Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 22
22 21. október 2010 FIMMTUDAGUR Háskólar og æðri menntun gegna æ mikilvægara hlut- verki í nútímasamfélagi. Í stuttu máli felst meginhlutverk háskóla í að efla vísindi og fræði með rannsóknum og kennslu; leggja grunn að sérhæfðri fagmennsku; vera grundvöllur framþróunar og nýsköpunar en jafnframt gagn- rýnið afl í samfélaginu sem bygg- ir á akademísku frelsi. Óhætt er að fullyrða að háskólar landsins hafi mjög margþættu hlutverki að gegna. Ég hef orðið vör við það að þegar ég ræði um samfélagslega ábyrgð háskóla spyr fólk iðulega hvort mér sé þá ekki umhug- að um kennslu eða rannsóknir. Þvert á móti: Öll þessi hlutverk styðja hvert við annað, ekki síst ef stjórnendur og fagfólk í háskól- um er meðvitað um þau. Í grein sinni frá 2007 lýsir Páll Skúlason því að erfiðleikarnir sem háskólar eiga við að etja um þessar mundir stafi líklega af því að samfélags- eðli þeirra hafi verið vanrækt. Þetta samfélagseðli hafi verið látið víkja fyrir fyrirtækissjón- armiðinu þegar háskólinn tekur upp á því að laga sig að rökvísi fyrirtækisins, hvort sem þá er átt við framleiðslu eða sölu, og látið í veðri vaka að skyldur hans felist í að skila hagnaði. Lærdómur skýrslu rannsóknarnefndar Ef við skoðum skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um það sem fór úrskeiðis í aðdraganda hruns- ins er þar mikinn lærdóm að draga en líka margar spurning- ar sem þarf að svara. Stjórnend- ur bankanna voru ekki ómenntað- ir í þeim skilningi að þeir hefðu ekki prófgráður. Hins vegar má spyrja um menntun þeirra sem viljandi brjóta reglur því að eitt af því sem kom fram í skýrslunni var að það regluverk sem þó var til staðar var ekki virt. Það vekur spurningar um mannlegt eðli – af hverju breyta menn rangt? Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugs- un þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum Norður-Ameríku að háskólanem- ar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi. En með kröfum um aukna sérhæf- ingu á öllum sviðum er hættan sú að þessum húmanísku fögum hnigni og raunar sjáum við þess þegar merki. Sá lærdómur sem við gætum hins vegar dregið af rannsóknaskýrslunni er að þetta þarf einmitt að byggja upp því að menn sem þekkja sjálfa sig og gefa sér tíma til að hugsa, gagn- rýna og skoða málin eru líkleg- ir til að taka viturlegar ákvarð- anir í þágu samfélagsins. Hefði gagnrýnin hugsun verið höfð að leiðarljósi hefðu Íslendingar verið betur heima í hinu alþjóð- lega fjármálakerfi og þeim öflum sem þar stjórna. Íslenskir borg- arar hefðu þar af leiðandi verið gagnrýnni á aðferðir og vinnu- lag bankanna. Gagnrýni hefði þá ekki verið flokkuð sem úrtölur, neikvæðni og leiðindi heldur eðli- legur hluti af lýðræðissamfélagi. Og háskólar eiga og verða að vera leiðandi í því að efla þessa gagn- rýnu hugsun, það er ein af mörg- um skyldum þeirra þannig að þeir nemendur sem lokið hafa námi í háskólum landsins séu færir um að taka sjálfstæða afstöðu – hvort sem þeir verða viðskiptafræðing- ar, kennarar eða læknar. Gæði háskólastarfsins Íslendingar fjármagna háskóla- starf sitt fyrst og fremst með skattfé. Miklu skiptir að þeir fjármunir nýtist sem best og eitt af því sem við höfum hvatt stjórn- endur og fagfólk í háskólum að gera er að innleiða aukið svig- rúm fyrir breytileika í rannsókn- arskyldu kennara og nú er hægt að skilgreina rannsóknarhlutfall frá 30% upp í 70% allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Ef þessi hugmyndafræði er þróuð skynsamlega er líklegra að hver og einn fái að njóta sinna sterku hliða og afköst og fagmennska aukist. Í niðurstöðum rýnihópa sem störfuðu fyrir ráðuneytið komu fram eindregnar ábendingar um stofnun gæðaráðs sem bæri ábyrgð á eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla. Starfsmenn vísinda- og háskólaskrifstofu hafa undan- farna mánuði unnið að útfærslu hugmyndarinnar í samstarfi við Rannís, háskólana og erlenda sér- fræðinga. Markmið með stofnun gæðaráðs er fyrst og fremst að tryggja betur gæði háskólastarfsemi á Íslandi; tryggja samkeppnishæfni háskóla á alþjóðavettvangi; efla traust hagsmunaaðila á ferli gæðaeftir- lits hér á landi; að skapa sátt um gæðaeftirlit innan háskólasamfé- lagsins; að tryggja að skipulagn- ing og framkvæmd ytra mats sé í höndum óháðra aðila og ekki síst að færa gæðaeftirlit á Íslandi til samræmis við alþjóðlegar skuld- bindingar sem Ísland hefur tekið á sig með þátttöku í Bologna-ferlinu sem miðar að öflugra alþjóðlegra samstarfi á sviði háskólamála. Háskólar í mótun III Menntamál Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Samfélag okkar er í mikilli mótun. Ný samfélagsgerð er ekki í aug- sýn. Löngu fyrir hrun mátti greina anga verðandi stakkaskipta. Flest bendir til að við lifum hrunadans samfélags jöfnuðar og samheldni, sem eldri kynslóð Íslendinga þekkti. Hugarfar það sem leiddi til hruns- ins náði tökum á þjóðinni án mik- illar viðspyrnu. Einkenni þess hug- arfars er ekki eingöngu græðgi og þjóðremba, heldur er siðferðisleg hnignun áberandi meðal þjóðfé- lagshópa. Þessi hnignun hefur birst okkur í ýmsum myndum. Óþokka- skap í slagsmálum, hömluleysi í kynferðismálum og ofbeldi á götum og í heimahúsum, glæpsamlegar viðskiptafléttur bankamanna, flár- áðir viðskiptajöfrar að koma ránsfé í skjól; og svo allir litlu svikahrapp- arnir sem vinna svart eða svíkja undan skatti. Allt eru þetta birtingarmynd- ir siðleysis. Skyldi þessi hegðun vera afrakstur uppeldis eða afleið- ing lélegrar tónlistar eða glæpa- myndaáhorfs? Íslenskt samfélag hefur tekið á sig tvær ásjónur: aðra félagslega, hina andfélagslega. Hópar hafa sagt skilið við borg- aralegt samfélag. Þetta kann líka að vera afleiðing þess að bilið milli ríkra og fátækra breikkar og menn- ingarlæsi fer hrakandi. Hávaðasöm mótmæli og illindi á götum úti eru daglegt brauð. Kannski þarna sé á ferð ótti við að verða undir í þeim félagslegu átökum sem munu fylgja í eftirleik hrunsins? Frjálshyggja eða lýðræði Þjóðfélagsbreytingar eiga oft- ast rætur sínar að rekja til ríkj- andi efnahagskerfis. Við búum við markaðskerfi. Það byggir á eigin- girni og þarfnast einstaklingsfrels- is. Hugmynd frelsisins og hugmynd lýðræðisins stangast á. Frelsið er megininntak frjálshyggjunnar, meðan hugmynd lýðræðisins bygg- ir á jöfnuði. Því frjálsara sem eitt samfélag er, þeim mun meiri hætta er búin almennu sammæli í þjóðfé- laginu, en á því hvílir lýðræðislegt og siðað samfélag. Stundum er talað um límið í samfélaginu, sem gerir okkur kleift að sammælast um mik- ilvæg mál. Við sem fædd erum um miðja sl. öld vorum alin upp við sterkar félagslegar hreyfingar, s.s. stríðandi verkalýðshreyfingu og samvinnuhreyfingu. Hvert okkar var hluti af heild. Samfélagsleg áhrif trúarinnar voru einnig mikil. Þrátt fyrir margvísleg félagsleg átök skapaði þetta mikla samhyggju í íslenskt þjóðfélag, án þess að úr yrði frelsissvipting. Félagshreyf- ingar voru andsvar fólks við fátækt og misskiptingu. Þetta var líka mótleikur við ein- staklingshyggju. Nú er lítið eftir af þeim félagsmálahreyfingum sem settu svip sinn á öldina. Samvinnu- hreyfingin er liðin undir lok og veit- ir ekkert andóf á markaði. Verka- lýðshreyfingin endurómar boðskap markaðarins. Þar er engin barátta, ekkert andóf, bara verðkannanir og hagreikningar. Um samfélagslegan sáttmála Þjóðkirkjunnar ræði ég ekki, læt mér nægja að vitna í síð- ustu útvarpsmessu, þar sem beðið var um álver í Jesú nafni! Samfélagslegt markaðskerfi Þegar Þjóðverjar endurreistu hag- kerfi sitt eftir seinna stríðið þekktu þeir mótsetningu frelsis og lýðræð- is. Þeir reyndu að sætta frelsið og lýðræðið með gildum velsæmis og umhyggju. Úr þessu varð það sem þeir nefndu samfélaglegt markaðskerfi eða „Soziale Markt- wirt schaft“. Merkilegasta hugmynd að baki því var að markaðsbúskap- ur hvíldi á forsendum, sem hann sjálfur væri ófær um að skapa. Sá sem starfar í anda hámörkunar hagnaðar og rekstrarlegrar hag- ræðingar er hagsýnn og klókur, en sú hegðun leiðir ekki af sér betra siðferði. Þvert á móti nýtir hann sér sið- ferði sem er til staðar í samfélaginu. Hann nýtir sér leikreglur heiðar- leika og trúnaðar og þess siðgæð- is sem samfélagslegar dyggðir hafa skapað. Þessar forsendur eru ekki skapaðar af markaðnum, heldur eru þær til staðar svo markaðurinn geti þrifist. Markaðurinn er siðaspillir. Hann étur upp siðferðisforða þjóð- félagsins. Markaðurinn þarf á gráð- ugum, sjálfselskum einstaklingum að halda, ásamt agalausum og óseðj- andi neytendum. Heilbrigt samfé- lag þarfnast hins vegar lítillátra samborgara sem eru hjálpfúsir og ánægðir með sitt. „Samfélagsleg- ur markaðsbúskapur“ takmark- aði völd fyrirtækjanna með öflugu samkeppniseftirliti og stjórnarsetu fulltrúa starfsmanna, svo og fullri skattlagningu útgreidds arðs. Stöð- ugleiki og samábyrgð í þýsku efna- hagslífi eru arfleifð þessa og undir- rót að velgengni Þjóðverja. Tilraunaríki frjálshyggjunnar Við Íslendingar tókum andstæð- an pól í hæðina. Ísland var gert að tilraunastofu fyrir hreinræktað- an kapítalisma. Öllum höftum eða hindrunum á markaði var rutt úr vegi og dregið var úr eftirliti með starfsemi markaðarins. Bankar sáu um upplýsingar um stöðu þjóðarbús- ins. Þessi makalausa tilraun leiddi til dýpsta hruns sem eitt samfélag hefur orðið fyrir um langt skeið. Arfleifð þessarar róttæku frjáls- hyggju er samanburðarhæf við gjaldþrot hagkerfis kommúnista. Afleiðingar hrunsins eiga eftir að vara í áratugi. Þeir sem innleiddu þetta kerfi bera mikla ábyrgð. Og hnattvæðing hagkerfisins heldur áfram. Veraldarvefurinn hefur gert alþjóðleg viðskipti afstrakt og ópersónuleg. Ábyrgðin er ógagn- sæ. Fjármálaviðskiptin eru tíma- laus. Hagkerfi heimsins vex og gerir út á áframhaldandi hagvöxt. Við eyðum sífellt meira af samfé- lagslegum auði. Við notum meira af auðlindum, spillum umhverfinu og gerum manneskjuna siðblindari – og þrátt fyrir þetta erum við ekkert ánægðari. Hvað nú? Óbreytt leiðar- ljós eða reynt að læra af reynsl- unni? Kannski þjóðin sé of lítil til að geta það? Hrun samfélags Samfélagsmál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Ísland og kynjajafnréttið Ísland mælist, ásamt hinum Norðurlöndunum, með minnsta kynjabil í heimi í skýrslu World Economic Forum sem út kom nýlega (Hausmann 2010). Kynja- bilið er mælt með vísitölu á bil- inu 0-1 þar sem 0 þýðir algjört bil en 1 þýðir að bilinu hefur verið lokað. Árið 2010 er annað árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti, núna með 0,8496 stig, en nánast engu munar á Íslandi og Nor- egi. Hvað þýða þessar niðurstöð- ur? Er Ísland best í heimi og er kynjajafnrétti kannski náð? WEF mælir kynjabilið á fjór- um mælikvörðum: efnahagslegri þátttöku og tækifærum, mennt- un, pólitískri þátttöku og heilsu. Efnahagsleg þátttaka og tækifæri fela í sér atvinnuþátttöku, laun fyrir sambærileg störf, heildar- atvinnutekjur og hlutfall kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Menntun felur í sér læsi, grunn- menntun, framhaldsskólamennt- un og háskólamenntun. Heilsa felur í sér líkur á heilbrigðu lífi og kynjahlutfall meðal nýbura. Loks fela stjórnmál í sér hlutfall kynja á þingi, meðal ráðherra og þann árafjölda sl. hálfa öld sem kona hefur verið þjóðhöfðingi. WEF hefur mælt kynjabilið síðan 2006 og allt til 2008 var Ísland í 4. sæti á eftir Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Árið 2009 brá svo við að Ísland fór upp fyrir hin Norð- urlöndin. Það vekur athygli að þessi breyting varð eftir hrunið 2008. Breytingin segir sína sögu bæði um mælinguna sjálfa en einnig um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslu WEF mælist kynja- bilið lítið í heilsu og menntun og gildir það fyrir allar þjóðir. Mælistikan á heilsu er fremur þröng og þar gildir að heilbrigð- isþjónusta eða heilsa þjóðar getur verið slök, en ef hún er jafnslök hjá körlum og konum mælist ekk- ert kynjabil. Þá hefur yfir 90% menntunarbilsins verið lokað í meira en átta af hverjum tíu þjóðum heims. Til að skýra þetta má taka dæmi af læsi sem er ein mælistikan. Í fátæku landi getur ólæsi verið útbreitt en ef það er jafnalgengt meðal karla og kvenna mælist ekkert kynjabil. Ísland er í hópi þeirra 22 þjóða sem alveg hafa lokað kynjabil- inu í menntun skv. skilgreiningu WEF, en fleiri konur en karlar hafa langskólamenntun hérlend- is eins og í fjölmörgum öðrum löndum. Það sem ræður úrslitum um röðun landa á listanum er í raun tveir flokkar, atvinnuþátttaka og efnahagsleg tækifæri, og pólitísk þátttaka. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Ísland nær þó eingöngu 0,75 stigum af 1,0 í efnahagslegri þátttöku og tæki- færum í heild og er í 18. sæti, á eftir öllum hinum Norðurlöndun- um. Hlutfall kvenna meðal sér- fræðinga ýtir mælingunni upp enda menntunarstig kvenna hátt. Aðrir þættir draga Ísland niður, s.s. launamunur fyrir sambæri- leg störf og kynjabil í heildarat- vinnutekjum. Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í sam- ræmi við karla og lýsa skýrslu- höfundar sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann 2010, bls. 21). Það er reyndar stjórnmálaþátt- taka sem fleytir Íslandi í 1. sæti í heildarmælingu WEF en Ísland er þar efst landa með 0,68 stig af 1,0. Það er athyglisvert að sterk- asta land heims á þessu sviði nái ekki hærra en svo. Hér munar einna mest um forsetatíð Vigdís- ar Finnbogadóttur sem fleytir Íslandi talsvert yfir hin Norður- löndin. Þá vegur hlutfall kvenna á þingi og meðal ráðherra þungt en þar hefur Ísland löngum staðið hinum Norðurlöndunum að baki. Kynjahlutföllin í stjórnmálunum breyttust eftir hrun með auknu fylgi félagshyggjuflokka en rann- sóknir sýna að þeir eru almennt líklegri en aðrir flokkar til að skapa rými fyrir konur. Á sama tíma og ástæða er til að gleðjast yfir góðri útkomu Íslands í mælingu WEF er vert að vara við ógagnrýnni túlk- un á niðurstöðunum. Sérstaða Norðurlanda á heimsvísu skýr- ist af öflugu hagkerfi, vestræn- um lýðræðishefðum, opinberu velferðarkerfi og áherslu á jöfn- uð. Þetta hefur fært konum og körlum á Norðurlöndum betri og jafnari lífsgæði en þekkjast víð- ast hvar sem birtist skýrt í mæl- ingu WEF. Þetta er mikilsvert og mikilvægt að Norðurlandabú- ar grein sér fyrir þessum forrétt- indum. En það er líka mikilvægt að við Íslendingar skoðum niður- stöður WEF gagnrýnum augum í ljósi atburða síðustu ára, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ekki síst kynjagreiningar hennar sem er viðauki með skýrslu þing- mannanefndar. Þjóðhverf sjálf- umgleði og ofurtrú á eigið ágæti komu Íslendingum í vonda stöðu. Fyrsta sæti í mælingu WEF þýðir ekki að kynjajafnrétti hafi verið náð, það setur okkur hins vegar þá ábyrgð á hendur að sýna gott fordæmi með því að gera enn betur. Jafnréttismál Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands Framhaldsaðalfundur Exista ehf. 28. október 2010 EXISTA ehf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 Framhaldsaðalfundur Exista ehf. verður haldinn fimmtudaginn 28. október 2010 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:00. Dagskrá: 1. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2009 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár. Fundargögn verða afhent á fundardegi frá kl. 8:30 á fundarstað. Reykjavík, 20. október 2010. Stjórn Exista ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.