Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 46

Fréttablaðið - 21.10.2010, Síða 46
 21. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR ●MIKILVÆGT AÐ FYLGJA ÞVOTTALEIÐBEININGUM „Úlpunum og göllunum frá Ticket to heaven fylgja góðar þvottaleiðbeiningar og mikilvægt að fylgja þeim til að tryggja endingu fatnaðarins,“ segir Helga. Ekki sé ráðlegt að þurrka yfirhafnirnar í þurrkara. „Þetta eru góð föt og þola ýmislegt en almennt er ekki gott að setja vatnsheldar flíkur í þurrkskápa, sem er til dæmis að finna víða á leikskólum. Það eyðilegg- ur vörnina í efninu. Það má þvo úlpurnar og gallana á 40 með þvottaefni fyrir litaðan þvott og vinda á fullri vindu. Gallana á að hengja upp á skálmunum, á réttunni í ca klukkutíma, snúa þeim þá á rönguna og láta þá þorna þannig alveg. Þetta er fljótlegasta leiðin til að þurrka gallana en vegna þess að efnið er vatnshelt sígur bleytan niður og stoppar þá í skálmunum ef gallinn er hengdur upp á herðatré. Þannig er gallinn lengur að þorna. Eins mælum við með að taka skinnið af hettunni áður en þvegið er, renna upp öllum rennilásum og passa að taka steina og annað smádót sem börn safna gjarnan í vasa úr fyrir þvott en efnið slitnar hratt ef steinarnir fara með í þvottavélina.“ Verslunin Englabörnin í Kringlunni hefur boðið vörur frá danska merkinu Ticket to heaven síðastliðin tíu ár. Vör- urnar henta íslenskri veðráttu. „Við bjóðum upp á úrval yfirhafna og útifatnaðar fyrir bæði kynin, meðal annars undir danska merk- inu Ticket to heaven. Þetta eru sterkar og góðar flíkur sem henta vel íslenskri veðráttu,“ útskýrir Helga Karlsdóttir, verslunarstjóri barnafataverslunarinnar Engla- börnin í Kringlunni. Úlpurnar frá Ticket to heaven eru allar vind- og vatnsheldar. Á hettunni er kantur úr gerviskinni en fyrirtækið leggur áherslu á náttúruvernd og notar ekki ekta skinn. Kantinum má smella af og einnig má smella hettunni af. Helga bendir einnig á úrval hlífð- arbuxna í versluninni. „Við eigum snjóbuxur í litum sem passa við úlpurnar. Fólk er ekkert endilega að taka buxur og úlpur í sama lit, það má blanda þessu allavega saman, bæði litum og munstrum. Úlpurnar eru þannig búnar að það blæs ekki undir þær. Þær þola allt að 30 stiga frost en eru þó léttar og liprar. Við höfum fengið að heyra frá ánægðum við- skiptavinum, til dæmis dagforeldr- um, að úlpurnar hefti ekki börnin í leik. Börnin vilja ekki stífar og þykkar úlpur.“ Helga segir uppbyggingu efnis- ins í úlpunum gera það að verkum að þær séu hlýjar án þess að vera þykkar og efnismiklar. Ytra byrðið sé bæði vin- og vatnshelt og fóðrið haldi varma að líkamanum. „Það þarf því ekki að dúða börn- in mikið undir úlpurnar. Einnig eigum við heilgalla frá sama merki og lipur ullarföt innan undir. Ef fólk er að leita eftir spariflíkum eigum við einnig fallegar úlpukáp- ur sem fara vel yfir jólakjólinn en nýtast í skólann líka.“ Góð reynsla er komin á fatnað- inn frá Ticket to heaven. Stærð- irnar á úlpum hlaupa frá 92 til 152 og verð er á bilinu 16.990 til 18.990 krónur. Heilgallarnir eru í stærðunum 74 til 140 á verðbilinu 14.990 til 22.990 krónur. Einnig er í versluninni gott úrval af húfum, vettlingum og öðrum fylgihlutum í stíl. Slitsterk föt á káta krakka Helga Karlsdóttir verslunarstjóri segir útifatnaðinn frá danska merkinu Ticket to heaven slitsterkan og hlýjan og henta íslenskri veðráttu vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gott úrval fylgihluta er að finna í búðinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.