeirra. - bj Mótmæla hugmyndum STEF: Vega að tölvu- leikjaiðnaði ALÞINGI Hreyfingin vill að heim- speki verði skyldufag í grunn- og framhaldsskólum. Í greinargerð með þingsálykt- unartillögu segir að mikilvægt sé að styrkja ábyrgðarkennd nem- enda gagnvart samfélaginu og stuðla jafnframt að gangrýninni hugsun, sem sé ein meginfor- senda þess að borgarar geti verið virkir þátttakendur í lýðræðis- samfélagi. Vill Hreyfingarfólk að grunnskólanemar fái heimspeki- kennslu annað hvert ár og fram- haldsskólanemar árlega. - bþs Heimspekin verði skyldufag: Ábyrgðarkennd nemenda styrkt SAMGÖNGUMÁL „Maður bara horf- ir upp í himininn,“ er fyrsta svar Sigmars Jónssonar, hafnarvarð- ar í Landeyjahöfn, þegar hann er spurður hvað hann fáist við á meðan Vestmannaeyjaferjan Herj- ólfur kemst ekki inn í höfnina vegna sands í innsiglingunni. „Nei, það er ekki það,“ heldur Sigmar áfram. „Það er ýmislegt að dudda. Það er verið að binda enda- hnútinn á lóðaframkvæmdir þannig að það er ýmislegt að horfa í.“ Eftir nokkra bið er áhöfn dýpk- unarskipsins Perlunnar tekin til óspilltra málanna við að dæla sandi úr innsiglingu Landeyja- hafnar. Þangað til því verki er lokið heldur miðasölufólkið fyrir Herjólf sig í Þorlákshöfn þaðan sem ferjan siglir á meðan nýja höfnin er enn lokuð. Sigmar er því eini starfsmaður- inn í Landeyjahöfn þessa dagana. Hann segir útlitið hins vegar alveg ágætt. „Það er best að gefa ekki neitt út um það hvenær verður farið af stað,en eftir því sem Perlan fer fleiri ferðir og dýpkar meira þá styttist í það,“ segir hafnarvörð- urinn í Landeyjahöfn. - gar Hafnarvörður hefur lítið fyrir stafni en er bjartsýnn eftir komu dýpkunarskips: Óvíst hvenær Landeyjahöfn opnast LANDEYJAHÖFN Loka hefur þurft höfninni vegna gífurlegs aurburðar sem sérfræðingar segja að sé að miklu leyti gosefni úr Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 19.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,6183 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,44 111,98 176,01 176,87 155,16 156,02 20,804 20,926 19,032 19,144 16,704 16,802 1,3674 1,3754 175,04 176,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.