Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 38

Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 38
 21. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fjármál Fimm manna aðgerðanefnd undir forystu forsætisráðherra hefur á síðustu vikum unnið að frekari lausnum á skulda- vanda heimilanna og aukinni skilvirkni gildandi úrræða. Mikilvægar úrbætur hafa verið kynntar eða verða kynntar á næstunni. Í SKJÓLI UMBOÐSMANNS Umboðsmaður skuldara tók til starfa 1. ágúst. Hann er ráðgjafi og talsmaður skuldara og skal gæta hagsmuna þeirra í hvívetna séu þeir órétti beittir af hálfu fjár- málastofnana eða stjórnvalda. Nýlega var lögfest bráðabirgða- ákvæði vegna greiðsluaðlögun- ar einstaklinga. Með því fá þeir sem sækja um greiðsluaðlögun tímabundinn greiðslufrest strax og umsókn hefur borist umboðs- manni skuldara. Óheimilt verður að ganga að skuldara með greiðslu- kröfur, ganga að ábyrgðarmönn- um, gera fjárnám í eignum hans eða fá þær seldar nauðungarsölu meðan umsókn um greiðsluað- lögun bíður vinnslu hjá umboðs- manni. Frestunin nær til krafna sem verða til áður en umsókn um greiðsluaðlögun er móttekin og gildir úrræðið til 1. júlí 2011. FYRNING SKULDA Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram frumvarp um að skuldir fólks fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot. Þá liggur fyrir Al- þingi frumvarp um að heimild til frestunar á nauðungarsölum verði framlengd til 31. mars 2011. Verið er að skoða stöðu ábyrgðarmanna og þeirra sem hafa veitt lánsveð svo tryggja megi að ekki verði gengið að þeim vegna einstaklinga sem leita greiðsluaðlögunar. TVÆR EIGNIR Tekið hefur verið á vanda fólks sem situr uppi með tvær eignir og hefur ekki getað selt aðra þeirra. Sótt er um úrræðið hjá umboðs- manni skuldara. RÉTTUR TIL KAUPLEIGU Í vikunni var lagt fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á húsnæð- islögum sem heimilar Íbúðalána- sjóði að bjóða uppboðsíbúðir til leigu með kauprétti. Þetta eykur verulega húsnæðisöryggi fólks sem er illa statt fjárhagslega. Einnig fær Íbúðalánasjóður heim- ild til að veita óverðtryggð hús- næðislán og auknar heimildir til að veita lán til endurbóta. SAMNINGAR UM GENGISLÁN VERÐA ÓGILTIR Efnahags- og viðskiptaráðherra mælir bráðlega fyrir lagafrum- varpi um að öll lán einstaklinga tengd gengi erlendra gjaldmiðla verði ólögmæt óháð orðalagi samn- inga. Höfuðstóll lána lækkar veru- lega sem getur skipt sköpum þar sem gengistryggð lán hafa valdið heimilum í landinu hvað mestum erfiðleikum. Fasteignalánum verð- ur breytt í verðtryggð krónulán en einstaklingar geta valið hvort þeir vilji breyta láninu í óverðtryggð krónulán eða lögleg erlend lán. ALMENNAR AÐGERÐIR Sérfræðingahópur á vegum stjórn- valda með fulltrúum helstu hags- munaaðila vinnur að útreikning- um á ýmsum almennum leiðum sem ræddar hafa verið til lausnar á skuldavanda heimilanna. Niður- stöður ættu að liggja fyrir fljótlega þar sem skýrist hvaða aðgerðir er unnt að ráðast í til viðbótar þeim úrræðum sem þegar eru í boði. HÚSNÆÐISSTEFNA TIL FRAMTÍÐAR Félags- og tryggingamálaráðu- neytið vinnur að mótun húsnæð- isstefnu til framtíðar. Einkum er horft til þess að efla önnur úrræði en séreignaformið svo sem búsetu- rétt, kaupleigurétt og leigumarkað. Markmiðið er að skapa fólki fjöl- breytta valkosti sem tryggja hús- næðisöryggi allra, óháð efnahag. Guðbjartur Hannesson, félags- og trygginga- málaráðherra. Öruggt heimili fyrir alla Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Einstaklingar í greiðsluerfiðleik- um eru hvattir til að nýta sér þau úrræði stjórnvalda og fjármála- stofnana sem í boði eru en þau eru fjölmörg. Á vefsíðunni island.is er að finna greinargott yfirlit um þau úrræði sem skuldurum standa til boða. Einnig er bent á heimasíður viðskiptabankanna, þar sem má finna upplýsingar um úrræði sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum. HELSTU GREIÐSLUÚRRÆÐI • Greiðslujöfnun til að létta greiðslubyrði af reglulegum af- borgunum lána. Í boði hjá Íbúða- lánasjóði og viðskiptabönkum. • Skuldbreyting vanskila, leng- ing í lánum, samningar um van- skil eða frysting lána í 1-3 ár. Í boði hjá Íbúðalánasjóði og við- skiptabönkum. • Sértæk skuldaaðlögun fyrir heimili í verulegum greiðslu- erfiðleikum. Úrræðið er unnið af aðalviðskiptabanka einstakl- inga, er ætlað að laga skulda- og eignastöðu fólks að greiðslugetu þess og getur falið í sér eftirgjöf krafna. • Greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara vegna alvarlegra greiðsluerfiðleika. • Tímabundið úrræði fyrir þá sem eiga tvær fasteignir hjá um- boðsmanni skuldara. • Tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna sem sótt er um hjá héraðsdómi með aðstoð umboðsmanns skuldara. • Viðskiptabankarnir bjóða einn- ig viðskiptavinum sínum fjölmörg úrræði svo sem höfuðstólslækk- un, 110 prósenta aðlögun fast- eignalána og fastar greiðslur af lánum í tiltekinn tíma. Fjölmörg úrræði í boði Greiðslujöfnun er í boði hjá Íbúðalánasjóði. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471. Markmiðið með húsnæðisstefnu Félags- og tryggingamálaráðuneytis er að skapa fólki fjölbreytta valkosti sem tryggja húsnæðis- öryggi allra óháð efnahag. NORDICPHOTOS/GETTY AÐ FORÐAST GREIÐSLUVANDA Algengustu ástæður greiðsluerfiðleika eru að útgjöld heimilisins eru hærri en tekjurnar. Markmið hvers heimilis ætti að vera að skila tekju- afgangi og leggja fyrir í varasjóð. Besta leiðin er alltaf sú að fyrirbyggja vandann áður en í óefni er komið. Gott að hafa eftirfarandi ráð í huga. 1 FÁÐU RAUNVERULEGA YFIRSÝN YFIR ÚTGJÖLD OG TEKJUR HEIMILISINS Að þekkja útgjöldin veitir fjár-hagslegt öryggi og raunútgjöld vegna framfærslu heimilisins er best að finna með því að færa heimilisbókhald. Grunn að einföldu heim- ilisbókhaldi í Excel má nálgast á www.ums.is. Eftir að framfærslukostn- aður liggur fyrir er síðan hægt að finna þá liði sem má lækka og setja sér framfærslumarkmið fyrir næsta mánuð. 2 SETTU ÞÉR MARKMIÐ OG FYLGDU ÞEIM EFTIR Þegar útgjöldin og tekjurnar liggja fyrir er gott að fylla út fjár-hagsyfirlit til að fá mynd af stöðunni eins og hún er. Grunn að fjár- hagsyfirliti í Excel má nálgast á www.ums.is. Þegar staðan liggur fyrir er hægt að setja sér markmið og ákveða hvenær staða er tekin aftur með nýju fjárhagsyfirliti til að meta árangurinn. Gott getur verið að raða út- gjaldaliðum eftir því hve auðvelt er að vera án þeirra eða lækka þá. Með góðu fjárhagsyfirliti er einnig auðvelt að raða lánum upp eftir því hve mikla vexti þarf að greiða af þeim með það að markmiði að greiða inn á höfuðstól þeirra sem bera hæstu vextina. Skynsamlegast er að greiða niður vanskil fyrst. Vextir af rað- og fjölgreiðslum eru oft mjög háir og vextir af yfirdráttarlánum eru jafnaði milli 12%-13%. Þessi lán ættu því að fara efst á skuldalistann. 3 SEMDU STRAX VIÐ KRÖFUHAFA EF GREIÐSLU-BYRÐI ÞÍN ER OF HÁ MIÐAÐ VIÐ TEKJUR Mikilvægt er að semja um frestun greiðslna af lánum eða skilmálabreyting- ar sem fyrst því vanskil eru kostnaðarsöm. Hægt er að sækja um frest- un á afborgunum vegna greiðsluerfiðleika, t.d. hjá LÍN og Íbúðalánasjóði. Þegar greiðsluvandi er viðvarandi er hægt að fá ráðgjöf hjá umboðs- manni skuldara. Jafnframt má fá aðstoð við samninga við kröfuhafa, að undangengnu greiðsluerfiðleikamati. 4 KYNNTU ÞÉR RÉTT ÞINN OG SKYLDUR, T.D. Í SKATTA-MÁLUM Ertu að fara á mis við eitt- hvað sem þú átt rétt á? Hægt er að nálgast allar upplýsingar og eyðublöð vegna um- sókna um lækkanir og vaxta- og barnabæt- ur inni á skattur.is. Nánar á www.ums.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.