Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 20
20 21. október 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Erfiður dagur Vigdís Hauksdóttir alþingismaður átti slæman dag í vinnunni á þriðjudag. Ekki var nóg með að hún hefði gleymt ákvæðum laga sem hún samþykkti í sumar heldur skolaðist ýmislegt annað til hjá henni. Sem dæmi misskildi hún Árna Þór Sigurðsson illilega. Hann kvaðst í ræðu ekki vita betur en að á vettvangi ráðherranefndar um Evrópumál hefði verið ákveðið að láta afgreiðslu á svokölluðum IPA-styrkjum bíða. Þetta skildi Vígdís þannig að utanríkismála- nefnd hefði látið styrkina bíða. Árni leiðrétti Vigdísi en engum sögum fer af því hvort sú leiðrétting barst óbrengluð í eyru hennar. Ætla ekki að ræða það Þótt Mörður Árnason Samfylking- unni segist ekki ætla að ræða um einhver tiltekin mál er ekki þar með sagt að hann ætli ekki að gera það. Í þingumræðum á þriðjudag sagði hann: „Um trúboð í skólum ætla ég ekki að ræða,“ og mátti eðlilega skilja þau orð á þann veg að hann ætlaði ekki að tala um trúboð í skólum. En svo var aldeilis ekki. En ég verð að segja Þvert á móti ræddi Mörður um trú- boð í skólum í svolitla stund. „Ég tel fulla ástæðu til þess að þar sé farið gætilega, skólarnir eru borgaralegar stofnanir á Íslandi og ekki trúarlegar. Ég verð hins vegar að segja að þegar ég sé yfirlit í blöðum um hvað þar fer fram þá hefur nú margt breyst frá því að ég var í skóla. Ég man ekki eftir þessum prógrömmum í kirkju- sóknum og prestakomum þegar ég var á þessum aldri og var ég þó ekki í mjög ókristilegum skól- um,“ sagði Mörður í þinginu. bjorn@frettabladid.is Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þess- um tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki hönd- um saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferð- arkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf rík- isins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerf- inu, óháð efnahag og aðstæðum, er horn- steinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síð- ustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem fram undan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerf- inu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjár- magnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðing- arorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleið- inga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífur- inn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda sam- ábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sé mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðar- samfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra. Hvernig samfélag viljum við sjá? Samfélags- mál Elín Björg Jónsdóttir Formaður BSRB www.tandur.is sími 510 1200 Sótthreinsun hesthúsa FUMISPORE OPP Eftir góða hreinsun á hesthúsinu þá er einfalt að sótthreinsa í kjölfarið með „ dós“ af reyksótthreinsiefninu FUMISPORE OPP Sótthreinsiefnið smýgur með reyknum um allt hesthúsið og ekkert svæði „gleymist“. Vinnur vel á bakteríum og myglu. Í könnun MMR sem birtist í vikunni sem leið var spurt um traust á Alþingi Íslendinga. Aðeins 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust bera mjög mikið eða frekar mikið traust til þjóðþingsins samkvæmt könnuninni. Tveir þriðju svarenda sögðust hins vegar bera mjög lítið eða frekar lítið traust til Alþingis. Það er heldur dapurleg útreið sem þingið fær, ekki síst í ljósi þess að ekki er nema hálft annað ár síðan þjóðin hafði tækifæri til að kjósa nýtt þing í kjölfar skýlausrar kröfu sem hljómaði undir búsáhaldaslætti um afsögn rík- isstjórnar Geirs H. Haarde og kosningar. En þarf einhver að vera hissa á að þjóðin treysti ekki Alþingi? Á þriðjudag lögðu nokkrir þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu fram þings- ályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að efna samhliða kosningunni til stjórnlaga- þings til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlög- unar- og viðræðuferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Kosið verður til stjórnlagaþings eftir liðlega fimm vikur. Alþingi samþykkti hins vegar í sumar mótatkvæðalaust lög um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kveður á um að til hennar skuli gengið í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið sam- þykkt á þingi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, Vigdís Hauksdóttir, úr Framsóknarflokki segist einfaldlega hafa gleymt þessu tímarammaákvæði laganna sem hún samþykkti sjálf fyrir aðeins fjórum mánuðum! En hún brá skjótt við og skellti í breyt- ingartillögu á lögunum þar sem tímaramminn er rýmkaður. Einn meðflutningsmanna Vigdísar í þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald Evrópusambandsviðræðna er Ásmundur Einar Daðason úr Vinstri grænum. Hann er líka einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um að efnt verði til viðræðna um tvíhliða fríverslunarsamning við Bandaríkin. Að mati flutningsmanna tillögunnar er lykilatriði í endurreisn íslensks efnahagslífs að tryggja íslenskum fyrirtækjum bestu mögulegu viðskiptakjör og tollfrjálsan aðgang að einum stærsta markaði heims, Bandaríkjamarkaði. Það hljómar vel en ólíklegt er að flutningsmenn hafi kynnt sér á hverju hefur helst staðið í fyrri viðræðum um fríverslunarsamning landanna því af hálfu Bandaríkjamanna er forsenda slíks samnings sú að markaðsað- gangur fyrir landbúnaðarvörur verði bættur verulega og er þar með verið að tala um afurðir eins og kjöt og mjólkurvörur. Eða var Ásmundur Einar ekki alltaf á móti innflutningi á landbún- aðarvörum? Báðar þessar þingsályktunartillögur eru dæmi um illa undir- búin og illa ígrunduð mál sem lögð eru fyrir þingið sem þar með þarf að verja tíma til umfjöllunar um þau. Það er líklega ekki nema von að traust íslensks almennings á Alþingi sé lítið? Tíma Alþingis sóað í illa ígrunduð mál. Er skrýtið að traustið sé lítið? SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.