Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 26
 21. október 2010 FIMMTUDAGUR26 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Jakobína Sigurðs (Bína) frá Æðey í Ísafjarðardjúpi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 14. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 25. október kl. 13.00. Sigmar Þór Óttarsson Helga Konráðsdóttir Guðrún Sóley Guðnadóttir Helgi Harðarson Garðar Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Friðrik Guðnason Elísa Sigrún Ragnarsdóttir Ásgeir Ævar Guðnason Guðbjörg Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Sigurðsson frá Hjarðarási við Kópasker, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 15. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. október kl. 15.00. Sigurður Árnason Bryndís Alda Jónsdóttir Ingunn Árnadóttir Sighvatur Arnarsson Helgi Árnason Sigurlína Jóhannesdóttir Daníel Árnason Sigurhanna Sigfúsdóttir Gylfi Árnason Guðrún Vala Elísdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, Ólafur Kristófer Bjarnason frá Þorkelsgerði í Selvogi, Reykjabraut 22, Þorlákshöfn, lést 17. október á Landspítalanum í Fossvogi. Systurnar. Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, Örn Egill Pálsson lögfræðingur, lést á heimili sínu þann 14. október síðastliðinn. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 26. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á UNICEF. Páll H. Kristjánsson Rósa Helgadóttir Bjarnveig Pálsdóttir Hallur Ágústsson Unnur Lea Pálsdóttir Pétur H. Pétursson Viktor Stefán Pálsson Margrét Björk Ólafsdóttir Íris Björk Pálsdóttir Bjarni Arnaldsson Páll Ágúst, Andri Berg, Herdís, Sara Rós, Róbert Dagur, Rósa Björk, Anton Breki, Glódís Ólöf og Brynhildur Sif. Okkar ástkæri eiginmaður og fjöl- skyldufaðir, Grétar Halldórsson, Kirkjuvegi 23, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. október 2010. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Sigurgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. 68 Samkvæmt ákvörðun Alþingis fór hinn 21. október 1933 fram þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám banns við innflutningi sterkra drykkja. Kosninga- þátttaka var dræm. Rúmur helmingur kjósenda mætti ekki til leiks. Aðeins 45,3 prósent þeirra sem á kjörskrá voru greiddu atkvæði. Af greiddum atkvæðum voru 2,4 prósent ógild. 57,7 prósent þeirra sem atkvæði greiddu vildu afnema bannið en það var aðeins rúmur fjórðungur (25,5 prósent) atkvæðisbærra manna. Þessi fjórðungur var látinn nægja til að greiða slitrunum af bannlögunum banahöggið. Ekki voru lögin numin úr gildi strax. Rúmt ár leið þar til Alþingi samþykkti ný áfengislög. Það gerðist 9. janúar 1935. Lögin gengu í gildi 1. febrúar. Þá voru liðin rúm tuttugu ár frá því að bannlögin komu að fullu til framkvæmda. Þessi lög stóðu mjög að baki áfengislögunum frá 1928, meðal annars misstu sveitarfélög réttinn til að hafna verslun með áfengi. Heimild: Lýdheilsustöð.is ÞETTA GERÐIST: 21. OKTÓBER 1933 Kosið um afnám bannlaga ÁFENGI Aðeins tæpur helmingur kjósenda kaus í þjóðaratkvæða- greiðslu um afnám bannlaga. Málþing um fitufordóma verður haldið á Háskólatorgi í dag að undirlagi sál- fræðingsins Sigrúnar Daníelsdóttur sem starfar við meðferð átraskana á Landspítalanum. „Ég hef lengi verið að reyna að ýta á eftir breyttum hugsun- arhætti í samfélaginu í tengslum við heilsu, útlit og holdafar og langaði að fá fólk til landsins sem er virkt í þessari mannréttindabaráttu og stundar rann- sóknir á fitufordómum,“ segir Sigrún. Hún segir litla umræðu um fordóma vegna holdafars á Íslandi. „Þeir eru hins vegar svo algengir og rótgrónir í menningu okkar að fæst okkar átta sig á því þegar þeir koma fram. Þeim má þó líkja við fordóma vegna hörundslit- ar og samkynhneigðra, sem þóttu norm áður en fólk gerði sér grein fyrir því að um fordóma væri að ræða.“ Sigrún segir fitufordóma hafa auk- ist á undanförnum áratugum. Á mál- þinginu munu tveir erlendir fyrirlesar- ar ljá máls á þeim. Þeir eru Dr. Kerry O’Brien, dósent í heilsu- og félags- sálfræði við Háskólann í Manchester og rannsakandi á sviði fitufordóma, og Marilyn Wann, bandarísk bar- áttukona og rithöfundur, sem hefur staðið í forgrunni baráttunnar gegn holdafarsmismunun um árabil. Wam leggur meðal annars út frá eftirfar- andi orðum: „You can not hate pople for their own good“ en með þess konar hugsunarhætti réttlætir fólk fordóma gagnvart feitu fólki. „Það þykir feitu fólki fyrir bestu að það sé litið horn- auga því þannig séu meiri líkur á að það taki sig á. Rannsóknir á fitufor- dómum hafa hins vegar sýnt fram á að fitufordómar hafa mjög mikil og nei- kvæð áhrif og það er hræðilegt að búa við það að vera álitinn annars flokks alla ævi,“ segir Sigrún. „Eitt sem ein- kennir þessa fordóma er að fólk álít- ur sem svo að holdafarinu megi alfarið stjórna. Fólk réttlætir fordómana með því að ef þeir sem fyrir þeim verða vilji komast hjá þeim geti þeir bara tekið sig á. Það er hins vegar flóknara en fólk heldur enda er engin vísinda- lega staðfest aðferð til þess að grenn- ast og ekki endilega gefið að hreyfing og hollt mataræði leiði til þess að fólk verði mjótt, þó að það verði vissulega heilbrigðara.“ Sigrún segir rannsóknir ekki benda til þess að fordómar gegn holdafari ýti undir það að fólk temji sér heil- brigðari lífsvenjur. „Það er mun lílegra að fólk sem er litið hornauga bregðist við með sjálfsniðurrifi. Okkur þarf að þykja vænt um líkama okkar til þess að við hugsum vel um hann.“ Sigrún segir erfitt að greina í sundur vísindin í sambandi við offitu. „Yfirleitt erum við með rannsóknir sem geta ekki sagt til um hvort það er fitan sjálf sem er heilsuspillandi eða hvort það eru þættir eins og mataræði, stöðug streita vegna fordóma, megrunarkúrar, svefnleysi eða megrunarlyf svo dæmi séu nefnd. Í allri umræðu er framsetningin sú að fitan sé meginvandinn en það er ekki fyllilega vitað hvernig ólíkir þættir spila saman.“ Sigrún segir mikilvægt að aðgreina hegðun og holdafar. „Ég vil að sjálf- sögðu mæla gegn óheilbrigðri hegðun eins og að borða óhollan mat, hreyfa sig lítið og reykja. Það er hins vegar ekki hægt að fullyrða sem svo að sá sem sé feitur hljóti að lifa óheilbrigðu lífi en hinn granni að gera allt rétt.“ Sigrún segir vissulega rétt að Íslend- ingar hafi þyngst á síðustu þrjátíu árum. „Við tókum kipp eftir 1980 en höfðum þó verið bæði að þyngjast og hækka alla öldina. Við lifum lengur í dag en áður og tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma hefur minnkað.“ Sigrún segir það hafa gengið mjög erfiðlega að staðfesta það með rannsóknum að hreyfingarleysi og rangt mataræði valdi því að fólk sé að þyngjast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað veldur þó vissulega séu margar tilgátur sem koma til greina. Vandinn er að farið er með þær sem staðreyndir.“ Málþingið, sem er haldið í samvinnu við félags- og mannvísindasvið HÍ, fer fram í stofu 103. Það hefst klukkan 16 og er öllum opið. vera@frettabladid.is SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR: STENDUR FYRIR MÁLÞINGI UM FITUFORDÓMA Algengir og rótgrónir fordómar AUKINNAR UMRÆÐU ÞÖRF Sigrún segir ekkert benda til þess að fordómar gegn holdarfari ýti undir heilbrigðari lífsvenjur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR skáld er 68 ára. „Ó að lífið væri ljóð!“ Merkisatburðir 1819 Jón Þorláksson skáld og prestur á Bægisá deyr. Hann er þekktastur fyrir þýðingu á Paradísarmissi Miltons. 1914 Orrustunni um Varsjá lýkur með ósigri Þjóðverja. 1933 Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um afnám bannlaganna. 15.866 eru á móti banni en 11.625 með því. Áfengisbann er síðan afnumið 1. febrúar 1935. 1944 Ríkisstjórn Ólafs Thors, nýsköpunarstjórnin, tekur við völd- um. Hún situr fram í febrúar 1947. Í henni voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks. Megin- markmið hennar var nýsköpun atvinnulífs og var notaður til þess hluti gjaldeyrisforðans sem hafði safnast í seinni heimsstyrjöldinni. 1957 Kvikmyndin Jailhouse Rock með Elvis Presley í aðalhlut- verki er frumsýnd. 1967 Upp kemst um eitt mesta smyglmál í áratugi, kennt við bátinn Ásmund. Með honum var smyglað 12.000 flöskum af áfengi og einhverju af sígarettum. 1988 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara er opnað í Laugarnesi í Reykjavík, en þennan dag hefði Sigurjón orðið áttræður. 1997 Söngur Eltons John um Díönu prinsessu slær heimsmet í sölu. Alls hafa 33 milljón eintök verið seld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.