Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 12
12 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð-herra hefur rangt eftir mér í Frétta- blaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaða- viðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn“ þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðu- neyti menntamála ábyrgð á því að háskól- arnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt.“ Ég var því ekki að óska eftir því að ráð- herra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á megin- reglu háskólastarfs um mikilvægi akadem- ísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mik- ilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niður- skurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráð- herra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóð- legar reglur og viðmið sem þeir háskól- ar sem hafa náð bestum árangri í heimin- um hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akadem- ísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla.“ Þetta er megin- atriðið. Það er ótvíræð skylda menntamála- yfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um mennta- starfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarf- ið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslensk- ir ráðamenn eiga erfitt með að skilja ein- falda hluti. Ráðherra hefur rangt eftir Menntamál Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík. Kúvent Þegar Ragna Árnadóttir, sem eitt sinn var ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, lét af starfi dómsmálaráð- herra fyrir hálfum öðrum mánuði var hún spurð hvort hún ætlaði að halda áfram störfum fyrir ráðuneyt- ið. Það þótti henni afar ólíklegt. Þegar hún var í kjölfarið spurð hvort hún ætlaði að starfa áfram í stjórnsýslunni sagðist hún ekki viss. Nú væri kannski bara kominn tími á eitthvað alveg nýtt. Svo fór hún og sótti um starf ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Alveg nýtt Ögmundur Jónasson mun skipa ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneyt- isins. Hann lendir þar í þeirri sérstöku stöðu að ákveða hvort hann skuli skipa forvera sinn í embætti í stöð- una. Það er alveg nýtt. Hringl Einu sinni var til embætti borgarritara. Hann var einn nánasti samstarfsmaður borgar- stjóra í embættis- mannakerfinu. Embættið var lagt niður árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Þá var Dagur B. Eggertsson í meirihluta í borgarstjórn. Svo komust sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn til valda. Þeir endurreistu embættið. Eins og frægt er orðið varð Dagur B. Eggertsson næst borgar- stjóri í nokkra daga. Hann beið ekki boðanna og lagði embættið af aftur. Og nú er búið að kjósa. Dagur er oddviti í meirihluta. Og þá er ráðið í starf sem er að sögn meirihlutans svipað embætti borgarritara. Furðulegt. stigur@frettabladid.is ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan S tundum þurfa sprenglærðir dómarar að kveða upp ótal dóma, studda vandaðri lögfræðilegri röksemdafærslu áður en fólki dettur í hug að gera það sem einföld, heil- brigð skynsemi býður. Þetta virðist eiga við um spurn- inguna hvort Alþingi megi með lögum skylda fólk til að borga félagsgjald í félagi sem það er ekki í og vill ekki vera í, telur jafnvel vinna gegn hags- munum sínum. Hæstiréttur Íslands hafði ítrekað kveðið upp dóma þess efnis að svokallað iðnaðarmála- gjald bryti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um félaga- frelsi. Það var gjald sem iðnfyr- irtæki greiddu og rann til Sam- taka iðnaðarins, jafnvel þótt viðkomandi fyrirtæki væru ekki í samtökunum. Síðastliðið vor komst Mannréttindadómstóll Evrópu hins vegar að þeirri niðurstöðu að gjaldið bryti gegn félagafrels- isákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar með var það úr sögunni. Pétur Blöndal alþingismaður, sem lengi hefur barizt fyrir því að fólk þurfi ekki að borga til félaga sem það vill ekki vera í, spurði þá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi hvort önnur svipuð gjöld færu ekki sömu leið. Pétur nefndi þar meðal annars búnaðargjald, sem ríkið leggur á bændur en rennur að hluta til Bændasamtakanna og búnaðar- og búgreinasamtaka, og skyldugreiðslu opinberra starfsmanna til lögboðins stéttarfé- lags, jafnvel þótt þeir séu ekki í viðkomandi félagi. Forsætisráðherra lofaði þá að skoða málið, en taldi ólíklegt að þessum gjöldum yrði aflétt eins og iðnaðarmálagjaldinu. Nú hefur Hæstiréttur komizt að þeirri niðurstöðu að ólöglegt sé að innheimta af útgerðarmönnum smábáta gjald af aflaverð- mæti, sem rennur að hluta til Landssambands smábátaeigenda. Útgerðarfélag, sem vildi ekki vera í sambandinu, lét reyna á þessa gjaldtöku og hafði sitt fram. Rétturinn telur gjaldið brjóta bæði eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði hennar um félagafrelsi. Framkvæmdastjóri Landssambandsins segir ósköp beygður í Fréttablaðinu í dag að félagsskapurinn verði að finna sér nýjar leiðir til tekjuöflunar, jafnvel að leggja á félagsgjald (þá væntan- lega á þá sem eru og vilja vera í félaginu)! Merkilegt að engum þar á bæ skuli hafa dottið það í hug fyrr. Er nú ekki hægt að hætta þessum vandræðagangi og komast hjá því að höfða þurfi fleiri dómsmál til að koma því á hreint að ekki megi skylda fólk til að borga til hagsmunasamtaka, sem það er ekki í? Með því má spara lögfræðikostnað, tíma og pen- inga dómstólanna og forða Alþingi frá enn frekari niðurlægingu. Jóhanna hlýtur að taka á sig rögg og beita sér fyrir því að Alþingi afnemi þessa úreltu gjaldtöku, hvaða nafni sem hún nefnist. Af hverju viðgengst enn að fólk borgi félags- gjald í félögum sem það vill ekki vera í? Nóg komið af dómunum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.