Fréttablaðið - 21.10.2010, Side 32

Fréttablaðið - 21.10.2010, Side 32
 21. október 2010 FIMMTUDAGUR4 „Af virðingu við borgina mína og íbúa hennar!“ ritaði háttvirtur borgarstjóri, Jón Gnarr, við mynd sem hann birti á Facebook-síðu sinni af húðflúri af merki Reykja- víkur sem hann fékk sér á fram- handlegginn á dögunum. Ekki stóð á viðbrögðunum, þar sem alls hafa nú 2.259 lýst yfir ánægju sinni með uppátækið á Facebook-síðu borgarstjóra og 357 skilið eftir athugasemdir, flestar í jákvæðari kantinum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur hingað til verið sjald- gæft að tjá ást sína og virðingu á byggðarlögum með þessum hætti, en vinsælt hefur verið að láta flúra á sig íslenska skjaldarmerk- ið, fánann og jafnvel merki fyrir- tækja. Þó er aldrei að vita nema tiltæki borgarstjóra eigi eftir að hrinda af stað nýrri tískusveiflu, enda byggðarmerkin mörg hver listilega hönnuð og því hentugasta kroppsskraut, eins og kom ber- sýnilega í ljós þegar Fréttablaðið fékk húðflúrara á Reykjavík Ink. til að „máta“ nokkur valin merki. roald@frettabladid.is Blönduós á bringuna og Skagafjörð á bakið Borgarstjóri lét nýlega húðflúra á sig merki Reykjavíkur og vakti uppátækið jákvæð viðbrögð. Fréttablað- ið kannaði hvort byggðarmerki væru almennt vinsælt húðflúr og fékk að sjá nokkur dæmi. „Ætli Hafnarfjörður komi þar ekki oftast við sögu, Sindri okkar sá eitt Njarð- víkurstykki um daginn og svo man ég eftir einum með Mosfellsbæ fyrir óralöngu síðan,“ segir Jón Páll Halldórsson, betur þekktur sem Nonni tattoo, hjá Ízlensku húð- flúrstofunni. Svanur Guðrúnarson hjá Tattoo og skarti segist hafa fengið fyrirspurnir frá fólki sem vill láta skreyta sig með byggð- armerkjum. Því sé hins vegar vísað frá þar sem hann sérhæfi sig í flókn- um húðflúrum af þeim toga sem byggðarmerki flokkast ekki undir. Linda Mjöll Þorsteins- dóttir hjá Reykjavík Ink. segir sjaldgæft að menn láti húðflúra á sig byggðarmerki. Skjald- armerki Íslands sé hins vegar vinsælt á bak, bringu og upphandlegg og sömuleiðis hvers kyns vörumerki. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Jennifer Lynn, húðflúrari á Reykjavík Ink., spreytir sig á íslenskum byggðarmerkjum og málar þau hér á annan starfsmann, Önnu Margréti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Byggðarmerki Mosfellsbæjar (t.h.) þótti henta vel sem húðflúr, svo og byggðarmerki Skagafjarðar. Hér fyrir neðan eru merki Hornafjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Goretex kuldaskór fyrir dömu og herra Stærðir 36-47. Verð 22.000 kr. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM teg. NELA - fáanlegar í hvítu og svörtu í stærðum S,M,L,XL á kr. 2.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. SARA - mjög fallegar í hvítu og svörtu í stærðum S,M,L,XL á kr. 2.990,- teg. GABE - flottar í svörtu í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,XXL á kr. 2.990,- Ofsaflottar mittisbuxur Í Tösku- og hanskabúðinni finnur þú mikið úrval af handtöskum, tölvu- og skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt. Þú getur litið við í verslun okkar eða farið á slóðina www.th.is þar sem hægt er að skoða úrvalið og gera góð kaup! Au gl ýs in ga sím i

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.