Fréttablaðið - 20.10.2010, Side 20

Fréttablaðið - 20.10.2010, Side 20
 20. 4 Jóhann G. Baldvinsson kokkur hefur verið á siglingu um Mið- jarðarhafið í sex vikur og und- irbýr nú vetrarsiglingu um Kar- íbahafið. „Frændi minn hringdi í mig í júlí og sagði mér að það vant- aði kokk á þessa snekkju,“ segir Jóhann. „Ég hafði ekki tíma þá og gaf það frá mér. Nokkrum vikum seinna hringdi hann aftur og sagði að þetta væri neyðar- ástand og ég lét til leiðast. Tveim- ur dögum seinna var ég í flugi á leið til Króatíu, þar sem snekkj- an var þá.“ Á snekkjunni er tuttugu og tveggja manna áhöfn, en farþega- fjöldinn er misjafn. Eigandinn, kona hans og tíu mánaða dóttir eru meira og minna um borð og svo eru gestir í mislangan tíma. Í ágúst og september var siglt um Miðjarðarhafið, frá Króatíu til Feneyja og Svartfjallalands og þaðan til grísku eyjanna og Tyrklands. Er þetta ekki algjört himnaríki? „Þetta er gaman, en svakalega mikil vinna,“ segir Jóhann. „Ég vakna klukkan sjö alla morgna til að framreiða morgunmat og síðan er matseð- ill með vali um tvo forrétti, tvo aðalrétti og tvo eftirrétti bæði í hádeginu og á kvöldin. Auk þess fer ég í land að kaupa hráefnið í allan mat þar sem við stopp- um og reyni að láta matseðil- inn endurspegla hvar við erum stödd hverju sinni. Svo fáum við í áhöfninni alltaf að fara í land og skoða okkur um þar sem við erum stödd. Maður er heppinn ef maður nær sex tíma svefni á nóttu. En þetta er draumastaða fyrir svona flakkara eins og mig.“ Jóhann er nú í Barcelona búa snekkjuna undir siglingu yfir Atlantshafið til Karíbahafsins, þar sem meiningin er að sigla um í þrjá mánuði. Og hvað tekur þá við? „Ég bara veit það ekki. Eigandann dreymir um að fara til Galapagos-eyja og upp Amaz- on-fljótið. Kannski verður af því eða eitthvað annað kemur til. Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur,“ segir Jóhann. fridrikab@frettabladid.is Draumastaða fyrir svona flakkara eins og mig Að sigla á snekkju í vellystingum um heimsins höf er draumur margra. Jóhann G. Baldvinsson kokkur átti sér ekki þann draum en var fyrir tilviljun ráðinn aðalkokkur á snekkju bresks milljónamærings. Jóhann G. Baldvinsson datt í lukkupottinn og starfar nú á snekkju bresks auðmanns sem siglir um heimsins höf. Málþing um málefni Hveravalla verður haldið í Húnaveri á laugar- daginn, 23. október, frá 10.30 til 16. Leiðarstef málþingsins er þróun heilsársstarfsemi á Hveravöllum í átt til sjálfbærrar framtíðar með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi. www.ferdamalastofa.is Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. s g Mjódd UPPLÝSINGAR O Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vandaðir skór fyrir veturinn! F í t o n / S Í A ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS Epli hafa verið ræktuð á Íslandi í hundrað ár. Því verður fagnað á Mógilsá á fimmtudaginn. Á-Vöxtur, hvatafélag um ræktun ávaxta á Íslandi, stendur fyrir epla- hátíð á morgun. Tilefnið er hundrað ára afmæli eplaræktar á Íslandi en til eru heimildir um eplaávexti frá árinu 1910. Uppskeruhátíðin er haldin á Rannsóknarstöð skógræktar á Móg- ilsá frá klukkan 16 til 20. Gestum verður boðið að skoða sýnishorn af mismunandi yrkjum frumkvöðla eplaræktar á Íslandi. Formleg dag- skrá hefst klukkan 17 á því að Lilja Oddsdóttir, formaður Á-Vaxtar, setur hátíðina. Þá mun Jón Guðmundsson segja frá sögu eplaræktar og frumkvöðla- starfi. Jón og Sæmundur Guðmundsson, heiðursfé- lagi Á-Vaxtar, munu sýna epli og fleiri ávexti sem ræktaðir voru á Íslandi síðastliðið sumar, en uppskera hefur verið í fullum gangi síðustu vikur. Kaffi verður selt á staðn- um svo og kökur úr íslensk- um eplum. Allur ágóði rennur í sjóð félagsins „Eplapar verður aldingarður“ en félagið stefnir á að planta samtals 100 eplapörum fram á næsta haust, í tilefni afmælisins. Eplarækt á Íslandi 100 ára Slegið verður upp eplaveislu á Mógilsá á morgun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.