Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 21. október 2010 5 Mæðgurnar Hanna Kristín Guð- mundsdóttir hársnyrtimeistari og Ásta Sigríður Hannesdóttir snyrtifræðingur opnuðu hár- og snyrtistofuna Kristu að Grundar- stíg 2 þann 21. október árið 1970 og fagnar stofan því fjörutíu ára afmæli í dag. Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni Quest, sonur Hönnu Kristínar, á og rekur stof- una í dag og segir það álög á Kristu-fjölskyldunni að „vera í hárinu“. Krista flutti á Rauðarárstíg 18 árið 1975 og þegar Kringlan var opnuð, 1987 var stofan, sem þá var ein stærsta hár- og snyrtistofa landsins, eitt af fyrstu fyrirtækj- unum til að flytja þar inn og þar er hún rekin enn þá. Árið 1992 flutti Ásta til Kanada og var þá snyrti- stofunni lokað og er Krista síðan eingöngu hárgreiðslustofa. Jón Aðalsteinn og kona hans Guðrún Elísabet Ómarsdóttir keyptu stofuna 2007 og hafa rekið hana síðan. „Þetta er algjört fjöl- skyldufyrirtæki. Öll fjölskyldan er í hárgreiðslubransanum. Mamma tekur enn þá fastakúnna, þótt hún sé hætt hérna á Kristu, og marg- ar konurnar sem koma til hennar hafa verið kúnnar hjá henni síðan áður en Krista opnaði og geta ekki hugsað sér að fara neitt annað. Pabbi er heildsali með hárvörur og systir mín er hárgreiðslusveinn. Svo er konan mín reyndar lærður förðunarfræðingur. Hún er ekki komin í hárið, ekki enn allavega, en maður veit aldrei hvað gerist seinna,“ segir Jón og hlær. „Ég lærði nú samt ekki hjá mömmu, var ráðlagt að gera það ekki svo ég lærði í Hafnarfirðinum, en var farinn að vinna hjá henni hérna á Kristu strax 1995. Ég stofnaði svo Quest hársköpun árið 1999 hér í Kringlunni sem við sameinuðum Kristu þegar við keyptum hana.“ Spurður hvort börnin hans séu komin í bransann líka segir hann að sonur sinn sé reyndar ekki nema tveggja ára „en ég er strax farinn að kenna honum að sópa. Það kemur svo bara í ljós hvort hann losnar undan fjölskylduálög- unum.“ Í tilefni dagsins er boðið upp á 40 prósent afslátt í Kristu í dag, við- skiptavinir fá eitthvað gott með kaffinu og gert verður enn betur við þá en vanalega. Lokað verður á venjulegum tíma í kvöld klukk- an hálf sjö en klukkan sjö verður slegið upp kokkteilpartýi þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og merkisafmælinu fagnað með við- eigandi hætti. fridrikab@frettabladid.is Fjölskyldan í hári saman Hárgreiðslustofan Krista fagnar 40 ára afmæli í dag. Hjónin Jón Aðalsteinn Sveinsson, Nonni Quest, og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir reka þetta gamalgróna fjölskyldufyrirtæki í Kringlunni og bjóða til veislu. Búinn að kenna syninum að sópa. Hjónin Nonni Quest og Guðrún Elísabet Ómars- dóttir, eigendur Kristu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Grófir gönguskór hafa heillað tískuhönnuði þetta haustið. Í það minnsta hafa háhæl- aðir skór sem draga dám af útliti göngu- skóa stungið upp koll- inum víða á nettum fótum tískumeðvit- aðra kvenna. Talið er að sveitastíll á tísku- sýningum Erdem, Burberry og Sportmax hafi ýtt undir þessa nýju tísku- stefnu. elleuk.com Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 NÝJAR VÖRUR Úlpur, kápur, hattar, húfur Stór sending af ullaryfi rhöfnum ULL • VATT • DÚNN Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 NÝ BÚTASAU MSEFNI, ULL AREFNI, JER SEY, JOGGIN G, FLAUEL, S AMKVÆMISE FNI vertu vinur á facebook Flottar yfirhafnir fyrir flottar konur Nokkrar gerðir - nokkrir litir Stærðir 40-58 24h Aqua Booster kremið frá Marbert er algjör rakabomba fyrir húðina og viðheldur rakastigi hennar. Frískar samstundis og gefur húðinni aukinn ljóma og mýkt. Inniheldur A, D og Evítamín ásamt Shea Butter sem bindur rakann í húðinni. Útsölustaðir:Hagkaup, Apótek Vesturlands, Reykjavíkur Apótek, Nana snyrtivöruverslun, Lyfjaval Mjódd, Miðbæ Vestmannaeyjum, Betri Líðan og Laugarnesapótek. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.