Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 4
4 21. október 2010 FIMMTUDAGUR Örn Bárður Jónsson er ekki sóknar- prestur á Seltjarnarnesi eins og rang- lega var fullyrt í blaðinu í gær, heldur í Neskirkju í Reykjavík. Þrír af fyrrverandi æðstu stjórnendum Kaupþings sættu gæsluvarðhaldi í vor, ekki fjórir eins og sagði í blaðinu í gær. LEIÐRÉTT AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 20.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,0029 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,25 112,79 176,38 177,24 155,34 156,20 20,825 20,947 19,046 19,158 16,670 16,768 1,3815 1,3895 175,92 176,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Reykjavík Fiskislóð 1 Sími 580 8500 Opið mánudag–föstudag 10–18 Laugardag 10–16 Akureyri Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 Opið mánudag–föstudag 8–18 Laugardag 10–16 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM TIL 23. OKTÓBER SKÓ DAGAR www.ellingsen.is PI PA R \ TB W A S ÍA DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært pólskan karlmann á fertugs- aldri fyrir að reyna að smygla til landsins einum lítra af amfetam- ínvökva. Manninum er gefið að sök stór- fellt fíkniefnalagabrot, þegar hann í lok ágúst á þessu ári stóð í ágóðaskyni að innflutningi á rúm- lega einum lítra af vökva sem inni- hélt amfetamínbasa. Vökvann hafi hann ætlað til söludreifingar hér á landi. Úr vökvanum sem maðurinn reyndi að smygla inn í landið var hægt að framleiða um átta kíló af amfetamíni til götusölu, sam- kvæmt matsgerð rann- sóknarstofu Háskóla Íslands. Við broti af þessu tagi getur legið allt að tólf ára fang- elsi. Við þingfestingu máls- ins í gærmorgun neitaði maðurinn að hafa vitað hvaða efni hann hefði verið að flytja, en talið að um vín hefði verið að ræða. Þá var hann beðinn fyrir flöskuna af óþekktum manni í Póllandi, að eigin sögn, og átti að afhenda hana óþekktum manni hér á landi. Umrædd- ur maður hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn við kom- una hingað til lands og mun verða áfram inni þar til dómur gengur í máli hans. - jss Karlmaður á fertugsaldri ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot: Taldi amfetamínvökva vera vín AMFETAMÍN Vökv- inn sem maðurinn var með hefði nægt til að búa til átta kíló af amfetamíni. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 7° 7° 8° 7° 9° 8° 8° 24° 11° 25° 15° 30° 4° 10° 15° 2° Á MORGUN 5-10 m/s. LAUGARDAGUR Norðan 5-13 m/s, hvassast SA-til. 1 2 1 1 1 0 -4 2 4 5 0 7 7 5 4 7 13 6 8 75 8 8 0 2 0 -2 0 0 -2 -1 0 1 ÁFRAM SVALT á landinu næstu daga og má áfram búast við éljum norðaustan til og stöku éljum eða slydduéljum við suðurströndina. Það verða heldur ekki miklar breyt- ingar á vindi og hita en um helgina er útlit fyrir eilítið stífari norðanátt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Tilkynnt hefur verið um færri nauðganir það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins var embætti ríkislögreglustjóra tilkynnt um 40 nauðganir. Á sama tíma í fyrra höfðu emb- ættinu borist 47 tilkynningar og 48 árið þar á undan. Heildarfjöldi tilkynntra kyn- ferðisbrota er einnig minni í ár. Ríkislögreglustjóra hafa borist 168 kynferðisbrotamál á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 201. Samanburður milli ára: Tilkynnt um 40 nauðganir FÉLAGSMÁL Ársfundur ASÍ hefst á Hilton-hótelinu við Suðurlands- braut í dag og stendur til morguns. Yfirskrift fundarins er „Stopp, hingað og ekki lengra,“ og verð- ur megináherslan lögð á efna- hags- og kjaramál, velferðar- og vinnumarkaðsmál og atvinnu- og umhverfismál. Unnið verður í þremur ólíkum málstofum á fund- inum sem fer fram í þjóðfundar- formi. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir mun stíga til hliðar sem varafor- seti ASÍ vegna veikinda. Þó gefur hún enn kost á sér til setu í mið- stjórn. - sv Stopp, hingað og ekki lengra: Ársfundur ASÍ settur í dag DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir að slá mann í höfuðið svo af hlaust alvarlegur heilaskaði. Maðurinn var enn fremur dæmdur til að greiða fórnar- lambi sínu þrettán milljónir króna í skaðabætur auk þess að greiða rúma milljón í sakarkostnað. Árásin var gerð á skemmtistað í Reykjavík í mars á síðasta ári. Maðurinn viðurkenndi að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið en hélt því fram að hann hefði verið að bregðast við yfirvofandi árás frá fórnarlambinu. Maðurinn hafði tvívegis áður verið dæmdur fyrir líkamsárás. Olli alvarlegum heilaskaða: Fangelsi og milljónabætur DAGBLÖÐ Tekjur af rekstri Morg- unblaðsins lækkuðu um 978 millj- ónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstr- inum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og rekst- urinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skil- aði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá álykt- un af öðrum liðum ársreiknings- ins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svar- ar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekj- ur“ leiða síðan til þess að bók- færður hagn- aður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljón- ir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrin- um. E i g i ð f é Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrar- fé. Á hinn bóginn séu menn við- búnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is Tap á Morgunblaðinu 1.351 milljón árið 2009 Afkoma Morgunblaðsins var neikvæð um 1.351 milljónir króna á árinu 2009. Með afskriftum á 4.272 milljón króna skuldum er þó 2.500 milljóna hagnaður í ársreikningi. Óskar Magnússon útgefandi segir engin vandræði með rekstrarfé. MORGUNBLAÐIÐ Útgefandinn segir 240 milljóna króna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins í byrjun þessa árs hafa komið af fé sem hluthafar eignarhaldsfélags- ins Þórsmerkur hafi lagt fram þegar á árinu 2009. ÓSKAR MAGNÚSSON RÚSSLAND, AP Þrír herskáir múslím- ar réðust á þinghúsið í Grosní, höf- uðborg Téténíu, í gær og reyndu að sprengja upp bygginguna. Að minnsta kosti sex manns létust og sautján særðust þegar þrír uppreisn- armenn réðust á þinghúsið í Grosní, höfuðborg Téténíu, á þriðjudag. Árásarmennirnir óku upp að byggingunni og tókst að komast inn fyrir þrátt fyrir stranga öryggis- gæslu. Einn þeirra sprengdi sjálf- an sig í loft upp við dyrnar og síðan hlupu hinir inn fyrir, hófu skothríð á fólk og hrópuðu vígorð. - gb Uppreisnarmenn í Grosní: Sprengdu sig inn í þinghúsið ÞINGHÚSIÐ Í GROSNÍ Skammvinn átök urðu í húsinu í gær. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Saud Abdullaziz bin Nasser al Saud, prins frá Sádi- Arabíu, var í gær dæmdur í ævi- langt fangelsi í Bretlandi fyrir morð á einkaþjóni sínum. Við réttarhöldin varði prinsinn mestum tíma í að sannfæra við- stadda um að hann væri ekki sam- kynhneigður, af ótta við harka- lega refsingu í Sádi-Arabíu kæmist hann þangað aftur. Af framburði vitna þykir þó ljóst að morðið hafi tengst kyn- ferðislegu sambandi prinsins og hins myrta. Afi prinsins er hálfbróðir núver- andi konungs Sádi-Arabíu. - gb Sádiarabískur prins í London: Ævilangt fang- elsi í Bretlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.