Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Klassísk og karlmannleg snið verða áberandi í verslunum Herragarðsins í vetur. Með kólnandi veðri er kominn tími á hlýjar yfirhafnir. Í verslun- um Herragarðsins í Kringlunni og Smáralind er að finna gott úrval af jökkum, frökkum og úlpum, en þar ber hæst klassísk og karlmannleg snið í haust og vetur. Vilhjálm- ur Svan Vilhjálmsson, verslunar- stjóri Herragarðsins í Kringlunni, er öllum hnútum kunnugur. „Áherslan er á klassík snið. Með því á ég alls ekki við karlaleg snið heldur þessi sígildu sem notið hafa vinsælda um langt skeið, þó í nýjum og ögn breyttum útfærsl- um. Við erum með merki á borð við Bugatti, sem við höfum verið með í ein tuttugu ár, ítalska merk- ið Mabrun og hið ameríska Ralph Lauren, sem er ekki að eltast við tískusveiflur heldur stendur vörð um ákveðinn stíl. Segja má að ákveðið bóhemaútlit frá sjöunda áratugnum sé í tísku og þar koma sterkir inn sígildir sjóliðajakkar og svo ýmsir aðrir flottir jakkar og frakkar, þar sem svart og grátt og brúnir tónar ráða ríkjum.“ Vilhjálmur getur þess að fram- úrstefnulegri fatnaður sé líka á boðstólum í verslunum Herra- garðsins, sem leitist ávallt við að þjóna breiðum kúnnahópi. „Við erum að sjálfsögðu líka með „nútímalegri“ yfirhafnir, þar á meðal aðskorna jakka frá fram- leiðendunum Sand og Strellson, með skemmtilegum smáatriðum og litríku fóðri, rauðu og fjólu- bláu, sem mynda skemmtileg- ar andstæður við svart, grátt og brúnt efni yfirhafnanna,“ segir hann og bætir við að flottir frakk- ar og jakkar í hermannastíl falli líka í þennan flokk. „Þá eru frakkarnir frekar að- sniðnir með þeim möguleika að geta nota þá meira hversdags frekar en aðeins sem spariflík,“ bendir Vilhjálmur á. Tekur fram að þeir sem séu í leit að fallegum og hlýjum úlpum komi heldur ekki að tómum kofanum í Herragarðin- um, þar sem þær séu í mjög góðu úrvali. Bóhemar, sjóliðar og töffarar í tindátaleik Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, spáir klassískum jökkum og frökkum vinsældum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Herragarðurinn hefur í meira en þrjá áratugi séð landsmönum fyrir góðu úrvali af herrafatnaði, jakka- fötum, skyrtum og yfirhöfnum og kappkostað að höfða til breiðs kúnnahóps, karlmanna frá aldrin- um átján ára og upp úr. Að sögn Vilhjálms Svan Vil- hjálmssonar, verslunarstjóra Herragarðsins í Kringlunni, hefur úrvalið aldrei verið betra en ein- mitt nú og á það ekki síst við um yfirhafnir. „Úrvalið hefur sjald- an verið betra en í vetur og við kappkostum að finna það rétta fyrir kúnnana okkar til að halda að þeim hlýju og umfram allt svo þeir líti vel út.“ Hann bætir við að þetta endur- speglist meðal annars í fjölbreytt- um og vönduðum vörumerkjum, svo sem Bugatti, Mabrun, sem sér- hæfir sig í yfirhöfnum, og einnig Ralph Lauren, Sand og Strellson. Gott úrval og einstök gæði Úr verslun Herragarðsins í Kringlunni sem þar var opnuð árið 1987. Herragarður- inn hefur einnig frá árinu 2001 rekið herrafataverslun í Smáralind í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.