Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 21. október 2010 19 Einkahlutafélagið Fjárfar tapaði 20,2 millj- ónum króna í fyrra samanborið við tæpan 22.500 króna hagnað árið á undan. Félagið var stofnað árið 1998 og heyrði undir Baugs-samstæðuna. Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson keypti Vöruveltuna, móðurfé- lag verslanakeðjunnar 10-11, síðla árs 1998 seldi hann 45 prósenta hlut til Fjárfars og annarra aðila. Félagið var annað tveggja sem tengd- ust fyrstu kærum Skattrannsóknarstjóra í Baugsmálinu árið 2004. Málinu var síðar vísað frá dómi. Samkvæmt ársreikningi Fjárfars fyrsta árið var eigið fé þess tvær milljónir króna en skuldir tæpar 456 milljónir. Eignir voru um og yfir einum milljarði króna fram til 2003 þegar eignir voru seldar. Eftir það voru skuldir miklu meiri en eignir og eigið fé nei- kvætt upp á annað hundrað milljónir króna. Það sama var upp á teningnum í fyrra. Þá námu skuldir tæpum 175 milljónum króna og eigið fé var neikvætt um tæpar 150 millj- ónir. Eignir, sem fólust í skammtímakröfum, hljóðuðu upp á 25,3 milljónir króna. Í uppgjöri Fjárfars segir að óljóst sé hver eigi hlutaféð. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, var eini skráði stjórnarmaðurinn fyrir tveimur árum. - jab EIN VERSLANA 10-11 Baugur eignaðist verslanir 10-11 í gegnum einkahlutafélagið Fjárfar. Verslanirnar voru fyrir skömmu teknar út úr Haga-samstæðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Einkahlutafélagið Fjárfar er lítið meira en skel með neikvætt eigið fé utan um skuldir frá fyrstu árum Baugs: Á minna en ekkert og skuldar milljónir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur svar- að fyrirspurn í þinginu með þeim orðum að hann hafi engar upplýsingar um efni henn- ar, honum beri ekki að lögum að safna þeim og geti því ekki svarað. Mörður Árnason Sam- fylkingunni spurði ráðherr- ann um eignar- hald Íslendinga í erlendum sjáv- arútvegsfyrir- tækjum. Vildi hann meðal annars vita nöfn fyrirtækj- anna, hvar þau starfa og hvert talið er að virði hlutar Íslendinga í þeim sé. - bþs Sjávarútvegsráðherra spurður: Veit ekki svörin og ætlar ekki að afla þeirra JÓN BJARNASON MÖRÐUR ÁRNASON Kínverski seðlabankinn kom alþjóðlegum markaðsaðilum á óvart í fyrradag með 25 punkta hækkun stýrivaxta. Síðast var hreyft við vöxtunum í desember 2008. Vextir í Kína eru nú 5,56 prósent. Hlutabréfavísitölur víða um heim lækkuðu verulega, um og yfir tvö prósent. Þá fór heims- markaðsverð á hráolíu undir átta- tíu dali á tunnu og hefur það ekki verið lægra frá í sumar. Bloomberg-fréttaveitan segir vaxtahækkunina eðlilega í ljósi útlánaaukningar í Kína, sem hafi vakið verðbólgudraug af værum blundi, og vísbendinga um bólu- myndun á þarlendum fasteigna- markaði. Hvort tveggja megi kveða niður með hækkuninni. - jab Óvænt hækkun vaxta í Kína: Stjórnvöld slá þensluna niður NÓG TIL AF PENINGUM Kínverski seðlabankinn hefur haft áhyggjur af of góðu aðgengi Kínverja að lánsfé upp á síðkastið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP inkasso.is INKASSO ehf | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur | Sími 520-4040 | Fax 520-4041 | inkasso@inkasso.is | www.inkasso.is Ókeypis reikningagerð og innheimta Útskrift og innheimta reikninga er tímafrekur og kostnaðarsamur þáttur í rekstri hvers fyrirtækis. Inkasso býður þessa þjónustu – ókeypis. Einbeittu þér að rekstrinum og láttu okkur sjá um reikningana – ókeypis. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 10 26 48 1. Reikningagerð Við höfum bein samskipti við bókhaldskerfi fyrirtækja, prentum út reikninga og greiðsluseðla með merki fyrirtækis og sendum samdægurs. 2. Áminningar og eftirfylgni Ef reikningar fást ekki greiddir fara þeir í milliinnheimtu. 3. Löginnheimta Ef milliinnheimta ber ekki tilskilinn árangur er réttarkerfinu beitt til innheimtu vanskilakrafna. Matsfyrirtækið Standard og Poor’s hefur hækkað lánshæfis- einkunn Landsvirkjunar úr BB með neikvæðum horfum í BB+ með neikvæðum horfum. Í tilkynningu frá Landsvirkj- un segir að hækkun lánshæfis- einkunnar stafi einkum af breyttum áherslum í rekstri fyrir- tækisins og því að markvisst sé unnið að því að draga úr áhættu í rekstri, svo sem með því að draga úr tengingu tekna við álverð. Þá hafi lausafjárstaða fyrirtækis- ins styrkst með auknu aðgengi að fjármagni. Það hafi ekki lengur áhrif á lánshæfiseinkunn Lands- virkjunar. - jab Lánshæfi Landsvirkjunar: Dregið hefur úr áhættu í rekstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.