Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 42
 21. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fjármál Smærri fyrirtæki skipta hagkerfið gríð- arlegu máli eins og allir vita. Hvað eru mörg minni og meðal- stór fyrirtæki í við- skiptum við Lands- bankann, er vand- inn mikill hjá þeim og hvernig gengur að greiða úr honum? Það er rétt að smærri fyrirtækin eru mjög mikilvæg. Fyrsta kastið var meiri áhersla á að vinna mál stærri fyrirtækja, en undanfarið hefur Landsbankinn beint sjónum sínum í ríkari mæli að minni og meðalstórum fyrirtækjum. Þær leiðir sem bankinn hefur boðið fyrirtækjum hafa verið í stöðugri endurskoðun allt frá því að þær voru fyrst settar fram. Þessa dag- ana eru fjármálafyrirtækin að vinna saman á vettvangi SFF að því að straumlínulaga alla ferla og hraða afgreiðslu mála þeirra smáu og meðalstóru fyrirtækja sem standa höllum fæti. Við bind- um miklar vonir við þá vinnu og henni miðar vel. Landsbankinn er með gríðar- lega mörg smá og meðalstór fyrirtæki í viðskiptum. Mörg þeirra tóku erlend lán á sínum tíma og þeim hefur boðist að lækka höfuðstól þeirra strax um 25%. Sum fyrirtækin nýttu sér þessa lausn en alls ekki nógu mörg. Það er enn og aftur mikil- vægt að minna á að menn fyrir- gera engum rétti sem skapast kann af dómum Hæstaréttar síðar meir, þó að þeir nýti sér úrræði sem nú eru í boði. Því er mikilvægt að menn komi í bank- ann og tali við okkur, vilji þeir fá úrlausn mála. Hvað með fyrirtæki þar sem eigendur eru allt í öllu, er nægjan- legt tillit tekið til þeirra? Já, við teljum svo vera, en allt- af má gera betur. Fyrirtækjum sem skulda minna en 750 milljón- ir króna og þar sem eigandi er í lykilhlutverki bjóðum við ákveðn- ar lausnir þar sem ekki þarf að leggja fram nýtt eigið fé gegn af- skriftum skulda. Hvernig er tryggt að fyrirtæk- in njóti jafnræðis? Við styðjumst við reglur sem öllum eru aðgengilegar á vef bankans, landsbankinn.is. Eftir- litsnefnd efnahags- og viðskipta- ráðherra hefur farið yfir okkar mál á undanförnum mánuðum og skilað skýrslu um hvernig við stöndum að málum. Í þeirri skýrslu er staðfest að Landsbank- inn stendur faglega að því að leysa úr skuldavanda fyrirtækja og ein- staklinga og mismun- ar ekki viðskiptavin- um sínum. Hvernig myndir þú lýsa ykkar úrræðum? Við skiptum þeim í fjóra flokka, sér- tækar lausnir þar sem við beitum sér- tækum úrræðum við fjárhagslega endur- skipulagningu fyrir- tækja ef þau eru talin rekstrarhæf til lengri tíma. Í öðru lagi er það frysting sem er fyrir þau fyrir tæki sem geta einungis greitt vexti og hluta afborgana m.v. upp- færð vaxtakjör. Þeim stendur til boða að fá greiðslufrest á hluta eða öllum afborgunum lána í 12- 24 mánuði. Í þriðja lagi bjóðumst við til að færa niður skuldir fyrir- tækja gegn því að eigendur leggi fyrirtækinu til nýtt hlutafé. Sam- hliða þessu kemur til greina að breyta skuldum í hlutafé eða víkj- andi lán. Í þessari leið vil ég sér- staklega nefna að við erum reiðu- búin til að afskrifa skuldir enn frekar, séu eigendur tilbúnir til að leggja fram enn meira eigið fé. Þá afskrifum við fyrir hverja krónu eigin fjár sem eigendur leggja fyrirtækinu til umfram 10% af heildarvirði eða eignavirði, 50% til viðbótar á meðan skuldir eru umfram 70% af heildarvirði eða eignavirði. Þetta þýðir að komi eigandi með milljón í nýtt eigið fé, þá lækkar skuld hans að auki um 500.000 krónur svo dæmi sé tekið. Þetta er að mínu mati til- valin leið til að leysa úr málum. Að lokum er það leið sem hent- ar smæstu fyrirtækjunum best en þá færum við lán niður í 100% af eignavirði án eiginfjárfram- lags. Þetta á við hjá fyrirtækjum í greiðsluerfiðleikum með vaxta- berandi skuldir undir 750 m.kr. eins og áður hefur komið fram. Hvernig sérðu fyrir þér að nán- asta framtíð þróist? Landsbankinn ætlar sér stórt hlutverk í endurreisn íslensks efnahagslífs. Við höfum stofnað sérstakt svið, Endurskipulagn- ingu eigna, til að fást við þessi erfiðu úrlausnarmál mjög skuld- settra fyrirtækja og við ætlum að vinna vel. Við leggjum þess vegna allt kapp á að bjóða fyrirtækjum öflugar og góðar lausnir og við erum tilbúin til að hlusta á gagn- rýni og laga það sem úrskeiðis hefur farið. Við viljum heyra í okkar viðskiptavinum, skorum á þá að koma til okkar og segja sína skoðun. Á endanum snýst þetta ekki um annað en samvinnu banka og viðskiptavina hans, því hvorugur getur án hins verið. Hverju svarar Lands- bankinn því að of hægt hafi gengið að vinna úr vanda skuldsettra heimila. Það er að hluta rétt og hluta rangt. Ein- földu leiðirnar, al- mennu leiðirnar hafa gengið vel. Um 80% allra viðskiptavina bankans hafa nýtt sér eitthvert úrræði. En það er rétt að sér- tæku leiðirnar hafa af ýmsum ástæðum ekki orðið það grundvallarúrræði sem ætlast var til. Við vonumst til að nýjar hugmyndir sem lagðar hafa verið fram á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja og í samvinnu við stjórnvöld muni skila betri ár- angri. Hvað getur Landsbankinn boðið fólki sem kemur í bankann í dag og biður um aðstoð? Við höfum fjölmörg úrræði að bjóða fólki og það er sérstaklega mikilvægt að hvetja fólk til að koma í bankann. Þetta á bæði við um þá sem eru með erlend lán og innlend. Í erlendu lánunum erum við að ljúka endurútreikningi sam- kvæmt dómum Hæsta- réttar og það mun hafa mikil áhrif á höfuðstól lánanna. Aðal atriðið er að okkar mati, að fólk komi í bankann og leggi sín mál á borðið ef það telur sig í vanda. Því fyrr því betra. Miða öll úrræði að því sama? Nei, það gera þau ekki. Við miðum við að þau skiptist í þrennt, hluta þeirra er ætlað að lækka greiðslubyrði fyrst og fremst. Annar hluti snýr að lækk- un höfuðstóls og svo er það þriðji hlutinn sem eru sértæku úrræð- in sem lýtur að því að laga skulda- stöðu að eignum og tekjum. Með þessu getum við klæðskerasaum- að lausnir fyrir hvern og einn við- skiptavin eftir að staða hans hefur verið yfirfarin. Eru þessi úrræði bara fyrir þá sem eru komnir í verulegan vanda? Nei, alls ekki. Bankinn býður einnig upp á lausnir þar sem fólk getur lækkað greiðslubyrði lána sinna þó vandræðin séu ekki orðin óyfirstíganleg. Úrræði eins og t.d. 25% niðurfelling höfuðstóls er- lendra lána er dæmi um almenna og flata aðgerð. Er hægt að nálgast mikið af upp- lýsingum á netinu eða verða við- skiptavinir undantekningarlaust að koma í útibú? Það er hægt að nálgast allar upp- lýsingar á heimasíðu bankans. Þar eru reiknivélar og hægt að fá ein- falt stöðumat á eigin fjármálum. Ég vil líka nefna heimilisbókhaldið í Einkabankanum sem býður fólki mjög fullkomna leið til að öðlast góða yfirsýn yfir útgjöldin. Góð yfirsýn er það sem mestu skiptir í upphafi, svo er best að panta sér tíma hjá ráðgjafa og koma í bank- ann. Það er mikilvægt að hafa í huga að þau tvö ár sem liðin eru frá hruni hefur fjölmargt verið gert. Fjármálafyrirtækin hafa alla tíð unnið náið með stjórnvöldum að útfærslu leiða til aðstoðar mjög skuldsettum heimilum og margt hefur tekist ágætlega. Við erum stöðugt að bæta þjónustuna og reynum að læra af reynslunni, laga það sem aflaga fer og við vilj- um heyra í viðskiptavinum svo við getum lært af þeirra reynslu líka. Fjölmörg úrræði í boði Fyrirtækjalausnir Landsbankans Hjördís Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Endur- skipulagningar eigna. Ingimundur Sigurmundsson forstöðumaður Útlánadeild- ar einstaklinga. ● RÁÐGJAFASTOFA EINSTAKLINGA Landsbankinn hefur ný- lega sett á laggirnar nýja einingu sem á að styðja við útibú og aðra starfsmenn framlínu í þjónustu þeirra við skuldsett heimili. Deildin ber heitið Ráðgjafastofa einstaklinga. Miklar vonir eru bundnar við það að með þessum hætti takist að sinna betur þeim viðskiptavinum sem verst standa og flýta úrlausn þeirra mála. Netfang Ráðgjafastofu einstaklinga er radgjafastofa@landsbankinn.is Landsbankinn býður uppá fjölmargar lausnir fyrir heimilin og vill hvetja viðskiptavini til að koma í bankann og fara yfir stöðuna. Lausnir fyrir heimili
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.