Fréttablaðið - 20.10.2010, Page 18

Fréttablaðið - 20.10.2010, Page 18
„Á námskeiðunum kenni ég saum- gerðir sem ég lærði í Kennara- skólanum, en ég var svo hepp- in að vinna lokaritgerðina mína um kvæði eftir sr. Stefán Ólafs- son frá Vallarnesi. Kvæðið er frá sautjándu öld og í því eru taldar upp allar þær saumgerðir sem þá voru til,“ segir Guðrún Sigurðar- dóttir, handavinnukennari á Egils- stöðum. „Ég rannsakaði þetta allt saman og bý að því síðan.“ Námskeið Guðrúnar hafa verið vinsæl en þegar Fréttablaðið hitti á hana á Kaffi Valný á Egilsstöð- um var námskeiði í haustkransa- gerð nýlokið. Á döfinni eru nám- skeið í hekli og prjóni, bútasaumi og jurtalitun. Guðrún segir í útsaumssporunum felast menning- ararf sem ekki megi glatast. „Ég finn fyrir áhuga hjá konum um að halda þessu við. Ég kenni um þrjátíu saumgerðir, til dæmis refilsaum, skakkaglit, flatsaum, leggsaum og gamla krosssaum- inn. Á byrjendanámskeiðum legg ég upp með prufur svo nemendur átti sig á réttum efnum, garni og hlutföllum. Á framhaldsnámskeið- unum býð ég nemendum að teikna munstur og útfæra það með þess- um gömlu saumgerðum. Þannig verður til eitthvað nýtt,“ segir Guðrún en hún sér fyrir sér að útsaumur geti orðið að atvinnu- grein. „Ég hugsaði mér að námskeiðin yrðu atvinnuskapandi, þegar ég fór af stað með þau í fyrra. Að hægt yrði að bródera söluvarn- ing, en hann vantar á markaðinn. Útsaumur er skemmtileg vinna að sitja við og bak við fallegan kaffi- dúk til brúðargjafar liggur mikil vinna. Það er ekki verra að borga fyrir hana en málverk á striga sem jafnvel er málað á tveimur tímum.“ Námskeið Guðrúnar eru kennd á Kaffi Valnýju á Egilsstöðum en einnig fer Guðrún á aðra staði og heldur námskeið fyrir hópa. Eftir áramótin er von á Guðrúnu með námskeið til Reykjavíkur en ekki er komin dagsetning á þau enn. heida@frettabladid.is Saumsporin fela í sér arf Handavinnukennarinn Guðrún Sigurðardóttir vill gera útsaum að atvinnugrein. Guðrún hefur sett saman námskeið þar sem hún kennir meðal annars fornar útsaumsgerðir sem hún las um í gömlu kvæði. Guðrún Sigurðardóttir, handavinnukennari á Egilsstöðum, sér útsaum fyrir sér sem atvinnugrein. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN garn.is er vefverslun fyrirtækisins Bjarkarhóls. Þar má nálgast garn af ýmsum gerðum en einnig aðrar vörur eins og prjónablöð, gjafavöru, tölur og margt fleira. HANNYRÐIR Prjóna.net er upp- lýsingatorg prjónara. Þar má fylgjast með því sem er að ger- ast í heimi prjóns- ins á Íslandi sem og á netinu. Ilmur Dögg Gísladóttir er umsjón- armaður síðunnar og gefur jafnan góðar hugmyndir að verkefn- um. Nýjustu uppskrift- irnar sem hún upplýsir lesendur um eru að töskum, skjóðum og tuðrum. www.prjona.net NÝ SENDING AF SPARIFÖTUM ODDFELLOW DRESSIN KOMINN ÁRA Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.