Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 6

Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 6
6 21. október 2010 FIMMTUDAGUR Fyrirkomulag persónukosn- inganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosn- ingarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunn- ar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðiprófessor. Um 500 manns buðu sig fram á þingið, miklu fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þessi mikli fjöldi veldur vandræðum víða, ekki síst þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Fjölmiðlar vita til dæmis ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að kynna til sögunnar 500 frambjóð- endur og stefnumál þeirra? Gunnar Helgi Kristinsson segir að það sé einfaldlega ekki hægt. „Sérstaklega ekki ef þú ætlar að hugsa það út frá einhverri jafn- ræðisreglu, sem allavega opinberu fjölmiðlarnir eru bundnir af. Þótt þú gæfir hverjum bara eina mín- útu þá ertu kominn upp í nokkra klukkutíma af mjög leiðinlegu efni – að minnsta kosti ekki notenda- vænu,“ segir hann. Facebook tekur við Þetta þýðir að kosn- ingabaráttan til stjórn- lagaþings verður líkast til mjög óhefðbundin. Frambjóðendur mega verja tveimur milljónum í auglýsingar en Gunnar Helgi bendir á að landið sé eitt kjördæmi í kosn- ingunum og því sé erf- itt fyrir frambjóðendur að „fókusera kynning- una landfræðilega“. Þar fyrir utan er fjáraust- ur í kosningabaráttu illa séður í samfélaginu eftir hrun sem hvetur síst til kostnaðar- samrar kynningar. Og svo er það netið. Margir frambjóðendur hafa þegar komið upp framboðssíðum á Facebook og menn velta fyrir sér hvort þar verði kosningabaráttan hugsanlega háð að mestu. Gunnar Helgi er ekki sannfærður. „Það er auðvitað viss hópur kjósenda sem er netfær og gæti nýtt sér það. Hversu mikinn áhuga þeir hafa á því er hins vegar mikið vafamál,“ segir hann. Ekki sé hlaupið að því að kynna sér slíkan mýgrút fólks. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það muni ekkert sérstaklega stór hópur kjósenda finna sig í því að skoða efni frá 500 frambjóðendum. Ef þú eyðir fimm mínútum í hvern þeirra þá ertu kominn í 2.500 mínútur og það eru 42 klukkustundir. Það er heil vinnuvika. Þannig að það er engin leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðendur af einhverju viti,“ segir Gunnar. Þá skapist hætta á að kjósendur grípi einfaldlega þá frambjóðend- ur sem hendi séu næstir, „frænd- fólk eða fólk úr sama sveitarfélagi, landshluta eða stjórnmálaflokki. Þá munu þeir sem eru þekktir hafa forskot. Þetta þýðir að tilgangur persónukjörsins sem slíks – sem er umræða óháð slíkum þáttum – er farinn. Þetta fyrirkomulag býður ekki upp á það.“ Hefði þurft kjördæmi En þýðir það ekki að fyr- irkomulagið sé gallað? Á því leikur ekki nokkur vafi, að mati Gunnars. Þeir sem fyrirkomulag- ið sömdu hafi greinilega ekki velt því nægilega fyrir sér hvernig gæti farið. Gunnar telur hins vegar að það hefði mátt koma í veg fyrir vanda- málið. Ein leið hefði verið hóflegt framboðs- gjald – til dæmis tíu þús- und krónur. „Þá myndirðu losna við þá sem væru bara að gera þetta algjörlega út í loftið.“ Önnur leið hefði verið að hafa hærri með- mælenda- eða votta- þröskuld. „Einfaldasta og skynsamlegasta aðferðin hefði hins vegar verið að hafa kjördæmi,“ segir Gunn- ar Helgi. „Það er upp- lýsingaástand sem er miklu viðráðanlegra fyrir kjósendur og mér finnst illskiljanlegt af hverju það var ekki gert.“ Þorri fólks mun ekki skilja Annað sem kann að valda fólki vandræðum er nýtt kosninga- kerfi, sem er ólíkt flóknara en það sem við höfum vanist til þessa. „Ég held að það sé alveg öruggt að þorri almennings mun ekki átta sig á því hvernig það virkar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég veit hins vegar ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Það þýðir að það verður svolítið flókið fyrir fólk að átta sig á því hvernig það á að nota atkvæðið sitt,“ útskýr- ir hann. Hvort til dæmis sé mikil- vægt að fullnýta atkvæðaseðilinn eða nóg sé að velja nokkur nöfn. „Fyrir fólk sem skilur ekki kosn- ingakerfið getur það orðið mjög erfið ákvörðun,“ segir hann. Gunnar segir fyrirhugaða kosn- ingu líklega einstaka í heimssög- unni. Aldrei fyrr hafi verið kosið á milli jafnmargra frambjóðenda í einu persónukjöri, enda sé persónu- kjör ekki hugsað fyrir svo marga. „Ég kann ekkert dæmi um neitt sem er nálægt þessu. Þetta spreng- ir algjörlega upplýsingamöguleika kjósenda.“ stigur@frettabladid.is Flóð frambjóðenda drekkir kjósendum Stjórnmálafræðiprófessor segir fyrirkomulag kosninganna til stjórnlagaþings gallað. Það vinni gegn tilganginum með persónukjöri. Enginn geti kynnt sér 500 frambjóðendur og því muni flestir líklega kjósa ættingja, vini og frægt fólk. FRÉTTAVIÐTAL Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmála- fræðiprófessor við Háskóla Íslands, fjallar um kosningar til stjórnlagaþings EINKENNILEGT ÁSTAND Gunnar Helgi segir að ástandið sem hafi skapast vegna fjölda frambjóðenda sé vægast sagt einkennilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það er eng- in leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðend- ur af ein- hverju viti Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Kitlar bragðlaukana UTANRÍKISMÁL Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir við- ræðum við ríkisstjórn Bandaríkj- anna um tvíhliða fríverslunar- samning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragn- heiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktun- artillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vett- vangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slík- um athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsi- legt, bæði vegna þess að Banda- ríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríversl- unarsamnings væri sú að mark- aðsaðgangur fyrir landbúnaðar- vörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvör- ur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Fyrir nokkr- um árum reyndu Svisslending- ar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríversl- unarsamning, en án árangurs, vegna þess að Sviss- lendingar sættu sig ekki við kröf- ur Bandaríkjanna um frjáls við- skipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillög- unnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindran- ir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb Áður hafa verið kannaðir möguleikar á tvíhliða fríverslunarsamningi við Bandaríkin: Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON KJARAMÁL Meirihluti lögreglu- manna í Lögreglufélagi Reykja- víkur hafnaði valfrjálsu vaktkerfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nýafstað- inni kosningu. Að sögn Arinbjörns Snorra- sonar, formanns LR, kusu 100 af þeim 107 sem voru á kjörskrá. 64 höfnuðu kerfinu, 32 vildu hafa það áfram og tveir skiluðu auðu. „Þetta þýðir að það þarf að finna eitthvert vinnufyrirkomu- lag sem meirihluti lögreglu- manna er sáttur við,“ segir Arin- björn. Hann segir valfrjálsa kerfið hafa verið byggt á sam- komulagi, sem gert hafi verið fyrir rúmu ári, á milli embættis lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu og Lögreglufélagsins. - jss Talningu í kosningu lokið: Lögreglumenn höfnuðu val- frjálsu vaktkerfi ALÞINGI Mörður Árnason og Val-gerður Bjarnadóttir Samfylking- unni vilja að sérstökum álags- greiðslum til fomanna þing- nefnda og þing- flokka verði hætt. Hafa þau lagt fram frumvarp þess efnis. Þeir þing- menn sem fara með for- mennsku í nefndum eða þingflokkum fá sér- stakt álag ofan á þingfararkaupið og nemur það rétt tæpri milljón á ári. Eins og nú háttar til njóta sextán þingmenn álagsgreiðslna. Telja Mörður og Valgerður nóg að vegtyllunum fylgi áhrif og völd þótt ekki sé greitt sérstak- lega fyrir þær. - bþs Hægt að spara 15 milljónir: Allir þingmenn fái sömu laun MÖRÐUR ÁRNASON Ætti fremur að skerða starfs- hlutfall en segja upp hjá Orku- veitunni? Já 75,2% Nei 24,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Eru mótmæli Frakka gegn hækkun eftirlaunaaldurs skyn- samleg? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.