Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 58

Fréttablaðið - 21.10.2010, Page 58
34 21. október 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ojojoj! Hættu nú alveg! Andskotinn Jói, varstu að skíta aftur? Ég sjósetti einn kebab, einn kanó. En vertu rólegur, þú varst náttúrlega búinn að hengja upp klósetthreinsi þarna! Alveg rétt! Virkaði hann? Hmmm, ímyndaðu þér að Grótta spili á móti Argentínu! Ójafn leikur! Takk, Jói. Svona eins og að taka til eftir Tsjernóbyl með eyrnapinna! TAKK JÓI! Hvað ætluðum við aftur að kalla ferðalagið sem við ætl- uðum í þegar rútan kæmist í lag? Rosalegasta draumaferð allra tíma um landið? Já. Ég held við getum stytt það í draumaferð. Kommon! Ekki missa trúna, þetta er allt að koma! Úps! Mín sök! Sorrí! Sorrí! Sorrí! Af hverju finnst mér allt- af að ég þurfi að biðja ryksuguna afsökunar? BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur Konur eiga að ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 14.25 á mánudaginn. Samkvæmt útreikningum eru þær þá víst búnar að vinna tímana sem þær fá greitt fyrir, miðað við karla. KVENNAFRÍDAGURINN táknar því ákveðna uppreisn og í ótryggu atvinnu- umhverfi þarf kjark til að standa upp frá ókláruðum verkefnum. Konur ræða sín á milli á kaffistofum hvernig þær eigi að snúa sér í þessu. Veigra sér við að ganga út eins og árferðið er, hræddar við að verða látnar fjúka í framhaldinu. Einhverjar tala um að „vinna af sér fríið“. Klára það sem þarf að klára með því að lengja aðra vinnudaga svo þær geti óhræddar staðið upp frá vinnu sinni og marserað niður í bæ, hrópandi á jöfn kjör! Einstaka yfirmenn leggja það jafnvel til, horfa á verkefnin fram undan og segja ómögulegt að „gefa konunum frí“ fyrr en staflinn sé frá. ÞAR með er tilgangur þessa dags orðinn að engu. Stöðu kvenna á vinnu- markaðnum og í samfé- laginu öllu gefið langt nef. Með því að konur gangi út í hópum af vinnustað á að sjást hversu mikil vægt vinnuframlag þeirra er, hversu stóru tannhjóli í vélinni þær snúa og að án kvenna geti samfélagið ekki gengið upp. Kvennafrídagurinn á að sýna hversu óréttlátt það er að konur fái ekki greitt fyrir vinnu sína til jafns við karla. Svo einfalt er það. ÞEIR sem segja baráttu fyrir jöfnum kjör- um kynjanna óþarfa í dag eru á villigöt- um. Þeir sem segja kvennafrídaginn bara til skrauts, skemmtilegan minnisvarða, einungis tækifæri fyrir konur til að lyfta sér upp og hittast, hafa rangt fyrir sér. Það hefur hallað á konur í kreppunni. Konur fylla stóran hóp fólks í láglaunastörfum, hóp sem nær ekki endum saman í hækk- andi verðlagi, og ofbeldi gegn konum mun hafa aukist í kreppunni. Kvennafrídagur- inn á mánudaginn er einnig haldinn til að vekja athygli á því. Skerðing fæðingaror- lofs mun einnig kreppa enn að réttindum kvenna. Með því verða konur gerðar að óákjósanlegri starfskrafti, en þegar hart er í ári eins og nú mun sá sem færir heim- ilinu hærri tekjur ekki taka fæðingarorlof. Það gefur auga leið, karlinn vinnur. KVENNAFRÍDAGURINN er því nauðsyn- legur sem aldrei fyrr. Hann má ekki verða eins og hver annar mánudagur. Vinna af sér „fríið“LÁRÉTT 2. nægilega, 6. frá, 8. sægur, 9. mas, 11. tveir eins, 12. leið, 14. skaf, 16. kusk, 17. kvk nafn, 18. pota, 20. þófi, 21. högg. LÓÐRÉTT 1. afkvæmi, 3. hljóm, 4. raupari, 5. dýrahljóð, 7. pest, 10. draup, 13. ískur, 15. íþrótt, 16. umrót, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. nógu, 6. af, 8. mor, 9. mal, 11. rr, 12. braut, 14. skrap, 16. ló, 17. gró, 18. ota, 20. il, 21. stuð. LÓÐRÉTT: 1. lamb, 3. óm, 4. gortari, 5. urr, 7. farsótt, 10. lak, 13. urg, 15. póló, 16. los, 19. au. Við bjóðum velkominn í pontu Sven- gollie prófessor og teymi hans, sem ætla að fjalla um troðning. Hluthafafundur Exista ehf. 28. október 2010 EXISTA ehf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum: Að samkvæmt 15 gr. samþykkta félagsins skuli jafnframt kjósa sex varamenn í stjórn. Þá skulu engar sérreglur gilda um framboð til stjórnar, heldur einungis almennar reglur laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Kosning stjórnar. Ákvörðun þóknunar stjórnarmanna. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár, hækkun hlutafjár og nýjar samþykktir: Hlutafé félagsins skal lækkað um kr. 14.644.414.321 til jöfnunar á tapi, sbr. 1. tl. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Þá skal hlutafé félagsins hækkað um kr. 13.562.336.251 með útgáfu 13.562.336.251 nýrra hluta að nafnverði kr. 1 hver. Hluthafar skulu falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar að hinum nýju hlutum, sem afhentir skulu þeim kröfuhöfum félagsins sem fara með samningskröfur samkvæmt staðfestum nauðasamningi félagsins. Áskriftarverð skal vera kr. 1 á hlut og greitt með skuldajöfnuði við 10% heildarfjárhæðar samningskröfu hvers kröfuhafa. Um hina nýju hluti skulu gilda ákvæði nýrra samþykkta félagsins sem samþykk- tar skulu samhliða hlutafjárhækkun. Hinar nýju samþykktir fela einkum í sér eftirfarandi breytingar frá núgildandi samþykktum: Heimild stjórnar til útgáfu hluta til efnda á nauðasamningi. Stjórn félagsins verður heimilt að hækka hlutafé félagsins í áföngum með útgáfu nýrra hluta, sem afhentir skulu eigendum samningskrafna sem félaginu ber að greiða síðar, s.s. skilyrtra samningskrafna. Lán breytanlegt í hluti í félaginu. Samkvæmt nauðasamningi félagsins breytast eftirstandandi 90% af samningskröfum á hendur félaginu í lán sem breytanleg eru í hluti í félaginu. Takmarkanir við framsali hluta. Óheimilt verður að framselja hluti í félaginu til aðila sem skilgreindir eru sem samkeppnisaðilar félagsins. Þá verður hluthöf- um sem hyggjast framselja hluti sína í félaginu og eiga jafnframt kröfu á hendur félaginu á grundvelli breytanlega lánsins, sbr. b-lið, almennt skylt að framselja sambærilegt hlutfall kröfunnar með hinum framseldu hlutum. Réttur til samhliða sölu hluta. Leiði framsal hluta í félaginu til þess að aðili eða aðilar sem eiga í samstarfi eignist meira en 50% af heildarhlutafé félagsins má slíkt framsal ekki fara fram nema kaupandi hafi fyrst gert öllum öðrum hluthöfum tilboð um að kaupa einnig þeirra hluti í félaginu, og öll breytanleg lán þeirra, sbr. b-lið, á sama verði og með sömu skilmálum. Skylda til samhliða sölu. Hyggist eigendur 75% eða meira af heildarhlutafé félagsins selja hluti sína til ótengds þriðja aðila verður þeim heimilt að skylda aðra hluthafa til að selja einnig sína hluti til sama kaupanda með sömu skilmálum. Breytingar á samþykktum er varða stjórn félagsins. Stjórn félagsins skal skipuð fimm til sex mönnum og jafn mörgum varamönnum. Ákvörðunar- bærni stjórnar félagsins mun ráðast af eðli þess máls sem til úrlausnar er á stjórnarfundi. Þá munu tiltekin mikilvæg málefni, sem tilgreind eru í 22. gr. samþykktanna, krefjast samþykkis aukins meirihluta þeirra stjórnarmanna sem bærir eru til ákvörðunartöku. Sérstakar reglur munu gilda um vanhæfi stjórnarmanna vegna hagsmunaárekstra og ákvörðun þess hvort einstakir stjórnarmenn teljist vanhæfir. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Tillögur frá hluthöfum sem bera skal á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Fundargögn verða afhent á fundardegi frá kl. 8:30 á fundarstað. Reykjavík, 20. október 2010 Stjórn Exista ehf. 1. 2. 3. 4. 5. Önnur mál. a. b. c. d. e. f. Hluthafafundur Exista ehf. verður haldinn fimmtudaginn 28. október 2010 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:15. Dagskrá: Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi tillögur stjórnar sem nauðsynlegar eru til að félagið efni nauðasamning sinn við kröfuhafa, en nauðasamningur félagsins var staðfestur af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. október s.l., sbr. IX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.: Endanlegar tillögur, þ.á m. drög að hinum nýju samþykktum, liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Skýrsla stjórnar skv. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 138/1994 og skýrsla löggilts endurskoðanda skv. 6. gr. laganna, sbr. 26. gr., liggja fyrir á skrifstofu félagsins, sem og eftirrit reikninga síðasta ársreiknings félagsins, skýrsla stjórnar og yfirlýsing endurskoðanda skv. 2. mgr. 23. gr. laganna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.