Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 24
24 21. október 2010 FIMMTUDAGUR Sameinuðu þjóðirnar hafa sam-þykkt að 20. október 2010 sé fyrsti alþjóðadagur hagtalna. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hlutlausra hagtalna og hlutverki þeirra fyrir opinbera umræðu og ákvarðanir stjórnvalda, fyrirtækja og heimila. Þá eru traustar hagskýrslur mikilvægur þáttur í samskipum við önnur ríki, erlend fyrirtæki og stofnanir. Hag- stofur um 100 ríkja víða um heim halda upp á daginn með ýmsum viðburðum til að vekja athygli á sameiginlegum gildum, hlutlægni og fagmennsku í hagskýrslugerð. Framlag Hagstofu Íslands er að gefa út endurbætta árbók um hag- skýrslur, Landshagi 2010. Einnig eru birtar nýjungar og áhugaverðar upplýsingar á vef Hagstofunnar. Flestir taka hagskýrslum sem sjálfsögðum hlut og leiða ekki hug- ann að þeirri miklu vinnu og sér- hæfingu sem liggur að baki þeim. Hagtölur verða í eðli sínu aldrei alveg réttar en með faglegum og hlutlægum vinnubrögðum er hægt að nálgast gildi sem eru nægilega traust til að lýsa stöðu eða breyt- ingum innan viðunandi skekkju- marka. Hagstofur flestra ríkja standa frammi fyrir auknum kröf- um um að birta niðurstöður fyrr en áður, en á sama tíma að draga úr frávikum við endurskoðun þeirra og minnka kostnað við öflun hag- talna. Með nýrri tækni hefur tek- ist að mestu að mæta þessum kröf- um, en á móti kemur að þjóðfélagið er orðið flóknara, alþjóðaviðskipti hafa aukist og kröfur komið fram um meiri upplýsingar. Kröfur um aukinn hraða og aukin gæði veg- ast á og hafa verið helsta áskorun í hagskýrslugerð frá upphafi. Samskipti við aðrar þjóðir eru sífellt mikilvægari á öllum svið- um. Alþjóðleg samskipti hafa aukið á kröfur um að hagtölur séu saman- burðarhæfar á milli ríkja og svip- aðar að gæðum. Ísland hefur verið aðili að tölfræðisamstarfi Samein- uðu þjóðanna frá upphafi og með samningnum um evrópska efna- hagssvæðið frá 1994 hefur Hag- stofa Íslands, ásamt öðrum ríkjum EFTA, tekið fullan þátt í tölfræði- samstarfi Evrópusambandsins. Hagstofan hefur einnig átt gott samstarf við aðrar alþjóðastofnan- ir, svo sem OECD og IMF, og skil- ar hagtölum reglulega til þeirra. Sem dæmi um mikilvægi alþjóða- samskipta má nefna að á síðasta ári sóttu fleiri erlendir aðilar gögn í veftöflur Hagstofunnar en íslensk- ir. Þá koma kröfur um nýjar eða auknar upplýsingar í flestum til- vikum frá alþjóðastofnunum. Til að tryggja gæði hagtalna samþykktu Sameinuðu þjóðirnar grundvallarreglur í hagskýrslu- gerð árið 1994. Í þeim er kveðið á um sjálfstæði og faglega ábyrgð hagstofa. Evrópusambandið setti nokkuð ítarlegar verklagsreglur um hagskýrslugerð árið 2005 og eru í þeim fimmtán meginreglur sem kveða m.a. á um faglegt verklag, hlutlægni, trúnað og gæði. Báðar þessar samþykktir hafa verið inn- leiddar hér á landi. Þá tóku ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð gildi í upphafi árs 2008 sem færa löggjöfina hér á landi að því sem best gerist ann- ars staðar. Til að tryggja að hægt sé að bera saman hagtölur ríkja eru gefnir út ítarlegir staðlar um hagskýrsl- ur á vegum Sameinuðu þjóðanna og hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þannig má nefna staðla Sameinuðu þjóðanna um þjóð- hagsreikninga og opinber fjár- mál, einnig að Hagstofa Íslands er skuldbundin til að fara eftir 254 reglugerðum Evrópusambandsins um hagskýrslugerð. Sendinefndir á vegum alþjóðastofnana heimsækja Hagstofuna reglulega og fara yfir gæði og fylgja eftir stöðlum við gerð hagskýrslna. Þótt alþjóðasamstarf sé mikil- vægt eru innlendar þarfir í fyrir- rúmi hagskýrslugerðar. Hagtölur eru mikilvægur þáttur í að fylgja eftir þróun í efnahags- og félags- málum. Þær eru hluti af opinberri umræðu og eiga að sýna hvernig okkur miðar miðað við fyrri ár eða aðrar þjóðir. Hagtölur eru einnig mikilvægur grunnur fyrir rann- sóknir í háskólasamfélaginu og hjá opinberum stofnunum og einka- fyrirtækjum. Til að rækja skyldur sínar við innlenda notendur gerir Hagstofan notendakannanir og held- ur reglulega fundi með notendahóp- um þar sem þeir geta komið sjónar- miðum sínum á framfæri. Miðlun upplýsinga er ekki síður mikilvæg en fagleg vinnubrögð við söfnun og úrvinnslu. Samkvæmt verklagsreglum í evrópskri hag- skýrslugerð er öllum tryggður jafn aðgangur að hagtölum. Í samræmi við reglurnar er gefin út birting- aráætlun ár hvert sem sýnir fyrir fram hvenær hagtölur verða birtar á vef Hagstofunnar. Allir notendur fá aðgang að hagtölum á sama tíma; almenningur, fjölmiðlar og stjórn- völd. Hagstofan gaf út 457 fréttir á síðasta ári, þar af var 241 á íslensku og 216 á ensku. Á vef Hagstofunnar eru rúmlega eitt þúsund töflur þar sem notendur geta sótt sér gögn og flutt efni í töflureikna til frekari vinnslu. Svipaður fjöldi taflna er á enska hluta vefsins. Mikilvægt er að tryggja góðan aðgang að hlutlægum og faglega unnum hagtölum. Eru hagtölur eins konar vegabréf ríkja í alþjóðasam- félaginu og spegill þjóða. Á degi hagtalna er vert að hvetja lesend- ur til að kynna sér gögn á vef Hag- stofunnar, hagstofa.is, og útgáfu tölfræðiárbókar Hagstofunnar, Landshagi 2010. Alþjóðadagur hagtalna Hagtölur Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri Ekki hef ég áður litið aðra eins hvatningu til ofbeldis, einelt- is, útskúfunar og mannfyrirlitn- ingar sem í Fréttablaðinu þann 16. október 2010. Þar skrifar í bundnu máli sjálfskipaður rétt- hugsuður sem nefnir sig Davíð Jónsson, í bálki sem nefnist „Bak- þankar“! Davíð þessi þykist þess umkom- inn að predika ofbeldi í garð fólks sem honum fellur miður vel. Senda í Víti, bera burtu í kist- um, berja, lemja, banka, lumbra, lemstra, láta hnefahögg dynja, mauka, dangla. Í blaði ykkar hvetur þessi maður dómstól götunnar til að ganga í skrokk á samborgurum okkar ef við teljum ef til vill að viðkomandi sé ekki pólitískt rétt- hugsandi. Ég þekki ekki neina samsvör- un við þessa ofbeldishvatningu og mannfyrirlitningu, hvorki fyrr né nú, og tel sambærileg skrif varla hafa verið birt í nein- um fjölmiðli. Þessi skrif Davíðs eru Frétta- blaðinu til ósóma og lítillækkun- ar. Látum vera þó Davíð þessi sé svo óþroskaður og kvalinn í við- horfi sínu gagnvart öðru fólki en því sem honum geðjast, en að birta þessa óhæfu og bera á borð fyrir landsmenn unga og aldna og dreifa inn á hvert heimili í land- inu er virðingarleysi við mann- kynið í heild. Í öllum bænum, notið ekki fjöl- miðil ykkar til að sá slíku eitri í þjóðarsálina sem á nú í nægilegri togstreitu. Með vinsemd og virðingu, Björn Hauksson Til Fréttablaðsins Samfélagsmál Björn Hauksson Reykvíkingur Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félag- ana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rann- saka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknar- nefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlut- verk að gera úttekt á fjárfestinga- stefnu, ákvarðanatöku og laga- legu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemj- ara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verk- efnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsókn- ar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Pét- urssonar. Þeir félagar höfðu nefni- lega „rannsakað“ þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rann- saka lífeyrissjóðina eitthvað frek- ar. Allt ber þetta vott um það gagn- sæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þess- ar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyf- inguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndar- innar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rann- sóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Lands- samtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum lands- ins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyt- ing á. Réttast væri að þingmað- urinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsak- endum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyr- issjóðir launafólks verði hreinsað- ir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis. Opið bréf til Atla og Hrafns Lífeyrissjóðir Bjarki Steingrímsson stjórnarmaður í VR Atli Gíslason hefur starfað fyrir verka- lýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Allt sem þú þarft... Ekki missa af Fréttablaðinu á morgun Spæjarar á mótorhjólum vörðu miðborgina! - viðtal við Jakob Frímann Magnússon miðborgarforkólf. EINNIG: Hvernig kýstu til stjórnlagaþings? Allt um kosningarnar 27. nóvember. Hagsmuna hverra gæta Hagsmunasamtök heimilanna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.