Fréttablaðið - 20.10.2010, Side 14

Fréttablaðið - 20.10.2010, Side 14
14 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR Enginn deilir um að skuldavandi margra einstaklinga og fyrir- tækja er mikill. Enginn deilir um að aðgerða er þörf, enda hefur verið gripið til þeirra. Menn deila hins vegar um áherslur og nálg- un. Þegar hefur verið komið til móts við marga þá sem verst eru settir. Annars vegar er það mjög tekjulágt fólk og hins vegar þeir sem hafa skuldsett sig mikið og umfram greiðslugetu. Búin eru til úrræði sem henta þessum hópum sem „verst eru settir“, í mörg- um tilvikum hinir tekjulægstu og hinir tekjuhæstu. Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífs- kjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu. Flöt uppfærsla – flöt niðurfærsla Fjármálakerfið hrundi sem kunn- ugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjald- eyrisbrasks fjármálageirans, verð- bólga skaust upp á við en kaup- mátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísi- tala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launa- umslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri nið- urfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milli- veg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórn- málaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar nið- urfellingar skulda ...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“. Ekkert svikið Getur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmæl- is? Forsætisráðherra er í mik- illi alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsend- ur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niður- færslu skulda. Jóhanna Sigurðar- dóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með fram- kvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu. Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármála- stofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svik- in loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal. Leitað lausna Það er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Páls- son eins og hann lystir og Frétta- blaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina. Kallað eftir ábyrgri umræðu Skuldamál Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannréttindaráðherra Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýj- anlegar auðlindir, fjölgun mann- kyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarka- laus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að þetta eigi ekki við um okkur og að við séum heimsbyggð- inni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má nið- urstöður Sigurðar Eybergs Jóhann- essonar og dr. Brynhildar Davíðs- dóttur, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mæli- kvarði hefur aldrei áður verið lagð- ur á íslenskt samfélag. 21 Jörð Niðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu nátt- úruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hug- mynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútíma- samfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast.“ Það er hárrétt hjá Andra, við þurf- um ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vant- ar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði. Nýir mælikvarðar Því er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvís- indastofnunar og Hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hag- vaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuður- inn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niður- stöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu not- aðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins. Mælikvarðar lífsgæða og velferðar Umhverfismál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Intersp ort Bíl dshöfð a / Sím i: 585 7220 OPIÐ: Mánud aga - f östuda ga 10 - 19. Lauga rdaga 10 - 18 . Sunn udaga 12 - 1 8.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.