Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 40

Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 40
 21. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fjármál Fjármálafyrirtækin vinna að því um þessar mundir að end- urskoða lausnir sínar vegna skuldavanda heimilanna, með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur. Samskipti við stjórnvöld eru góð í þeirri vinnu. Innan Arion banka hefur verið lögð rík áhersla á þetta verkefni og unnið er hörðum höndum að því að mæta þörfum viðskiptavina. Þúsundir einstaklinga hafa nú þegar nýtt sér lausnir bankanna, þannig að mikið hefur áunnist í lausn á skuldavanda íslenskra heimila. Hins vegar er vandi margra enn óleystur og við því þarf að bregðast. HVERJAR ERU SVO ÞESSAR LAUSNIR? Lausnir fjármálafyrirtækjanna eru misjafnar. Stóru bankarnir þrír hafa farið svipaðar leiðir og hefur þeim orðið ágætlega ágengt með sínum viðskiptavinum. Arion banki hefur boðið safn lausna sem um 3.000 viðskiptavinir hafa nýtt sér. Á myndinni hér fyrir neðan er dregin upp einföld mynd af þeim lausnum sem eru í boði hjá Arion banka. Efst í hringnum er lausnin sem gengur lengst og er ætlað að leysa vandann þar sem hann er mestur. Hér er um sértæka skuldaaðlögun að ræða. Í sinni einföldustu mynd felst hún í því að skuldinni er skipt í tvennt. Annars vegar er lán sem greitt er af og ræðst fjárhæð þess af greiðslugetu. Hins vegar er biðlán sem miðast við verðmæti eigna. Það sem eftir stendur, og er umfram verðmæti eigna, er af- skrifað. Þannig eru skuldir lagað- ar að greiðslugetu annars vegar og verðmæti eigna hins vegar. Þegar greiðslugeta er metin er horft til þess sem þarf til að reka heimilið og lifa eðlilegu fjölskyldu- lífi, en það sem afgangs er fer til greiðslu skulda. Í raun er matið ekki ósvipað því greiðslumati sem framkvæmt var þegar lánið var tekið í upphafi. Þegar verðmæti eigna er metið er gert ráð fyrir því að heimilið eigi hóflega fast- eign og bifreið sem hæfir fjöl- skyldustærð. Það getur flækt málið við fram- kvæmd sértækrar skuldaaðlögun- ar ef viðskiptavinur er tímabundið með skerta greiðslugetu, ef hann á dýrari eignir en hann ræður við eða situr uppi með tvær fasteign- ir. Samhliða sértækri skuldaaðlög- un getur því þurft að skoða leið- ir eins og tímabundna frystingu á greiðslum, frest til að selja eignir eða yfirtöku bankans á eignum á móti áhvílandi skuldum. Léttari greiðslur geta verið góð leið til að brúa tímabil þar sem tekjur eru skertar, en þar er þó ekki gengið eins langt og þegar lán eru fryst að öllu leyti. Leng- ing lána getur einnig verið leið til að létta greiðslubyrðina og hún er hugsuð sem varanleg lausn. Í neðri hluta hringsins eru lausnir til þeirra sem eiga aðeins í lítilsháttar vanda og vilja létta greiðslubyrðina. Fastar greiðslur eða greiðslujöfnun er úrræði stjórnvalda sem veitir rétt til að festa greiðslubyrðina í því sem hún var í maí 2008. Margir höfn- uðu reyndar þessari leið þar sem hún felur í sér frestun á greiðsl- um, en aðrir þáðu hana og hafa í framhaldinu notið léttari greiðslu- byrði. Þeir sem eru með erlend lán og bíða niðurstöðu laga eða dóms hafa margir þegið lausnina „5.000 krón- ur af milljón“. Með henni koma þeir lánum sínum í skil, en búa við léttari greiðslubyrði en ella. Tvær leiðir hafa verið boðnar til að leiðrétta höfuðstól lána. Öllum viðskiptavinum með yfirveðsett- ar eignir var boðið að færa fast- eignalán sín í 110% af verðmæti fasteigna. Þeim sem eru með er- lend fasteignalán var boðið að breyta þeim í íslenskt lán með allt að 30% afslætti. Margir viðskipta- vinir þáðu þessar lausnir. Nánari lýsingu á lausnunum má finna á heimasíðu bankans (www. arionbanki.is). ÞVÍ HEFUR EKKI GENGIÐ BETUR? Ástæður þess að ekki hefur geng- ið eins vel og til stóð eru margar. Ein er sú að sumir skulda á mörg- um stöðum, til dæmis bönkum, tryggingafélagi, kreditkortafyr- irtæki, ríkinu og fleirum. Sumir þessara kröfuhafa hafa ekki verið Lausnir Arion banka vegna sku Hvort sem viðskiptavinurinn er einstaklingur eða fyrirtæki er notuð sambærileg aðferð við ákvörðun um afskrift að sögn Brynhildar Georgsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lausnir Arion banka fyrir heimilin Fyrirvari um betri réttFrestun uppboða Frysting greiðslugeta skert tímabundið afborgun og / eða vextir fryst endurskoðun eftir 6 – 12 mánuði Léttari greiðslur greiðslugeta er skert tímabundið greitt samkvæmt greiðslugetu endurskoðun eftir 6 – 12 mánuði Fastar greiðslur (greiðslujöfnun) óháð greiðslugetu en getur leyst minni vanda föst fjárhæð á mánuði sama fjárhæð og í maí 2008 Leiðrétting höfuðstóls óháð greiðslugetu og eignum fasteignalán fært í 110% af virði eignar allt að 30% lækkun erlendra fasteignalána 5000 kr. af milljón erlendra lána háð greiðslugetu tímabundin lausn v. erlendra lána leið vegna óvissu um lögmæti lána Lenging / skilmálabreyting núverandi greiðslubyrði of þung greiðsluferli aðlagað að greiðslugetu hugsað sem varanleg lausn Sala eigna eða yfirtaka eign of dýr miðað við greiðslugetu viðskiptavinur fastur með tvær fasteignir frestur til sölu eða yfirtaka á móti skuldum Aðlögun að greiðslugetu (sértæk skuldaaðlögun) greiðslugeta ekki til staðar skuldir lagaðar að greiðslugetu og eignum getur þurft að minnka eignasafn Umtalsverður greiðsluvandi Tímabundinn greiðsluvandi Viðráðanlegur greiðsluvandi Minniháttar greiðsluvandi Ekki greiðsluvandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.