Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 48
Útivistardeild verslunarinnar Útilífs er rík af úlpum frá viður- kenndum gæðamerkjum fyrir veturinn. Þó að svartur litur haldi sér enn á toppnum er vaxandi eftirspurn eftir öðrum litum að sögn sölumannsins Hauks Sigurbergssonar í Útilífi í Kringlunni. „Við erum komin með mikið af nýjum úlpum. Hið sænska merki Didrikson er með nýja línu og líka hið norska Helly Hansen,“ segir Haukur Sigurbergsson spurður um nýjungar í úlpugeiranum en Hauk- ur er sölumaður í útivistardeild Úti- lífs í Kringlunni. Hann nefnir fleiri gæðamerki svo sem The North Face sem er bandarískt og eitt fremsta útivist- armerki í heimi. Íslensku merkin Cintamani og ZO.ON eru svo auð- vitað með toppvöru fyrir íslensk- ar aðstæður. „Það er alltaf verið að betrumbæta efnin og finna upp ný og ný öndunarefni svo fólk sé ekki kófsveitt í úlpunum sínum,“ nefn- ir Haukur. Eins segir hann alltaf um einhverjar áherslubreytingar í útliti að ræða en þó engar hallar- byltingar í ár. „Síddin rétt neðan við rass heldur vinsældum sínum frá síðasta ári, enda hentar hún vel hér á landi þar sem oft blæs. Það kemur meira inn af slíkum úlpum en þeim stuttu,“ upplýsir Hauk- ur en segir styttri úlpurnar samt fylgja með og skíðaúlpur séu allt- af frekar stuttar. „Þær taka minni vind á sig en þær síðu og skíðafólk er í smekkbuxum við þær,“ útskýr- ir hann. Loðkanturinn á úlpuhettunum sem hefur verið vinsæll síðustu ár er inni enn þá að sögn Hauks en eru einhverjir litir ráðandi á þessu hausti? „Svartur heldur alltaf sínu,“ segir hann strax. „Fólk vill samt fleiri liti en áður og er farið að pæla meira í þeim. Kannski til að bæta aðeins upp neikvæðnina í þjóðfélag- inu,“ giskar hann á. Að sjálfsögðu segir hann Útilíf eiga töluvert af úlpum í litum – rauðum, bláum, grænum – já, allan skalann. Spurður um verð upplýsir Hauk- ur að Didrikson-úlpurnar sænsku séu hvað ódýrastar og ber líka lof á snið þeirra og gæði. „Svo erum við með regnjakka líka,“ tekur hann fram. „Fólk verður að eiga svoleið- is í vætunni.“ Haustið var hlýtt en nú standa yfir „kuldadagar“ í Útilífi frá þriðjudegi til sunnudags og það þýðir afsláttarverð á vetrarfatn- aði. Veðrið virðist alveg hafa verið í takt við verslunina því á þriðju- daginn kólnaði einmitt verulega og fyrstu snjókornin féllu í borginni. „Fólk nýtir sér svona tilboð að sjálf- sögðu,“ segir Haukur. „Annað væri líka bara þversögn við það sem er í gangi í þjóðfélaginu.“ Fólk vill fleiri liti en áður „Loðkanturinn á úlpuhettunum sem hefur verið vinsæll síðustu ár er enn þá inni,“ segir Haukur í Útilífi, sem einmitt er með sér- stök tilboð á vetrarfatnaði nú á svonefndum „kuldadögum“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Heilgallar upp í stærð 130 eru til af ýmsum gerðum og á mismun- andi verði í Útilífi. Merkin eru þau sömu og í fullorðinsdeildinni og við bætast Ketch í stærðum 68-122 og Surfanic sem er breskt brettamerki. Íslensku ZO.ON jakk- arnir og gallarnir eru einkenndir með hvítu skýi svo þeir skera sig úr. Útigallarnir kosta frá 12.990 til 17.900 krónur og að sögn af- greiðslufólks eru efnin fullkomn- ari eftir því sem verðið er hærra, halda betur vatni frá og lofta svita út. Fóðrið í göllunum er ýmist vatt- erað eða úr flísi frá öxlum og niður að mitti en nælon í skálmum til að þjált sé að smeygja litlum fótum niður í þær. Viking- og Sorel- kuldastígvél, húfur og buff fylla svo margar hillur og snaga. Vetrarfatnaður fyrir börnin Barnadeildin í Útilífi er litskrúðug eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JULIUS HERRAÚLPA (Verð: 17.990) Kuldadagaverð 14.392,- Sterk, hlý, og flott úlpa til í svörtu EXPEDITION PARKA DÖMU (Verð: 27.990) Kuldadagaverð 22.392,- Sterk, hlý og flott úlpa til í svörtu og arctic bláu SOPHIE PARKA DÖMU (Verð: 22.990) Kuldadagaverð 18.392,- Sterk, hlý og flott úlpa í svörtu og grænu JOSHUA HERRAÚLPA (Verð: 18.990) Kuldadagaverð 15.192,- Sterk, hlý og flott úlpa til í svörtu 21. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.