Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 2
2 21. október 2010 FIMMTUDAGUR KÖNNUN Traust á dóms- og mann- réttindaráðuneytinu hefur minnk- að um tæpan helming milli ára, samkvæmt könnun MMR. Alls segjast 24,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri könnun treysta ráðuneytinu, en 42,3 pró- sent treystu ráðuneytinu fyrir ári. Þá var Ragna Árnadóttir ráðherra, en Ögmundur Jónasson tók við 1. október síðastliðinn. Könnunin var gerð 5. til 8. október. Traust til annarra stofnana dómskerfisins breytist lítið milli ára, samkvæmt könnuninni. - bj Mæla traust á dómskerfinu: Traust á ráðu- neyti hrynur Útlendingastofnun Dómsmálaráðuneytið Dómskerfið í heild Sérstakur saksóknari Traust á dómskerfinu Okt. 2010 Okt. 2009 21,1% HEIMILD: MMR 24,5% 33,1% 54,8% STJÓRNSÝSLA Unnið er að nauðsyn- legum frágangi á gagnagrunnum rannsóknarnefndar Alþingis svo unnt verði að veita fræðimönnum aðgang að þeim. Þjóðskjalasafnið fékk gögnin í hendur í sumarbyrjun og er stefnt að því að opna fyrir aðgang í nóv- ember. Gagnamagnið er gríðarlegt. Er bæði um að ræða gögn sem rann- sóknarnefndin aflaði úr bönkun- um og gögn sem urðu til við vinnu nefndarinnar. Megnið er á rafrænu formi. „Það hefur verið slegið á að ef þetta væri á pappír þyrftum við 4.000 til 5.000 fermetra bygg- ingu undir skjölin,“ segir Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Þegar hafa nokkrir sótt um aðgang að gögnunum. Ólafur kveðst ekki gera sér grein fyrir hvort ásókn í þau verði mikil en býst heldur við að svo verði enda upplýsingarnar áhugaverðar um langa framtíð. Tilgangurinn með opnun gagn- anna er að þau geti nýst við fræði- rannsóknir. Samkvæmt upplýsingalögum ætti aðgangur að stórum hluta þeirra fyrst að verða aðgengileg- ur eftir áttatíu ár. Helgast það af því að í þeim eru mikilvægar upp- lýsingar um fjárhagsmálefni ein- staklinga og fyrirtækja. Alþingi leit hins vegar svo á að þar sem gögnin geta haft mikla fræðilega þýðingu – meðal annars fyrir hagfræðilegar rannsóknir á því hvernig bankastarfsemi bregst við sveiflum á fjármálamörkuð- um og hvað beri að forðast í því efni – væri rétt að veita að þeim aðgang. Gögnin verða aðgengileg með tvennum hætti. Annars vegar þar sem persónugreinanlegar upplýs- ingar og upplýsingar sem rekja má til nafngreindra fyrirtækja hafa verið afmáðar. Hins vegar með persónugreinanlegum upplýs- ingum. Aðgangur að þeim verður aðeins veittur með sérstöku sam- þykki þjóðskjalavarðar. Fást gögn þá skoðuð í sérstöku öruggu rými í Þjóðskjalasafninu og að yfirlýstri þagmælsku. Brot á reglum getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. bjorn@frettabladid.is Fræðimenn fá gögn rannsóknarnefndar Stefnt er að því að veita aðgang að gagnagrunnum rannsóknarnefndar Alþing- is í næsta mánuði. Opnun gagnanna er fyrst og fremst hugsuð fyrir fræðilegar rannsóknir. Þjóðskjalasafninu hafa þegar borist nokkrar umsóknir um aðgang. GENGIÐ FRÁ GÖGNUNUM Unnið hefur verið að því í Þjóðskjalasafni Íslands að undanförnu að búa gögn rannsóknarnefndar Alþingis til geymslu og notkunar fræðimanna. Enn munu líða áratugir þar til persónugreinanleg gögn verða aðgengileg öllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hrafnkell, er hér allt í hakki? „Já, við þurfum að buffa hakkið – búa til reglu úr óreiðunni.“ Ísland er algjörlega varnarlaust gegn árás- um tölvuhakkara. Hrafnkell V. Gíslason er forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Sjö mánaða gamalt barn slapp ómeitt þegar foreldrar þess, ung íslensk hjón, fórust í bíl- slysi í Tyrklandi þar sem þau voru á ferðalagi. Slysið varð í gærmorgun nálægt bænum Mugla í suð- austurhluta landsins. Ræðis- maður Íslands í Tyrklandi fór á staðinn og vann að því að koma barninu til Íslands. Hvorki nöfn né aldur hjón- anna voru gefin upp í gær, en talið er að ökumaður bifreiðar- innar hafi misst stjórn á henni í rigningu sem varð til þess að hann ók á smárútu. Ung hjón fórust í Tyrklandi: Sjö mánaða barn lifði af LÖGREGLUMÁL Maður sem stal jakka með veski og öðrum verð- mætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags skilaði jakkanum í gær eftir að myndir af honum úr eft- irlitsmyndavélum staðarins voru birtar á netinu. Jakkann skildi þjófurinn eftir við ruslatunnu utan við heimili fórnarlambs síns og gerði síðan viðvart eftir að hafa læðst í burtu. Að sögn Ástu Olgu Magnúsdóttur skildi þjófurinn eftir kurteislegt og vingjarnlegt afsökunarbréf. Öll verðmætin voru enn í jakkanum. Þjófurinn bar við ölæði og baðst fyrirgefningar. - gar Ölstofuþjófur á netinu: Skilaði jakka og sagðist iðraðst BRETLAND, AP Breska stjórnin kynnti í gær harkalegan niður- skurð á fjárlögum, þann mesta sem þjóðin hefur kynnst síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Meðal annars verður ríkisstarfs- mönnum fækkað um hálfa milljón, dregið mjög úr velferðarútgjöldum og eftirlaunaaldur hækkaður í 66 ár. Bresk stjórnvöld eru skuldum hlaðin eftir að hafa dælt milljörð- um punda í banka á brauðfótum, og fengið í kjölfarið minni skatttekj- ur. - gb Niðurskurður í Bretlandi: Velferðin nú skorin við nögl LANDBÚNAÐUR „Þetta er gert í skugga þess að það þarf að skera niður, og okkur var bara nauðugur sá kostur að taka þátt í því,“ segir Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtaka Íslands, um nýjan búnaðarlagasamning sem fulltrúar ríkis og bænda undir- rituðu í gær. Haraldur kallar þetta nauða- samning, enda hefur verðgildi hans fallið um fjörutíu prósent, eða úr 920 milljónum, sem er upp- reiknað gildi síðasta samnings, sem gerður var árið 2005, niður í 415 milljónir. „Samkvæmt lögum á samning- urinn að vera til fimm ára, en við gerðum núna eins konar bráða- birgðasamkomulag til tveggja ára. Eftir það getum við vonandi farið að byggja upp á ný í sveit- unum.“ Búnaðarlagasamningur snýst einkum um greiðslur til búfjár- ræktar og ráðgjafar til bænda. Haraldur segir bændur hafa metið það svo, að illskárra sé að skera þar niður en í búvörusamningn- um, sem snýst um kjör bænda. „En þetta rífur mikið í,“ segir Haraldur. - gb Nýr búnaðarlagasamningur undirritaður í gær í skugga niðurskurðar: Nauðugur kostur að sögn bænda HARALDUR BENEDIKTSSON Formaður Bændasamtaka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR STJÓRNMÁL Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði í gær fram á Alþingi frum- varp til að breyta lögum um þjóð- aratkvæðagreiðslur þannig að hægt sé að halda slíkar atkvæða- greiðslur með skemmri fyrirvara en þremur mánuðum. Vigdís er fyrsti flutningsmað- ur þingsályktunartillögu frá því á þriðjudag um að samhliða kosn- ingu til stjórnalagaþings þann 27. nóvember verði þjóðaratkvæða- greiðsla um að hætta við aðildar- viðræður að Evrópusambandinu. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær yfirsást Vigdísi og meðflutn- ingsmönnum hennar að tillögunni, að samkvæmt lögum sem samþykkt voru í júní þurfa að líða minnst þrír mánuðir frá því Alþingi samþykk- ir þjóðaratkvæðagreiðslu þar til atkvæðagreiðslan fer fram. Vigdís var hluti af meirihluta í allsherjar- nefnd Alþingis sem lagði til að lögin yrðu samþykkt í þeirri mynd sem þau eru nú. „Í frumvarpi þessu er lagt til að undantekning verði gerð á þriggja mán- aða tímamarkinu á þeim grunni að ef um kosning- ar sé að ræða innan þess tímaramma megi þjóð- aratkvæðagreiðsla fara fram sam- hliða kosningunum þó að styttri tími sé í þær en þrír mánuðir. Er þetta meðal annars gert til að spara ríkinu kostn- að við kosningar. Áætl- að er að þjóðaratkvæða- greiðslur kosti um 250 milljónir króna,“ segir í greinargerð Vigísar með frumvarpinu. Hún bendir einnig á sem fordæmi að ríkisstjórnin hafi ekki tekið ákvörð- un um þjóðarat- kvæðagreiðslu u m Icesave - lögin fyrr en tíu dögum áður en atkvæða- greiðslan fór fram. - gar Frumvarp um breytingu á lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu lagt fram á Alþingi: Icesave dæmi um stuttan fyrirvara VIGDÍS HAUKS- DÓTTIR Þingmað- ur Framsókn- arflokks vill styttri fyrirvara á þjóðar- atkvæða- greiðslum en lögin mæla fyrir um í dag. SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Svíþjóð gerir nú dauðaleit að manni sem grun- aður er um á annan tug skotárása í Malmö undanfarna mánuði. Árás- irnar virðast beinast að innflytj- endum. Til þessa hafa árásirnar ekki kostað neinn lífið, en margir eru illa særðir. Þrír menn voru skotnir úti á götu í Malmö í gær, á þremur mis- munandi stöðum. Einn 19 ára pilt- ur hefur verið handtekinn, grunað- ur um að hafa skotið á einn þessara manna, en ekki er talið að hann tengist hinum skotárásunum. - gb Byssumaður í Malmö: Ræðst gegn innflytjendum Tillaga felld á stjórnarfundi Tillaga um að skerða starfshlutfall til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna innan Orkuveitunnar var felld á stjórnarfundi fyrirtækisins í gærkvöldi. Kjartan Magnússon, fulltrúi minni- hlutans í stjórn OR hafði óskað eftir fundinum til að ræða tillöguna en hann taldi það ekki hafa verið gert á fullnægjandi hátt á stjórnarfundum fyrirtækisins. ORKUVEITAN SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.