Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Solid herraúlpa st. s-xxl litir: svartur verð: 18.990,- Solid herraúlpa st. s-xxl litir: svartur verð: 16.990,- MIA dömuúlpa st. xs-xl litir: svartur, rauður, og camouflage verð: 16.990,- Diesel dömuúlpa st. s-xl litir: svartur, grænn verð: 29.990,- „Við í Galleri Sautján höfum lagt mikið á okkur til að bjóða upp á gott úrval af úlpum og vetrarflíkum í ár,“ segir Guðlaug Elísa Einarsdótt- ur, verslunarstjóri Galleri Sautján í Kringlunni. „Snið og gerðir eru margar og verð er frá 8.990 krón- um. Allir ættu því að geta fundið sér hlýja og góða flík fyrir veturinn.“ Guðlaug segir fjórar gerðir af Moss úlpum í boði en þær eru hann- aðar á Íslandi af hönnunarteymi Galleri Sautján með þarfir íslenska markaðarins í huga. „Sniðið er orðið klassískt hjá okkur og ávallt vin- sælt. Í ár bættum við fallegum rauð- um lit í úrvalið sem og hermanna- munstrinu við þær svörtu og hefur þeim verið vel tekið. Þá erum við með mjög vinsælar Diesel-úlpur í hermannagrænu og svörtu. Þær eru síðar með stórum kraga, gróf- ar og eru flottar við alla hermanna- tískuna sem er í gangi núna,“ segir Guðlaug. Hún segir dúnúlpurnar frá Ichi líka vera vinsælar en þær fást bæði svartar og gráar. „Verðið á þeim kemur líka skemmtilega á óvart en þær kosta 8.990 krónur.“ Úrvalið af vetrarflíkum og úlpum í Galleri Sautján er fjölbreytt. Hvort sem verið er að leita að úlpu eða kápu, beinni, aðsniðinni, stuttri eða síðri flík þá eru möguleikarn- ir margir og úrvalið ætti að henta breiðum hópi kvenna. Guðlaug segir úlpurnar hafa byrjað að seljast vel strax í byrjun september og eftir ný- legt kuldakast er greinilegt að allir vilja fá sér hlýja og góða utanyfir- flík fyrir veturinn. Aldrei meira úrval af úlpum Guðlaug Elísa Einarsdóttir, verslunar- stjóri í Galleri Sautján í Kringlunni. Soffía Tinna Gunnhildardóttir, starfsmaður í Galleri Sautján í Smáralind, innan um hluta úrvalsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Síðar karlmannsúlpur með hettu og flottar dúnúlpur eru áberandi í Galleri Sautján í ár. Úlpurnar komu óvenju snemma í Galleri Sautján í ár, eða upp úr byrjun september. Þrátt fyrir mikið hlýindaskeið byrjuðu þær strax að rjúka út enda veit fólk sem er að þær eru fljótar að klárast. „Þó að það sé búið að vera hlýtt þá vita Íslendingar af feng- inni reynslu að það kemur vetur, það er ekkert leyndarmál. Ef þeir sjá góða úlpu á góðu verði eru því margir sem slá til jafnvel þó að veturinn sé ekki skollinn á með fullum þunga,“ segir Davíð Kristj- án Guðmundsson, verslunarstjóri Galleri Sautján í Smáralind. Hann segir mikið um síðar karl- mannsúlpur í ár og að margar séu með hettu og jafnvel loðkraga. „Þá er mikið um að hægt sé að taka loðkragann eða jafnvel hettuna af, sem býður upp á að hægt sé að nota flíkurnar við ólík tækifæri,“ segir Davíð. Hann segir úlpurnar á mjög breiðu verðbili sem hentar ólíkum aldurshópum. Beðinn um að lýsa úrvalinu nánar segir Davíð sænskar Elvine úlpur vera klassa flíkur. „Þetta eru flottar aðsniðnar úlpur sem end- ast í mörg ár. Þær eru með hettu sem má losa af en þannig er hægt að nota þær við fínni tækifæri. Þá erum við með svipaðar úlpur frá öðrum merkjum ásamt dúnúlpum, mittisjökkum og ýmsu fleiru.“ Davíð segir Mao-úlpurnar vera með þeim vinsælustu ásamt Solid- dún- og hettuúlpunum sem eru á góðu verði. „Dúnúlpurnar fást bæði stuttar og síðar og mittisúlp- urnar eru með góðu stroffi. Við erum með úlpur sem falla inn í götutískuna en líka fínni snið svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar sem verðbilið er breitt býður það líka upp á að fólk geti jafnvel átt fleiri en eina góða úlpu. Það fer auðvitað eftir því úr hverju fólk hefur að spila en það getur verið gaman að eiga eina úlpu sem hentar yfir köldustu vetrarmánuðina en aðra sem er betri vor og haust. Þá getur verið gaman að vera ekki gæinn í „þess- ari“ úlpu heldur eiga möguleika á því að skipta eða í það minnsta breyta henni eitthvað.“ Úlpur við allra hæfi Davíð segir úlpurnar í Galleri 17 henta breiðum aldurshópi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.