Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 8
 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – HLÍÐASMÁRA 9 - 201 KÓPAVOGI - 544 4500 - NTV.IS Helstu námsgreinar: » Listar, skjalasöfn og sýnir » Stofnun og viðhald vefja og vefsíðna » Aðgangsstýringar, notendur og notendahópar » Aðlögun útlits vefja » Notkun vefparta » Stjórnun vefsetra » Skjalastjórnun » Verkferli SHAREPOINT 2010 NOTENDANÁMSKEIÐ Lengd: 3 dagar Verð: 147.000.- eða 3 MS leyfisdagar (allt innifalið) Kennt er 2. til 4. nóvember frá kl. 9-16 Mjög öflugt 3ja daga námskeið fyrir Sharepoint 2010 notendur. Þetta er “hands on” námskeið þar sem nem- endur fara í gegnum margar krefjandi æfingar undir handleiðslu kennara sem tryggir að nemendurnir uppgötvi sjálfir leyndardóma Sharepoint 2010. Þetta námskeið hentar þeim sem eru að vinna með SharePoint vefi, lista og skjalasöfn. Góð innsýn er veitt inn í uppbyggingu SharePoint og hagnýtar aðferðir við stjórnun efnis eru kenndar. Kennari á námskeiðinu: Halldór Kári Hreimsson er Microsoft ráðgjafi sem hefur starfað hjá Opnum kerfum í 3 ár og er reyndur fyrirlesari. Halldór hefur sinnt ráðgjöf og þjónustu hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur yfirgripsmikla reynslu af innleiðingu og rekstri SharePoint lausna. Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is HEILBRIGÐISMÁL Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræði- maður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindavernd- ar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heil- brigðiskerfinu verða að taka mið af mann- réttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum laga- deildar Háskól- ans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigð- iskerfinu, hagræðingu og einka- væðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um nið- urskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að sam- ræmast þeim alþjóðlegu mann- réttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa lands- menn lögbundinn rétt til heilsu- gæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. „Í fyrsta lagi er það landfræði- leg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einn- ig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjón- usta á að vera í boði á staðbundn- um heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfð- ari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæm- ari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveð- ið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvenna- sáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjón- ustu í sambandi við þungun, barns- burð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á lands- byggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræð- unni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi Kunn fræðikona í heilbrigðisrétti segir að hagræðing og niðurskurður í heil- brigðiskerfinu verði að taka tillit til mannréttindasáttmála. Margir hópar eigi rétt á þjónustu í heimabyggð. Sérhæfðari starfsemi verði þó á stærri stöðum. DR. BRIGIT TOEBES SJÚKRAHÚS Dr. Brigit Toebes segir að gæta verði að mannréttindum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað frá máli Borgars Þórs Einarssonar gegn Skattstjóranum í Reykjavík. Krafist var viðurkenningar á því að skattstjóra væri óheimilt að leggja fram til sýnis álagningarskrá þar sem tilgreindir voru skattar sem á hann höfðu verið lagðir. Taldi stefnandi að með þessu væri brot- ið gegn friðhelgi einkalífs hans. Málinu var vísað úr héraðsdómi á síðasta ári á þeim rökum að þrátt fyrir að tekið yrði tillit til krafna stefnanda og bannað væri að birta fjárhæðir einstakra skatta, sem lög um tekjuskatt taka fram, væri engu að síður heimilt að birta fjár- hæð skatta og gjalda samkvæmt öðrum lögum. Þar með talið er útsvar, sem heyrir undir lög um tekjustofna sveitarfélaga, og ætti að geta gefið jafngóðar upplýsing- ar um tekjur stefnda og hinar upp- hæðirnar. Því taldi Hæstiréttur að kraf- an veitti ekki úrlausn um réttindi hans, heldur fæli einungis í sér að leitað væri álits dómstóla um lög- fræðilegt efni. Af slíku hefði stefndi ekki lög- varða hagsmuni og því hefði verið óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi. Aðilar munu bera hvor sinn kostnað af málinu. - þj SKYGGNST Í SKATTANA Borgar Þór Einarsson mótmælti aðgangi almenn- ings að álagningarskrám á skrifstofu skattstjóra fyrir nokkrum árum. Hæstiréttur Íslands vísar frá dómi kröfu gegn Skattstjóranum í Reykjavík: Mega sýna álagningarskrár áfram BRETLAND, AP Breska stjórnin hefur ákveðið að grípa til sparnaðarað- gerða í hernaðarmálum, og er það liður í margboðuðum niðurskurði í ríkisfjármálum sem stjórnin telur sig nauðbeygða til að ráðast í. David Cameron forsætisráð- herra tók þó fram að ekkert verði dregið úr þátttöku Breta í hernað- inum í Afganistan. Heildarfram- lög ríkisins til hermála verði auk þess áfram meira en tvö prósent af þjóðarframleiðslu, eins og Atl- antshafsbandalagið gerir kröfu um. Breski herinn verði áfram sá fjórði stærsti í heimi. Alls verður hermönnum fækkað um sautján þúsund og starfsmönn- um varnarmálaráðuneytisins um 25 þúsund. Þá verður öldnu flug- móðurskipi lagt og heill floti her- þotna tekinn úr notkun og smíði fjögurra nýrra kafbáta verður frestað til 2016. Niðurskurðurinn nemur átta prósentum af heildarútgjöldum til hermála á fjárlögum næstu fjög- urra ára. Cameron skýrði Barack Obama Bandaríkjaforseta frá þessu sím- leiðis áður en hann kynnti bresku þjóðinni áformin. - gb Forsætisráðherra Bretlands kynnir harkalegan niðurskurð í hermálum: Ekkert sparað í Afganistan CAMERON RÆÐIR VIÐ HERMENN David Cameron, forsætisráðherra Breta, kynnti niðurskurðinn í gær. NORDICPHOTOS/AFP Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu. DR. BRIGIT TOEBES PRÓFESSOR Í LÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.