Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 43
fjármál ●FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 7 Vextir á nýttri yfirdráttarheim- ild eru jafnan hæstu útláns- vextir á hverjum tíma. Íslands- banki býður viðskiptavinum lægri vexti við svokallaða þrepalækkun yfirdráttar. „Óhagstæðustu skuldir fólks eru yfirdráttarheimildir,“ segir Finnur Bogi Hannesson, verkefnastjóri á viðskiptabankasviði Íslandsbanka, en bankinn býður viðskiptavinum svokallaða þrepalækkun yfirdrátt- ar á lægri vöxtum. Almenn yfir- dráttarkjör hjá Íslandsbanka eru 12,50 prósenta vextir. Með því að skrá sig í þrepalækkun yfirdráttar fást 9,25 prósenta vextir. Skilyrð- in eru að yfirdráttarlánið sé ekki meira en ein milljón og greiðist niður á 36 mánuðum. Með reglu- bundinni lækkun á yfirdráttar- láni lækkar mánaðarlegur vaxta- kostnaður jafnt og þétt. Í því felst einhver besti sparnaður sem völ er á. „Tilgangurinn með yfirdrátt- arheimildum er ekki sá að fólk sé með þær útistandandi í lang- an tíma. Vextirnir eru háir, meðal annars vegna þess að um skamm- tímalán er að ræða sem tekið er með stuttum fyrirvara, í þeim til- gangi að bregðast við óvæntum út- gjöldum svo dæmi sé tekið. Bank- inn þarf að hafa tiltekinn hluta af fjármögnun sinni „frátekinn“ til að geta brugðist við slíkum óvæntum lántökum viðskiptavina og því fylg- ir kostnaður,“ útskýrir Finnur. „Hérlendis hefur það verið lenska að fólk sé með yfirdráttinn í lengri tíma, jafnvel háar fjárhæð- ir. Fæstir geta greitt hann niður í einu vetfangi og því vildum við koma til móts við fólk og hugsa þetta sem reglulegan sparnað. Ef fólk er tilbúið til að semja við bank- ann um að greiða niður yfirdrátt- inn á innan við þremur árum með þessari leið lækkum við vextina á móti.“ Þrepalækkun yfirdráttar virk- ar þannig að yfirdráttarheimild á reikningi lækkar um ákveðna upp- hæð á mánuði. Reikningseigandi getur valið þá upphæð en skilyrði er að heimildin sé greidd niður innan 36 mánaða. „Viðkomandi verður þá að miða útgjöld heimilisins við það hversu miklu minna hann hefur til ráð- stöfunar á mánuði. Það krefst að sjálfsögðu aga því ef farið er yfir heimild þarf að greiða kostnað sem því fylgir og þá er sparnaður- inn við það að greiða yfirdráttinn niður fljótur að hverfa. En með því að velja þessa leið fæst sparnaður með lægri vaxtakostnaði á heim- ildinni.“ Um fimm þúsund manns hafa nýtt sér þetta úrræði Íslandsbanka en þrepalækkun yfirdráttar hefur staðið viðskiptavinum bankans til boða frá því sumarið 2009. Frá því í september á þessu ári hafa við- skiptavinir einnig getað skráð sig í þrepalækkun á Netinu. „Viðskiptavinir geta skráð sig gegnum netbankann sinn og sett upp sína eigin áætlun. Yfirdrátt- urinn lækkar þá sjálfkrafa fyrstu mánaðamót á eftir og þá koma einnig sjálfkrafa inn lægri vextir. Markmið okkar hjá Íslandsbanka er að létta viðskiptavinum okkar lífið.“ Íslandsbanki býður þeim sem eiga í tímabundnum eða veruleg- um greiðsluerfiðleikum fjölmörg úrræði. Bæði er boðið upp á hefð- bundin og sértæk úrræði en meta þarf aðstæður og þörf hjá hverj- um viðskiptavini fyrir sig. Meðal þeirra almennu úrræða sem eru í boði eru greiðslujöfn- un verðtryggðra húsnæðislána og húsnæðislána í erlendri mynt. Einnig býður bankinn upp á höf- uðstólslækkun á húsnæðislánum í erlendri mynt. Þar sem nokkur óvissa ríkir um lögmæti slíkra lána er tíma- bundið boðið upp á svokall- að 5.000 krónu úrræði, en með því getur viðskiptavinur greitt 5.000 krónur af hverri upphaf- legri milljón lánsins þar til nið- urstaða dómstóla liggur fyrir. Ef viðskiptavinur er með mörg óhagstæð skammtímalán er möguleiki á að sameina þau í eitt lán og lengja lánstímann til að greiðslubyrði verði viðráðan- legri. Einstaklingar með bíla- lán hafa einnig getað nýtt sér fjölmörg greiðsluúrræði, og um þessar mundir er verið að endur- reikna bílalán í erlendri mynt. Sértæk úrræði fela í sér að- gerðir þegar um verulegan greiðsluvanda er að ræða, að undangengnu greiðslumati. Þar er meðal annars um skuldaaðlög- un að ræða þar sem skuldir eru lagaðar að greiðslugetu, frestun greiðslna á húsnæðislánum og úrræði vegna sölutregðu eigna. Þar að auki veitir Íslandsbanki viðskiptavinum upplýsingar um greiðsluaðlögun ríkisins, sem samþykkt var með lögum 1. apríl 2009. FRYSTING GREIÐSLNA VEGNA ATVINNULEYSIS Í ljósi mikils atvinnuleysis í landinu, en rúmlega sjö prósent landsmanna eru án vinnu um þessar mundir, hefur Íslands- banki endurskoðað vinnureglur um frystingu greiðslna á hús- næðislánum. Nú er mögulegt fyrir fólk sem er án atvinnu að fá frystingu á greiðslum á húsnæðislánum sínum hjá Íslandsbanka án þess að gert sé stöðumat. Þannig er afborgunum og vaxtagreiðslum frestað í allt að tólf mánuði. Ef atvinnuleysi varir lengur en í tólf mánuði er mögulegt að framlengja frystingu í allt að 36 mánuði en þá þarf að gera heild- arstöðumat á fjármálum viðkom- andi. „Með þessu erum við að koma til móts við þá viðskiptavini sem glíma við atvinnuleysi og hafa skertar tekjur í ófyrirséð- an tíma,“ segir Una Steinsdótt- ir, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Íslandsbanka. „Við sjáum að margir hafa veigrað sér við að koma til okkar til að fá lausn sinna mála, í mörgum til- fellum vegna þess að það hefur verið flókið að sækja um ákveð- in úrræði og afgreiðslutíminn of langur,“ segir Una. Hún bætir við að það sé kappsmál hjá bankanum að fá sem flesta viðskiptavini til að koma í útibú bankans eða hafa samband við ráðgjafa og fara yfir málin. „Með því að ein- falda ferlið vegna frystingar á greiðslum húsnæðislána og eins á öðrum úrræðum fyrir einstakl- inga erum við að mæta þörfum breiðari hóps,“ segir Una að lokum. Geta fryst greiðslur á húsnæðislánum ● DÆMI AF ÞREPALÆKKUN YFIRDRÁTTAR HJÁ ÍS- LANDSBANKA *Dæmi Yfirdráttur 360.000 kr. Mánaðarlækkun yfirdráttar 15.000 kr. Fjöldi mánaða 24 Vaxtakostnaður lækkar vegna þess að yfirdrátturinn minnkar og vegna þess að vaxtaprósentan lækkar. Lægri vaxtaprósenta 12.188 kr. Lækkandi yfirdráttur 43.125 kr. Sparnaður á tímabili 55.313 kr. * Í dæminu er miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,50% í 9,25% Eins getur fólk slegið inn sínar forsendur inn í einfalt reikniverk á heimasíðu okkar á http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/sparnadur/threpalaekkun- yfirdrattar/ Lægri vextir á yfirdráttinn „Yfirdráttarheimildir eru óhagstæðustu skuldir fólks,“ segir Finnur Bogi Hannesson, verkefnastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mætum þörfum breiðari hóps,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Þegar þú greiðir niður yfi rdráttinn þá lækkum við vextina hjá þér islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.