Fréttablaðið - 20.10.2010, Page 6

Fréttablaðið - 20.10.2010, Page 6
6 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR þurrkar hendur vel á 10 sekúndum. Notar 80% minni orku en hefð- bundnir handþurrkublásarar. Loftblástur síaður með HEPA-filter sem fjarlægir meira en 99,9% af bakteríum úr blæstrinum. handþurrku- blásari www.tandur.is sími 510 1200 STJÓRNMÁL „Vonandi er að vel gangi að vinna úr þessu öllu. Þetta gæti orðið flókinn atkvæðaseðill,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær um framboð á stjórnlagaþing. Hún og Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra fögnuðu miklum áhuga á þinginu. „Það var lítil hreyfing á þessu fyrst, en svo kom þessi fjöldi,“ sagði Jóhanna og kvað miklu skipta að málið væri nú komið í hendur fólksins. „Og það verð- ur spennandi að sjá hver verður niður staðan á stjórnlagaþinginu.“ Steingrímur kvað framboð- in endurspegla áhuga á stjórn- arskránni og þeirri merkilegu tilraun sem verið væri að gera. „Mér finnst þetta spennandi og vona bara að nú fái stjórnarskrá- in góða umfjöllun,“ sagði hann. Á fundinum voru Jóhanna og Steingrímur spurð hvort þau vildu sjá eitthvert eitt ákvæði umfram annað í nýrri stjórnarskrá. „Auðlindir í þjóðareign,“ svar- aði Jóhanna að bragði og undir það tók Steingrímur. „En ég vildi líka sjá meginreglur umhverfis- réttarins koma þarna inn og vísa þar til ákvæða bæði í finnsku og norsku stjórnarskránni,“ sagði hann. - óká JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Vildu sjá ákvæði um auðlindir og umhverfisrétt í nýrri stjórnarskrá: Fagna áhuga á stjórnlagaþingi LÖGREGLUMÁL Talið er að neisti úr slípirokki hafi valdið öflugri sprengingu sem varð í heimahúsi á Siglufirði í fyrrakvöld, að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri. Svo virðist sem annar íbúa hússins, karlmaður á sjötugs- aldri, hafi verið að vinna með slípi- rokkinn þegar neisti komst í eld- fim efni sem voru geymd á neðri hæðinni. Maðurinn sem um ræðir slas- aðist alvarlega í sprengingunni. Hann var fluttur með sjúkraflug- vél til Reykjavíkur og á Land- spítalann, eftir skamma viðdvöl á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sam- kvæmt upplýsingum frá yfirlækni á gjörgæsludeild Landspítalans var manninum haldið sofandi í gær og var ástand hans óbreytt. Maðurinn var einn við vinnu á neðri hæð hússins, sem er tvílyft timburhús, þegar sprengingin varð. Á neðri hæðinni eru þvotta- hús og geymsla. Ýmis raftæki eru þar, svo sem frystikista og þvotta- vél. Eldur kviknaði við sprenging- una en nágrönnum tókst fljótlega að slökkva hann. Annar íbúi hússins var staddur á efri hæð þegar sprengingin varð. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu af völdum þrýstings frá sprengingunni. Rúður brotnuðu og veggir gengu til. - jss TIMBURHÚS Húsið sem sprengingin varð í er lítið tvílyft timburhús. Karlmaður slasaðist í sprengingu í húsi á Siglufirði: Grunur um neista úr slípirokki Bergsveinn Halldórsson Eðvald Einar Stefánsson Davíð Blöndal Gréta Ósk Óskarsdóttir Grímur Sigurðarson Guðmundur Vignir Óskarsson Jóhann Halldórsson Jóhann Jóhannsson Jón Þorvaldur Heiðarsson Ólafur Hannibalsson Framboð til stjórnlagaþings MENNTAMÁL Formaður mannrétt- indaráðs Reykjavíkur segir margt of óljóst í tillögum meirihluta ráðs- ins um breytingar á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík. „Það verður ekki hróflað við neinu sem hefur verið órjúfanleg- ur hluti af íslenskri menningu,“ segir Margrét Sverrisdóttir, for- maður mannréttindaráðs. Hún segir að ekki sé verið að gera aðför að íslenskri menningu eða hátíðar- haldi almennt. Mögulega hafi til- lögurnar um að hætta sálmasöng í skólum ekki verið hugsaðar til enda. Margir þeir trúarlegu sálm- ar sem sungnir eru í kringum jól séu vissulega hluti af íslenskri hefð og menningu. „Líklega þarf að skilgreina íslenska menningu frekar,“ segir hún og bendir á að til að mynda sé ekki hægt að taka Jesú úr jólunum, þó að fræðsla barnanna eigi ekki að koma frá prestum. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, tekur undir orð Mar- grétar og segir tillögurnar ekki hafa neinar breytingar á hátíðar- haldi í skólum í för með sér. „Það er ekki verið að taka afstöðu til helgihalds og trúarhá- tíða sem eru til staðar í íslensku Tillögur um bönn ekki úthugsaðar Ekki er ætlunin að hrófla við íslenskri menningu með tillögum um samstarfs- slit skóla og kirkju, segir Margrét Sverrisdóttir. Bann við sálmasöngvum mögu- lega ekki hugsað til enda. Nauðsynlegt að skilgreina íslenska menningarhefð. HELGILEIKUR Í ÖSKJUHLÍÐARSKÓLA Þeir nemendur sem vilja fara í heimsókn í kirkju á ári hverju og setja upp helgileik í skólan- um. MYND/JÓHANN samfélagi. Jólaballið, jólaföndrið, skreytingar, söngvar og aðvent- an eru til staðar í samfélaginu og auðvitað heldur það áfram,“ segir Oddný. Hún vill þó taka alfarið fyrir heimsóknir presta í leik- og grunnskóla og ferðir barna í trú- arlegum tilgangi í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skólatíma. Nemendur Öskjuhlíðarskóla heimsækja kirkju um hver jól, og segist Jóhann Kristjánsson skóla- stjóri Öskjuhlíðarskóla harma það ef tillögurnar nái fram að ganga. „Við þyrftum vissulega að hlíta því. En teljum það afturför og hörmum það,“ segir Jóhann. sunna@frettabladid.is Bannað í leik- og grunnskólum ■ Heimsóknir presta og annara fulltrúa trúarstofnana ■ Heimsóknir barna í kirkjur og aðrar trúarlegar stofnanir á skóla- tíma (nema í fræðilegum tilgangi eins og í trúarbragðafræðum) ■ Dreifing trúarlegra rita í leik- og grunnskólum (til dæmis Nýja testamentisins) ■ Auglýsingar og dreifibréf frá trúarlegum stofnunum ■ Áfallahjálp og ráðgjöf í skólum sinnt af prestum ■ Sálmasöngur í trúarlegum tilgangi ■ Fermingarfræðsla á skólatíma ■ Kennsla bæna ■ Litlu jólin ■ Kristin fræði / trúarbragðafræði ■ Aðventan ■ Jólasöngvar ■ Jóla- og páskaföndur og skreyt- ingar Áfram hluti af starfi í leik- og grunnskólum Hvað verður bannað og hvað leyfilegt* Þiggur þú húsaleigubætur? Já 8,2% Nei 91,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætti fremur að skerða starfs- hlutfall en að segja upp starfs- fólki hjá Orkuveitunni? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Ari Gísli Bragason hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sýknaður af hylmingu. Ara Gísla var gefið að sök að hafa tekið við hundrað fornbók- um og átta Íslandskortum úr hendi Böðvars Yngva Jakobsson- ar, þótt hann vissi að þeirra hefði verið aflað með auðgunarbroti. Alls hafði 296 fornbókum og átta Íslandskortum að verðmæti um fjörutíu milljónir króna verið stolið úr safni Böðvars heitins Kvaran. Bækurnar hundrað voru hluti þýfisins. - jss Dæmt í bókastuldarmáli: Var sýknaður af hylmingu STJÓRNMÁL Það kom sumum úr hópi fyrrverandi Evrópuþing- manna sem hittu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, að máli á mánu- dag, á óvart að mjög skiptar skoðanir eru innan ríkis- stjórnar og Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá ráðherranum. Kemur þar jafnframt fram að þeir hinir sömu hafi spurt mjög út í hvern- ig hægt væri að vinna að aðild- arsamningi við slíkar kringum- stæður. Ekki fylgja upplýsingar um hverju Jón svaraði þeim spurningum. - bþs Fyrrverandi Evrópuþingmenn: Hissa á skiptum skoðunum JÓN BJARNASON *Byggt á túlkun Margrétar Sverrisdóttur og Oddnýjar Sturludóttur á tillögum meirihluta mannréttindaráðs í samtölum við Fréttablaðið KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.