Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 39
fjármál ●FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 3 ● Í HVERJU FELST FRESTUNIN? Kröfuhöfum er óheimilt að: • krefjast eða taka við greiðslu á kröfum sínum • gjaldfella skuldir • gera fjárnám, kyrrsetningu eða löggeymslu í eigum skuldarans eða fá þær seldar nauðungarsölu • fá bú skuldarans tekið til gjaldþrotaskipta • neita að afhenda gegn staðgreiðslu eða viðunandi tryggingum þær vörur eða þjónustu sem skuldari þarf á að halda vegna framfærslu sinnar eða heimilismanna vegna fyrri vanefnda • krefjast greiðslu hjá ábyrgðarmanni skuldarans Á sama tíma á skuldari að: • leggja til hliðar af tekjum sínum það fé sem er umfram það sem hann þarf til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða • segja upp leigusamningum og öðrum samningum um veruleg útgjöld í framtíðinni sem ekki tengjast vöru og þjónustu sem er nauðsynleg honum eða heimili hans til lífsviðurværis eða eðlilegs heimilishalds • ekki láta af hendi eða veðsetja eignir og verðmæti sem gagnast geta lánardrottnum sem greiðsla • ekki stofna til nýrra skulda eða gera aðrar ráðstafanir sem gætu skaðað hagsmuni kröfuhafa „Stór þáttur starfsemi umboðs- manns skuldara er að veita fólki ókeypis ráðgjöf og finna lausn- ir á greiðsluvanda einstaklinga,“ segir Margrét Valdimarsdótt- ir, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs hjá umboðsmanni skuldara. „Það eru margar lausnir í boði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum, bæði sam- kvæmt lögum og líka þau úrræði sem fjármálastofnanir bjóða upp á. Ráðgjafar okkar eru sérfræð- ingar í því að finna þá lausn sem best hentar hverjum og einum.“ Margrét segir að ráðgjöf hefjist alltaf á því að meta greiðslugetu. „Við skoðum ráðstöfunartekjur og raunhæfan framfærslukostn- að. Það sem eftir stendur er það sem fólk getur notað til að greiða af lánum og öðrum skuldum. Það er aldrei þannig að við gerum ráð fyrir því að fólk greiði fyrst af skuldum og noti það sem afgangs er sér til framfærslu.“ Þegar raunhæfar lausnir á greiðsluvanda finnast heldur starf ráðgjafa áfram, að aðstoða þá sem leita til umboðsmanns skuldara í samningum við kröfuhafa. „Ráð- gjöf getur falist í ýmsum ráðum til leiðbeiningar fólki um hvernig best er að draga úr mánaðarleg- um útgjöldum. Slík ráðgjöf getur meðal annars falist í að skuld- breyta lánum þannig að mánaðar- legar afborganir verði lægri eða ef viðkomandi á í tímabundnum erfið- leikum getur ráðleggingin verið að sækja um greiðslufrest á afborg- unum lána í ákveðinn tíma. Við erum til staðar fyrir þá sem hing- að leita þar til lausn finnst á þeirra greiðsluerfiðleikum og aðstoðum fólk við að semja við sína kröfu- hafa um að lækka greiðslubyrði niður í viðráðanlega upphæð. Oft erum við mikill andlegur stuðn- ingur fyrir þá sem hingað leita í samskiptunum við kröfuhafa.“ Vísa rétta veginn „Við erum til staðar fyrir þá sem hingað leita þar til lausn finnst á þeirra greiðsluerfiðleikum,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, sviðsstjóri ráðgjafar- sviðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alþingi samþykkti í síðustu viku breytingar á lögum um greiðsluaðlögun. Í breyting- unum felst að tímabundin frestun greiðslna hefst þegar umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið móttekin, en ekki samþykkt eins og áður var. „Þetta eru mikilvægar breyt- ingar fyrir fólk sem á í veruleg- um greiðsluerfiðleikum,“ segir Sara Jasonardóttir, sviðsstjóri greiðsluaðlögunarsviðs hjá um- boðsmanni skuldara. „Þetta þýðir í raun að það má ekki krefja þá sem sækja um greiðsluaðlög- un hjá okkur um greiðslu á þeim skuldum sem verða til áður en umsókn er móttekin, né heldur að krefja ábyrgðarmenn þeirra um greiðslu á meðan á greiðslu- fresti stendur.“ Sara bendir á að þetta eigi við um greiðslur af öllum hefðbundn- um lánum, svo sem húsnæðis- lánum og neyslulánum. Hins vegar beri fólki enn að greiða reikninga sem tengjast rekstri fasteigna eins og fasteignagjöld, húsgjöld, hús- sjóð og tryggingar. „Fyrir fólk sem á í verulegum greiðsluerfið- leikum, þar sem vanskil safnast upp og bara innheimtukostnaður virðist óyfirstíganlegur, skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Þegar umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið móttekin á það ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfu- hafar séu að hringja eða banka upp á. Né heldur að hafa áhyggj- ur af því að það sé verið að krefja ábyrgðarmenn, sem eru í flestum tilfellum ástvinir eða nánir vinir, um greiðslu. Því ætti þetta að létta nokkuð á áhyggjunum, sem eru yfirleitt nægar fyrir hjá þessum hópi fólks.“ Á meðan greiðslufrestun stend- ur eru lagðar skyldur á herðar skuldara og bendir Sara á að sé þeim ekki framfylgt gæti umsókn um greiðsluaðlögun verið synj- að síðar. „Helstu skyldur þeirra sem sækja um greiðsluaðlögun eru að leggja til hliðar það sem er afgangs af ráðstöfunartekjum þegar greiddur hefur verið kostn- aður vegna nauðsynlegrar fram- færslu. Framfærslukostnaður er mun minni ef ekki er verið að greiða kostnað vegna húsnæðis, og því líklegt að eitthvað sé aukreitis. Þá má ekki stofna til nýrra skulda eða gera samninga um veruleg útgjöld í framtíðinni, né heldur að láta af hendi eða veðsetja eignir.“ Skjól fyrir kröfuhöfum „Það má ekki krefja þá sem sækja um greiðsluaðlögun hjá okkur um greiðslu á þeim skuldum sem verða til áður en umsókn er móttekin, né heldur að krefja ábyrgðarmenn þeirra um greiðslu á meðan á greiðslufresti stendur,“ segir Sara Jasonardóttir, sviðs- stjóri greiðsluaðlögunarsviðs hjá umboðsmanni skuldara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Allar frekari upplýsingar um greiðsluaðlögun er að finna á heimasíðu umboðsmanns skuldara, ums.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.