Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 8
8 21. október 2010 FIMMTUDAGUR MENNTAMÁL Formaður Sam- taka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Mar- gréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkur- borgar lagði nýverið fram breyt- ingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heim- sóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Til- lögurnar liggja nú hjá mennta- ráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillög- urnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar til- finningar gagnvart því að bæjaryf- irvöld eða ríki hlutist um of í starf- semi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvís- leg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvísleg- ar hefðir á aðventunni og því verð- ur ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta tauga- veiklunarleg samþykkt hjá mann- réttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdótt- ir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálm- ar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferð- ir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is Einkareknir skólar gagnrýna breytingar Sjálfstætt starfandi skólar í Reykjavík hyggjast ekki breyta neinu í samskiptum sínum við kirkjuna þrátt fyrir breytingartillögur mannréttindaráðs. Taugaveikl- unarleg samþykkt hjá meirihluta, segir skólastjóri Landakotsskóla. ÍSAKSSKÓLI Skólastjóri Ísaksskóla segir kirkjuferðir vera hluta af almennu skólastarfi og er hugsi yfir breytingartillögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR SÖLVI SVEINSSON SAMFÉLAGSMÁL Rauði kross Íslands hefur samið við Menntaskólann í Kópavogi og Klúbb matreiðslu- meistara um samstarf við rekstur neyðarmötuneyta, en samningur þess efnis var undirritaður í gær. Í tilkynningu frá Rauða kross- inum segir að neyðarmötuneyti þessi séu meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðv- um almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúru- hamfara eða annarra alvarlegra atburða. Í samningnum felst að stofnaður er faghópur sem allir aðilar koma að og verður deildum Rauða kross- ins til ráðgjafar. Þá verður útbú- in handbók um rekstur neyðar- mötuneyta, sem og kortlagningu og flokkun eldhúsa í fyrirfram ákveðnum fjöldahjálparstöðvum. Hótel- og matvælasvið Mennta- skólans í Kópavogi mun veita ráð- gjöf um gerð handbókarinnar og hafa eftirlit með öruggri með- ferð matvæla. Þá mun Klúbbur matreiðslumeistara annast þróun uppskrifta fyrir neyðarmötuneyt- in og annast eftirlit með eldhúsum, birgjum og flutningsleiðum. - þj Rauði krossinn, MK og matreiðslumeistarar semja um rekstur neyðarmötuneyta: Meistarar í neyðarmötuneyti MEISTARAR AÐ VERKI Matreiðslumeistarar mættu í fullum skrúða til að skrifa undir samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TRÚMÁL Ásatrúarmönnum sárnaði verulega þegar þjóðernissinnar báru fána með sólkrossi á mótmæl- unum við Alþingishúsið í upphafi mánaðar. Það kemur fram í grein Jóhönnu Harðardóttur Kjalnes- ingagoða í nýjasta tölublaði frétta- bréfs safnaðarins. Í greininni segir Jóhanna að málflutningur þjóðernissinna sé vægast sagt í mótsögn við anda sólkrossins. Vitnar hún einnig til þess að heiðið fólk hafi áður mátt þola að tákn Þórshamarsins, sem í augum ásatrúarmanna tákni styrk og vernd, sé nú betur þekkt sem haka- kross og samsamað við nasisma. Jóhanna segir að það sé þyngra en tárum taki að sjá þjóðernis- sinna nota sólkross- inn í pólitískum til- gangi, en hún vilji ekki snúa baki við tákninu. „Við megum alls ekki skríða inn í skel og leyfa litlum hópi manna að svívirða helgitákn okkar. Sól krossinn er ævafornt tákn hins eilífa hringferlis náttúr- unnar (sólar hjá sumum), hann er einnig tákn um höfuðáttir og frum- krafta jarðarinn- ar og hefur ekkert með rasisma og öfgasinnuð hægri- öfl að gera. Munum það og látum alla vita.“ - þj Ásatrúarmenn ósáttir við notkun þjóðernissinna á heiðnum trúartáknum: Sólkross tengist ekki rasisma LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á Sel- fossi hefur verið tilkynnt um þjófnað á öllum innréttingum og hreinlætistækjum úr húsi í Tjarnabyggð við Kaldaðarnes í Árborg. Húsið hafði verið selt á uppboði fyrr í mánuðinum. Vitað er að allt það sem horfið er var í húsinu í byrjun september síðastliðins. Engar vísbendingar eru um hver hafi fjarlægt innréttingarnar og er málið í rannsókn. Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsing- ar um málið að hafa samband í síma 480 1010. - jss Bíræfnir þjófar á ferð: Skrældu húsið JÓHANNA HARÐAR- DÓTTIR Hún er ósátt við notkun á sólkrossin- um NEYTENDAMÁL Iðgjöld trygginga- félaganna hækkuðu um nær þrjátíu prósent á tveggja ára tímabili, samkvæmt úttekt Neyt- endasamtakanna. Á sama tíma tóku eigendur þriggja stærstu félaganna út úr þeim eignir fyrir rúma 42 milljarða króna. Neytendasamtökin létu gera verkefnisskýrslu fyrir nokkru og bar skýrslan nafnið Þrautir neytenda á sviði vátrygginga. Í skýrslunni kemur fram að iðgjöld vátrygginga hækkuðu verulega á árunum 2006 til 2007 eða um 27,6% á meðan almennar verðbreytingar á sama tíma voru 12,5%. Því hafi verið um mikla raun- hækkun að ræða og tryggingaið- gjöld orðin stór liður í útgjöldum heimilanna. - ghh Iðgjöld tryggingafélaganna: Hækkuðu um þrjátíu prósent VIÐSKIPTI Um þriðjungur starfs- manna Kaupþings sem fengu lán til hlutabréfakaupa á ekki fyrir skuld sinni við þrotabúið. Fimmtán starfsmenn hafa þegar gert upp sín mál. Slitastjórn Kaupþings sendi fyrir nokkru þeim starfsmönnum bankans sem höfðu fengið lán til hlutabréfakaupa riftun á niður- fellingu persónulegra ábyrgða. Heildarfjárhæð lánanna var nálægt 32 milljörðum króna en tæplega helmingur þeirrar fjár- hæðar var veittur að láni með per- sónulegri ábyrgð sem nam í flest- um tilfellum um 10 prósentum. Samkvæmt fréttastofu Stöðv- ar 2 hafa um fimmtán starfsmenn þegar gert upp sín mál og bendir flest til þess að sáttir náist í um helmingi skuldamálanna. - ghh Starfsmenn Kaupþings: Þriðjungur á ekki fyrir láni 1 Hver teiknaði myndirnar á umslagi plötunnar Ágætis byrjun með Sigur Rós? 2 Raddprufur fyrir hvaða teikni- mynd standa nú yfir í hljóðverinu Upptekið? 3 Hvaða leikmanni verður Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. nú að sjá af? SVÖR 1. Götti Bernhöft 2. Teiknimyndina Þór 3. Wayne Rooney VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.