Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 30
22 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? A u g lý si n g as ím i ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Heims- meistara- titillinn? Nei, deildar- meistaratitillinn, maður verður raunsærri með árunum. Af hverju er ég að eyða ævinni í heimalærdóm? Hver er tilgangur- inn? Hvar eru launin? Þú ert að horfa á þau. Þegar þau heyra sann- leikann þá geturðu nánast heyrt heila- sellurnar þeirra springa. Hef ég búið á hóteli? Já.. Ó, já, það er langt síðan Við vorum á hóteli þegar við heimsóttum afa og ömmu síðast, manstu? Ekki svo, kannski ár. Heyrðu, ár er langur tími þegar maður hefur bara verið til í fimm. Við hefðum haft kistuna opna ef hann hefði ekki verið í vitnavernd. LÁRÉTT 2. fyrir ofan, 6. tveir eins, 8. ham- fletta, 9. spíra, 11. í röð, 12. krydd- blanda, 14. hrista, 16. pot, 17. arr, 18. skar, 20. átt, 21. drykkur. LÓÐRÉTT 1. tafl, 3. tveir eins, 4. sambandsríkis, 5. farvegur, 7. gera óvandlega, 10. rölt, 13. fljótfærni, 15. seytlar, 16. mælieining, 19. belti. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofar, 6. kk, 8. flá, 9. ála, 11. rs, 12. karrí, 14. skaka, 16. ot, 17. sig, 18. hró, 20. sa, 21. malt. LÓÐRÉTT: 1. skák, 3. ff, 4. alríkis, 5. rás, 7. klastra, 10. ark, 13. ras, 15. agar, 16. ohm, 19. ól. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíð-ina beitt ýmsum brögðum til að halda lýðnum í greipum sínum. Ein farsælasta aðferðin var fundin upp af Rómverjum og hefur hún verið nefnd „brauð og sirkus“. Þannig var mál með vexti að harðsvíruð- ustu valdamenn þurftu einungis að fylla maga almúgans og bjóða honum síðan upp á skemmtan svo að hann gleymdi lúsarlegu hlutskipti sínu. Að þessu uppfylltu voru valdamenn búnir að tryggja sig í sessi. ÞETTA var ódýrt og þægilegt. Ekki þurfti annað en bjóða lýðnum upp á hveiti og síðan var ólánspésum varpað fyrir ljón, fólkinu til ómældrar ánægju. Skemmti- atriðin hafa breyst þó nokkuð í tímans rás en aðferðin lifir góðu lífi. Til dæmis þarf Berlusconi ekki annað en dusta annað slagið brauðmylsnu af allsnægtaborði sínu og bregða svo á leik með gamanmál milli þess sem hann hleypur undan rétt- vísinni. Er hann nú fyrir löngu orðinn óhjákvæmilegur forsætisráðherra. Á Íslandi hefur þessi aðferð líka dugað býsna vel. Bankarnir þeyttu styrkjum og bitlingum út um allar trissur, buðu upp á efnahagslegar sjónhverf- ingar og ýmsar skemmtan- ir og uppákomur. Reyndar var varla til sú uppákoma sem ekki var í boði bankanna. Þetta gafst aldeilis vel og fyrr en varði gengu háir sem lágir bankanum á vald. EN síðan kom kreppan og brauðið var af skornum skammti. Íslendingar dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að leggja bara þeim mun meiri áherslu á sirkusinn. Þetta skap- aði tækifæri fyrir grínista eins og Jón Gnarr sem ekki þurfti að kosta skemmtan- irnar heldur stóð bara fyrir þeim sjálfur. Þetta hentaði Reykvíkingum vel á þreng- ingartímum. Ríkisstjórnin, sem jafnan reynir að fylgja straumum og stefnum, komst hins vegar að því, sér til mikill- ar hrellingar, að hún hafði ekki á að skipa neinum skemmtikrafti. Ekki einu sinni hagyrðingi. Þá var gripið til þess ráðs að varpa Geir fyrir landsdóm en landanum var ekki skemmt. Í dag er Ísland því gott dæmi um algjöra stjórnarkreppu þar sem hvorki brauði né sirkusi er fyrir að fara. Við slíkar aðstæð- ur neyðist almúginn til að hafa ofan af fyrir sér sjálfur með trumbuslætti og þingmannaþeytingu en hún felst í því að henda þingmönnum að Alþingishúsinu – gagnast meira að segja varaþingmenn í þessum tilgangi. Þeir sem standa sig vel í þessu skemmtanahaldi fá svo eflaust tæki- færi í ríkissirkusnum þegar hann tekur flugið á ný. Stjórnmálaheimspeki 101

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.